Josh Homme Quote- “And we’re the Queens Of The Stone Age in case NO ONE KNOWS!” og salurinn varð CRAAAAAZY og þar á meðal ÉG! :D:D
Dave Grohl Quote- “Fuck Hawaii! Fuck The Bahamas! If you want a vacation go to Iceland!” og salurinn varð aftur crazy og þar á meðal ég því þetta var svo svalt þegar hann var að segja þetta.. :P
Reykjavíkurferðin mín og Elisabethar! :D það var SNILLD! Vá.. :D þetta var GEÐVEIKT! Og ég eyddi MIKLUM pening skal ég segja ykkur! Úff haha.. úps.. :P ah well.. hér kemur sagan nokkuð nákvæm :D
Ég og Elisabeth mætum hressar og kátar (nokkurn veginn) á völlin á þriðjudagsmorgun með einungis bakpoka með okkur þar sem við ætluðum bara að gista eina nótt, og ég var með of mikið í mínum bakpoka, komst að því seinna um daginn :/ ah well.. allavega, þá flugum við suður og vorum MJÖG spenntar því við töluðum og töluðum og töluðum :D þegar suður var komið náðum við í farangurinn og útá stoppistöð þar sem við vorum í fyrsta sinn að fara að taka strætó fyrir sunnan, einar, utanbæjarkonurnar haha :D þurftum alltaf að spurja strætóbílstjórana hvaða strætó væri sá rétti og svona.. lentum á misalmennilegum bílsjtórunum og sá fyrsti var ansi skondinn, en þokkalega almennilegur.. leiðin lá beint í Kringluna að fá sér smá snarl og síðan að VERSLA! Ég þurfti að fá mér buxur svo ég dreif það bara af eftir smá viðkomu í Skífunni.. :P keypti eitt stykku buxur í Blend, e-ð smádót í Tiger, ehm 5 geisladiska í Skífunni: Megadeth, 2 QOTSA og 2 SOAD, hettupeysu í hinni mjög svo skemmtilegu búð Fat Face, svita”úlnliðs”band með íslenska fánanum í Hagkaup, nammi í Konfektbúðinni og jáh.. held að allt sé þar með talið úr Kringlunni.. :) við fengum okkur að borða á Stjörnutorginu og eftir Kringluferðina lá leiðin í Smáralindina þar sem var eytt meira.. :P Og við tókum strætó aftur þar á milli..
Við byrjuðum á Debenhams þar sem ég keypti mér e-n fínni topp til að vera í í veislum og þess háttar, keypti 3 geisladiska til viðbótar í Skífunni í Smáranum: 2 IM og nýjasta QOTSA diskinn og keypti 2 Metallica plagöt í búð að nafni Cultur :D og fyrir ykkur sem eruð að pæla hvernig ég get verið að kaupa svona marga diska: þeir voru allir á tilboðum svo að þeir kostuðu allir á bilinu 1000-1500 hver.. sem eru KOSTA kaup :D eitt var annars fyndið þegar við vorum í Top Shop var kveikt á e-m tónlistarmyndböndum, svo alltíeinu heyri ég kunnulegt lag og það voru Queens að spila :D síðan sé ég stóóóóran sjónvarpsskjá og viti menn.. þarna var Josh!! Ég var eins og dáleidd og labbaði í gegnum búðina í átta að sjónvarpinu með stööööru á skjáinn haha :D já svo fórum við bara í Hagkaup að kaupa e-ð að drekka og svona, bakpokinn minn orðinn svo þungur að ég var að drepast í öxlunum PLÚS að ég var líka með þungan innkaupapoka :/ jæja en þá lá sko leiðin til ömmu hennar Elisubethar, LABBANDI frá Smáralindinni! Ég bjóst við að þetta yrði svona 10 mín. leið eins og hún var búin að segja, en var örugglega um hálftími ef ekki meira, plús það að vera dauðþreytt í fótunum eftir að hafa verið að labba frá 10 um morguninn, klukkan var sko orðin 4-hálf 5 þegar við vorum að labba til ömmu hennar, OG með þungan bakpoka og innkaupapoka.. það var að fara með mína.. ég var svo þreytt síðustu skrefin að þá lá við að ég legðist í götuna og skriði áfram.. sem ég gerði auðvitað ekki hehe :P en þegar heim til ömmu hennar var komið, fengum við smá að drekka/borða, fórum svo inní herbergi þar sem ég lagðist uppí rúm með tærnar uppí loft og nuddaði lappirnar sem voru orðnar ansi aumar.. svo um 5-hálf 6 leytið var lagt af stað í Egilshöllina þar sem amma Elisubethar skutlaði okkur :D við vorum komnar þar um 6 leytið og vorum fremst í röðinni, því miður á B-svæði sem skipti svo voða litlu máli..:/ en oh well..
