þriðjudagur, janúar 10, 2006

Stefnuljós!

Jáh þetta er sko ekki búinn að vera minn dagur í umferðinni. Ég og Sigrún J. vorum að fara heim og ég var að fara að keyra útaf MÍ planinu og ég lít til vinstri að gá hvort að það sé að koma bíll. Okay ég sé einn koma en hann er með stefnuljósið á svo fyrst hann er að fara að beygja þá ætla ég bara að keyra út á hraðbrautina. En þá allt í einu öskrar Sigrún: Anna María passaðu þig það er að koma bíll! Þá lít ég aftur til vinstri og sé sama bílinn koma á fullri ferð með fucking stefnuljósið á!! Ég snarhemla af sjálfsögðu og maðurinn á hinum bílnum horfir hneykslaður á mig og rétt nær að koma í veg fyrir mikinn árekstur. Hann og stelpan í bílnum horfðu á mig eins og ég væri þroskaheft en ég og Sigrún horfðum hneyksluð til baka af því að maðurinn hálfplataði mig með þessu helvítis stefnuljósi! Sumir þurfa að fara aftur í sérkennslu á þessum andskota!

En þá var þetta sko ekki búið. Svo erum við að keyra af stað aftur, Sigrún greyið alveg í sjokki og ég að stórhneykslast á manninum. Við erum að koma að Bónus þegar bíll fyrir framan okkur hægir allt í einu á sér og beygir! ÁN stefnuljóss! Þarna fékk ég sjokk því ég hélt að ég myndi fara aftan á bílinn en var sem betur fer ekki það nálægt, bara enn hálf dolfallin eftir hitt atvikið á undan. En þetta var ekki næstum eins alvarlegt og þegar stefnuljósið var á hjá hinum gaurnum. Þá sagði ég nú: Sko, sumir þurfa að fara að læra að taka stefnuljósið AF en aðrir að læra að setja það Á! Okay ég sagði þetta ekki svona vel, EN þetta er samt satt. Maður gleymir stefnuljósinu stundum, hvort sem það er á eða af, en það er greinilega stórhættulegt á þesum tíma. Allavega miðað við mína reynslu.

Jæja, varð bara að tjá mig um þetta við ekki neinn. :) Annars skólinn nýbyrjaður og þetta verður mjög líklega þung önn! Stærðfræði 403 og Efnafræði 103! Veit ekki alveg með Líffræðina en það kemur í ljós. Enskan verður líklega létt eins og alltaf og þýskan þyngist smá, veit ekki alveg með íslenskuna. En við sjáum nú til hvernig þetta kemur út. Ætla rétt að vona vel!

Svo er maður að reyna að halda aftur að mataræðinu. Geyma nammibitana og súkkulaðið fyrir Spán í maí því ekki vill maður líta út eins og bleik mörgæs í svörtu/rauðu bikiníi! Jæja, ég verð kannski aðeins minni en mörgæs þvó svo að ég er viss um að ég nái ekki neinu úber miklu utan af mér fyrir ferðina. Það verður bara að koma í ljós. Sú hugmynd liggur einnig í loftinu að fara til Englands í viku í ágúst! :D Ég og Elisabeth erum að hugsa um að skella okkur í skoðunarferð þangað og mig langar að sjá We Will Rock You söngleikinn. Ætla að vona að ef við förum þá nenni hún með hehe ;) Það myndi þá vera gist á hosteli (mótel) og síðan nota bara taxa eða neðanjarðarlestir og bakpokar. Það væri sko snilld! Síðan seinna verður farið þangað að versla ;) Ekki þetta sumarið.

Uuu, held að þetta sé bara gott blogg. Sé að enginn hefur kommentað eða notað þetta chat thingy NÉ skrifað í gestó, svo að mér sýnist þessi síða ekki vera mjög svo vinsæl at the moment. Eða fólk sé bara frekar að nenna að skoða hina síðuna. Anyways. Nenni ekki meiru núna. Ætla að fara að æfa mig á bassann og svona. Skemmtilega hljóma og hraðaæfingar ásam Queen lögum. :) Hef komist að þeirri niðurstöðu að þau eru langauðveldust fyrir mig enn sem komið er hehe.

Anna María

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ÉG HATA þegar fólk gefur ekki stefnuljós!!!

Anna María sagði...

Sama hér!

Nafnlaus sagði...

Ég blóta fólki sem notar ekki stefnuljós. Gleymi því samt alltaf sjálf.