föstudagur, mars 10, 2006

Well, well, well

Hef reynt að blogga en ekkert virðist ganga. Ég er farin að halda því fram að öll blogg kerfi séu á móti mér! Og svo virðist vera því ekkert ætlar að ganga! Helvítis blogg rusl! ARG! Jæja í stuttu máli: Eitt ár síðasta miðvikudag síðan ég fótbrotnaði, búin að vera veik, lítið af fólki í skólanum, dauð síða, hvort á ég að verða geimfari, stjörnufræðingur eða flugfreyja?

Heila bloggið kemur KANNSKI seinna!

Anna María - helv. pirruðá þessu!

3 ummæli:

Anna María sagði...

JaHÁ! þegar það kemur stutt blog ÞÁ vill þetta rusl birta þetta! Andskotans rusl!

Nafnlaus sagði...

Ef þú verður flugfreyja þá ferðast maður út um allan heiminn sem er nottla ótrúlega gaman en í þessu starfi þarf maður að vera svo þolinmóður því ef maður lendir á einhverjum leiðinda kúnnum með stæla og eitthvað svo þolinmæðin er þarna á ferðinni en geimfari þá fer maður út í geyminn og sér allt *hugsi vá flott* =) stjörnufræðingur þarf maður ekki alltaf að vaka þá á nóttinni??
En jájájá ég myndi fara í geyminn þá mun ég lesa um þig í blöðonum "Anna María fyrsta íslenska kona sem fer út í geyminn og er það nokkuð merkilegt því hún kemur einnig frá litlum bæ út á landi sem heitir Ísafjörður " vá pældu bara í þessum setningum ;D
kv.sigurbjörg

Anna María sagði...

Hahaha já ég yrði sko heimsfræg á klakanum ;) Mér líst veeeel á þessar setningar en svo er hinsvegar hvaða menntun og þjálfun þarf ég til að verða geimfari og mig langar að komast að því svo ég geti látið þig lesa þessar setningar í framtíðinni. :p