Þegar inn var komið í Egilshöllina hlupum við beint á klósettið og svo í Merchið þar sem ég keypti mér svarta QOTSA hettupeysu og rauðan QOTSA bol :D fór fyrst í QOTSA bolinn utan yfir Maiden bolinn sem ég var í, sem ég keypti á Maiden fyrir mánuði síðan (FUCK! Mánuður síðan ég sá goðin mín í Maiden! Djöfull er tíminn fljótur að líða!), en þegar komið var inn hugsaði ég að mér yrði líklega sjóðandi heitt í báðum bolunum og tókst að klæða mig úr Maiden bolnum innan undir QOTSA bolnum hehe hljóp með hann fram þar sem ég geymdi hettupeysuna mína.. :) síðan stóðum við upp við grindverkið á B-svæðinu og biðum eftir að Mínus byrjaði.. mig langaði svo ÓGEÐSLEGA að vera fremst á A-svæði að ég var að deyja.. en ég heyrði þó vel og þetta var helv. Nett því ég sá líka ansi vel þótt ég væri svolítið og langt í burtu.. en jæja.. Mínus steig á svið og guð minn almáttugur hvað söngvarinn var hommalegur..! : þegar hann fór úr að ofan sagði ég við Elisubeth: oh ég var einmitt að vona að hann myndi vera í skyrtunni allan tímann! En já.. Mínus voru.. alltílagi þó að persónulega fíli ég þá ekkert svakalega.. en oh well.. síðan voru þeir búnir og þá byrjaði biðin eftir QOTSA :D ég og Elisabeth ákváðum að veðja uppá pizzusneiðarnar okkar, sem við áttum eftir frá því fyrr um daginn, um hvor hljómsveitin væri á undan, QOTSA eða Foo Fighters.. ég sagði QOTSA en hún Foo Fighters.. 1 mín. Seinna labbaði Security gaur framhjá okkur og var að segja við aðra gaura að Queens væru á undan og ég sprakk úr hlátri því ég VANN! :D en gaf henni samt sneiðina sem hún átti því ég var svo ekkert svöng hehe ;)
En Queens stigu á svið við mikil fagnaðarlæti af minni hálfu, stolt í mínum rauða Queens bol, og ég sleit ekki augun af Josh Homme allan tímann sem þeir voru á sviði.. :D ég vissi að þessir gaurar voru snillingar fyrir tónleikana, en ekki svona MIKILIR snillingar! :D vá.. ég var í skýjunum, og líka bara yfir að sjá Josh.. :P úff þessi maður er svo illilega hot að það hálfa væri nóg.. sérstaki dansstíllinn hans er alveg æðislegur og í eitt skiptið snéri hann baki í fólki og var að svona sveifla sér og dansa, svolítið erfitt að útskýra dansinn í orðum því ég þyrfti helst að sýna fólki hann haha en allavega, þegar hann snéri baki í fólkið og dansaði, hugsaði ég: OOOHH hvað ég væri til í að vera þarna fremst núna beint fyrir framan Josh! :D:P hehe.. það var snilld þegar þeir tóku No One Knows og Josh kynnti það með Quote-inu þarna fyrst í blogginu :D reyndar var samt lagið síðast.. þeir tóku því miður ekki eitt af uppáhaldslögunum mínu First It Giveth en sem betur fer tóku mörg önnur snilldar lög líka :D ohh það var svooo gaman.. þegar þeir voru búnir þá var ég búin að flokka Josh í svona topp 5 kynþokkafyllstu menn sem ég veit um og hann var í 3. sæti :D fólk getur kannski giskað hverjir eru í 1. og 2. ;) ah well fyrir ykkur sem vita það ekki þá er það svona:
Kirk Hammett
Bruce Dickinson
Josh Homme
Dave Mustaine
James Hetfield (hann vann harða baráttu um val á milli hans, Janick Gers, Steve Harris, Dave Murray, Jason Newsted og fleiri hot rokkstjarna :D (með hjálp Elisubethar :P))
Jæja þegar Queens voru búnir eftir að hafa spilað í aðeins 1 og hálfan tíma sem mér fannst of stutt til að hafa augun á Josh, þá tóku Foo Fighters við.. þó að ég hafi farið aðallega bara til að sjá Queens þá fannst mér Foo Fighters sko að standa sig.. :) skemmti mér ágætlega á þeim þó að Elisabeth hafi haft meira gaman af þeim en Queens og kunni miklul fleiri lög með þeim en Queens og var að fíla sig allsvakalega ;) ég hafði svona gaman af þegar þeir spiluðu lög sem ég hafði heyrt eða þegar þeir voru að tala við fólkið :) sem þeir gerðu reyndar meira af en Queens.. annars var ég svona.. lala bara.. þeir voru samt góðir á sviði, þeir mega eiga það hehe.. en það var SNILLD þegar Dave sagði quote-ið hérna fyrst í blogginu.. SNILLD! :D Og eftir að þeir voru búnir að spila fór ég og keypti grænan QOTSA bol, sem var með túrnum aftan á og þar er ÍSLAND! :D
En í lokin þegar Foo Fighters voru að spila og það var verið að klappa þá upp aftur fékk ég sjokk þegar ég komst að því að ég var ekki með símann á mér lengur! : ég fékk næstum hjartaáfall, og við gerðum dauðaleit að honum en fundum hann ekki og það eyðilaggði alveg fyrir okkur hlutann þegar Foo Fighters voru klappaðir upp og tóku nokkur lög í viðbót :( helv. Sími! Hann hafði þá dottið úr vasanum mínum meðan Foo Fighters spiluðu þar sem fæturnir á mér voru orðnir svo þreyttir eftir daginn að ég var alltaf að styðja þeim uppá grindverkið sem ég stóð við.. síminn hefur þá ýst útúr vasanum smám saman og síðan farið í gólfið.. þannig að ég fór heim af tónleikunum símalaus, þótt við hefðum beðið þangað til að ALLIR voru farnir úr Egilshöllinni þá kom allt fyrir ekki.. við nældum okkur þá í leigubíl og tókum hann heim og mín var alls kostar ekki ánægð! Þegar heim var komið fékk ég að hringja hjá Elisubeth því hún hafði skilið sinn síma eftir heima.. ég hringdi í mömmu og pabba og sagði þeim að ég hefði týnt símanum á tónleikunum svo það var ekki hægt að ná í mig í hann.. þegar ég var búin að tala við þau var ég svona enn í hálfgerðu sjokki að tala við Elisubeth, síðan hringir mamma og segist hafa hringt í númerið mitt og þá hafi maður svarað í símann minn.. hún sagði að hann hafi sagt við hana að hann hafi fundið símann liggjandi á gólfinu og tekið hann með sér heim til sín (guð má vita hvað hann ætlaði að gera við hann þar ef ekki reyna að koma honum til mín!) en eini vandinn var að hann var í Grafarvogi en við hinum megin í Reykjavík í Garðabæ :/ þannig að ég gat ekki bara stokkið og náð í hann, og við þurftum að finna leið til að fá símann í hendurnar.. en eftir þessar fréttir var mér töluvert létt, svo að ég tók gleði mína á ný og byrjaði að tala og tala um tónleikana :D við fórum örugglega að sofa svona um 2 leytið þó ég hafi ekki kíkt á klukkuna hehe
Jæja þá var tónleikadagurinn búin og ég vakna lúin kl 10-hálf 11 daginn eftir.. þá byrjaði sæluvíman að síga inn og hellurnar í eyrunum voru þó nokkrar.. fengum okkur svo bara að borða og fórum að plana hvað við ætluðum að gera áður en við fórum í flug seinni partinn þennan dag.. eftir það fórum við bara í göngutúr um hverfið þarna og ég talaði varla um annað en tónleikana og auðvitað var ég í hettupeysunni minni :D síðan um 12 leitið var lagt í hann, með viðkomu á flugvellinum þar sem var bannað að geyma farangurinn! Fáránlegt.. jæja, svo lá leiðin á Laugarveginn, þar sem við fengum að geyma dótið okkar hjá vinkonu ömmu hennar Elisubethar og lögðum svo af stað í síðasta hluta verslunarferðarinnar þar sem ég fríkaði smá út hehe jæja fórum í Skífuna til að tékk hvort SKOM væri til þar á DVD en NEI! Hún var ekki til þar og ég fór bókstaflega í ALLAR plötubúðir að tékka á þessari mynd en enginn var með hana :( síðan keyptum við e-ð kaffi fyrir mömmu Elisubethar hehe fórum í Dogma þar sem ég keypti mér Metallica og Megadeth bol ásamt Metallica merkjum :P fórum í geisladiskabúð Valda sem ég ætlaði að fara í og gá með SKOM og DJÖ hann var nýbúinn að selja hana, ah well, ég keypti hjá honum Maiden fána og Metallica DVD, og vá þetta er fínn gaur, spurði mig um QOTSA tónleikana þegar hann sá peysuna mína og spurði hvort ég væri með hellur hehehe ég á POTTÞÉTT eftir að versla þarna aftur! :D eftir það sagðist ég vera búin og við vorum bara að rölta um Laugarveginn og svona.. Elisabeth kaupir sér jakka í Vero Moda sem er ótrúlega flottur og ég sagði þegar hún var ekki viss um að kaupa hann: við förum ekki úr búðinni fyrr en þú kaupir hann! Og hún gerði það og sér ekki eftir því ;)
Við fórum í e-ð voða fínt bakarí og fengum okkur smá í svanginn og ég fékk mér köku og kristal og fékk þetta e-n veginn voða fancy.. við eigum mynd af því, set þær inn seinna hehehe síðan héldum við áfram að rölta, þegar ég kem auga á búð með Metallica bol í glugganum sem mér fannst svo flottur og sagði: við förum þarna inn!! Bolurinn var reyndar ekki til inni, og ég fattaði ekki fyrr en eftir á að spurja hvort ég gæti fengið þennan sem var í glugganum.. deeeem, silly me.. oh well, en þarna keypti ég líka e-n slatta af merkjum bæði Metallica, Maiden og svo bara e-r skemmtileg merki.. :) jæja, núna sagðist ég aftur vera búin og ekki ætla að kaupa neitt meira.. við héldum förinni áfram og nú var tíminn að verða búinn, við komum við að lokum í Tiger og Máli og menningu, ég keypti límmiða handa systrum mínum í Tiger bara.. síðan kom svolítið ANSI skondið uppá.. við erum að rölta þarna og hugsa um að fara og ná í dótið okkar og labba á Hlemm og taka strætó uppá völl.. þegar ég segi við Elisubeth: hey! Sjáðu gaurinn þarna er ógeðslega líkur Dave Grohl! Hún sá hann því miður ekki og við héldum áfram.. jæja förum og náum í dótið og leggjum af stað á Hlemm með viðkomu í Bónus þar sem ég keypti Dance of Death - Iron Maiden (ekki til á Ísó!!!!) og pepsi.. og á leiðinni á Hlemm segir Elisabeth alltíeinu: OMG þarna er DAVE! Og viti menn.. ég sé sama gaurinn og mér fannst svo líkur Dave Grohl og þá bara var þetta HANN! Hahaha það sem við hlógum þegar ég sagði þetta við Elisubeth.. en ég var ekki par sátt við að hafa ekki fattað að þetta væri hann og farið að tala við hann og fengið áritun, mynd eða e-ð.. hún var sátt við að hafa séð hann bara en ekki ég.. samt sá ég hann 2 sinnum..:P svo vorum við að ræða það hvernig viðbrögð mín yrðu ef ég sæji Kirk Hammett röltandi á móti mér niður Laugarveginn! Shit.. við gátum ekki fundið það út, en höldum að ég eigi mjög líklega eftir að frjósa haha.. en við erum að tala um þetta þegar við löbbum framhjá ENN einni búðinni og ég sé þar inn um dyrnar Metallica boli! Ég stóðst ekki mátið, fór inn og keypti eitt stykki Metallica bol í viðbót.. :P og ÞÁ var ég búin hehe.. við fórum niður á Hlemm og biðum eftir strætónum upp á völl og töluðum um að þetta hafi verið svalt! Að sjá Dave á Laugarveginum.. :D
Síðan þegar komið var uppá völl þá tókum við síðustu myndina og biðum eftir innritun og fluginu heim :) þetta var MÖGNUÐ ferð og ég væri sko ALVEG til í að gera þetta aftur nema næst þegar við gerum þetta þá verðum við með bílpróf :D samt var snilld að taka strætó svona útum allt hehehe en já mér tókst nú samt að týna símanum OG myndavélinni í sömu ferð! Vá, spennan hefur verið að fara svo með mig að ég hef alveg gleymt mér hehe.. myndavélina skildi ég óvart eftir á vellinum fyrir sunnan en er búin að fá hana í hendurnar aftur, fattaði samt ekki fyrr en 2 dögum seinna að hana vantaði.. hringdum á völlinn fyrir sunnan og þar var hún.. FJÚFF! Er komin með hana í hendurnar aftur :) síminn er enn á leiðinni, veit ekkert hvenar ég fæ hann en ég vona bráðlega, það verða mörg missed calls og sms í honum er fólk búið að segja mér.. ótrúlegt.. þegar ég er ekki með símann eru allir að reyna að ná í mig, senda sms og hringja, en þegar ég er með hann, þá hringir enginn né sendir sms nema bara vinnan.. utroligt.. en jæja.. þetta var bara SNILLD og ég væri sko alveg til í að endurtaka þetta á öðrum tónleikum annað sumar! ;) hver vill með?
Anna María – set inn myndir úr ferðinni á næstunni
mánudagur, júlí 11, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli