sunnudagur, apríl 23, 2006

i'm in ravenclaw!

be sorted @ nimbo.net


Which Hogwarts house will you be sorted into?



Jöbb ég er komin með Potter maniu aftur. Ég fékk hana sko fyrst fyrir 5-6 árum þegar fyrsta myndin kom út, og þetta hefur dúkkað upp aftur núna alveg allsvakalega alltíeinu. Auðvitað hef ég verið að lesa bækurnar svona og fylgst aðeins með en þetta er bara 8 bekkur all over again haha. En uppá fönnið var ég að taka þessi prófa hérna. Samkvæmt seinna prófinu sem er áreiðanlegra, þá á er ég 50/50 á milli Ravenclaw og Hufflepuff heimavistanna í Hogwartsskólanum svo að ég tók Ravenclaw myndina úr öðru prófi líka. Skv. þessum niðurstöðum er ég trygg, áreiðanlega og legg hart að mér (Hufflepuff), gáfuð, hnyttin og hæf (Ravenclaw). En ég held að eini alvöru Potter faninn sem les þessa síðu sé Birna og hún viti um hvað ég er að tala. :)

Held að þetta sé aðallega útaf því að ég horfði á Potter myndina yfir páskana ásamt Elisubeth og þeim og ég sá að ég þarf að lesa bækurnar aftur því allt er byrjað að renna útúr minninu þannig að ég ætla að reyna að lesa þær í sumar.

En. Ég ætlaði bara að koma því frá mér þarna með George Clooney í The Thin Red Line í þessu bloggi líka. Ég var ein að horfa á myndina hjá Elisubeth og hún var svona að setjast og kíkja annað slagið. En allavega aftan á hlustrinu þá stóð að George Clooney færi alveg á kostum í þessari glæsilegu mynd. Jæja ég sit og horfi á myndina. Þegar myndin er hálfnuð og þeir í miðjum hita bardagans þá sé ég kunnulegan mann vera skotinn og særast og e-r annar fer að hjálpa honum. Þá var þetta leikari úr Band of Brothers og ég verð rosa ánægð að sjá hann þarna þrátt fyrir að þetta hafi kannski verið einungis 15-20 sekúndur en það var nóg fyrir mér. Mjög skemmtilegur leikari. En jæja uppað þessu hafði Clooney ekkert komið fram í myndinni! Síðan fer myndin að klárast og það voru örugglega svona 20 mín eftir og ég segi við Elisubeth.

"Þetta er alveg FÁRÁNLEGT! George Clooney hefur ekkert komið fram í þessari mynd en samt er mynd af honum hérna aftan á og alles! Þeir gætu alveg eins sett Kirk Acevedo (leikarinn úr BoB) þarna aftaná og sagt hann fara á kostum!" Þegar ég var nýbúin að bölva þessu þá kemur maðurinn á skjáinn.... í 5 SEKÚNDUR! Okay kannski 10 en vá... Ég missti andlitið haha. George Clooney fór sko alveg á kostum allar þessar 10 sek sem hann var í myndinni! Hef aldrei séð betri leik hjá einum einasta leikara. Shit. Asnalegt. Ég var alveg í sjokki eftir myndina og stórhneyksluð og seinna um daginn þegar við vorum úti að labba þá fórum við að tala um að Clooney hefði fengið borgað svo miklu meira en Kirk fyrir þetta mjög svo stutta atriði sitt.

Jæja þá er þetta komið frá mér. Alltaf jafn fáir sem skoða og kommenta sem letur mann í að blogga. En ég er búin að vera allsvakalega löt undanfarið. Á að vera að læra undir líffræði próf eins og er, er ekkert búin að læra og nenni ekki að byrja. Á eftir að sjá eftir því í fyrramálið. Ég veit það. En ég er bara lööööööööt!

Ég er mikið búin að vera hugsa undanfarið hvernig framtíðin verði hjá mér. Ég hef ætlað mér að ferðast mikið, grennast e-ð, verða líffræðingur og reyna að lifa góðu lífi. Kannski maður sækji um að verða geimfari á endanum, hver veit? En sem líffræðingur ætla ég að ferðast hingað og þangað að skoða atferli dýra og þess háttar. Tjah, það er allavega planið. En, þrátt fyrir allt þetta veit ég samt ekki hvað ég vil.

Svo eru bara 5 dagar eftir af skólanum sem þýðir að stutt er í frelsi sumarfrísins! :D Mig hlakkar mjög svo til því ég er orðin hálfþreytt á skólanum eins og er. Það verður fínt að vinna og spila í boltanum og ég vona að ég nái e-ð að grennast áður en ég fer til Englands. Mér er alveg sama um Spán því þar ætla ég bara að vera ofan í lauginni þar sem enginn sér mig almennilega. En ég ætla að segja þetta nóg. Ætla að reyna að fara að læra.

Anna María

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

harry potter hvað?? ;) og fm rokkar!

Nafnlaus sagði...

Þar hefuru rétt fyrir þér ;) Ég tók prófið og ég er GRYFFINDOR :) jess !! Ég var með 14 stig þar og svo þar á eftir komu Huffelpuff og Ravenclaw með 11 stig og Slytherin 8 :S shit ! en ég var einmitt búin að ákveða að taka fyrstu bækurnar með mér út til Kanarí í sumar, er að pæla í að reyna að lesa allar bækurnar í sumar .. sjáum samt til með það ;)

Nafnlaus sagði...

já ég gleymdi að segja að ég er Brave, Chivarlrous og Courageous :D

Anna María sagði...

Noooh! En þar sem ég er búin að tala við þig um þetta í skólanum þá veistu alveg að ég fékk 11 Ravenclaw og 11 Hufflepuff hehe Og ég sagði þér líka að ég ætlaði að taka með mér bækur út hehe svo nóg um það.

Já Harry Potter Guðbjörg. Mér líður eins og ég sé orðin 13 ára aftur. haha!

Nafnlaus sagði...

Ertu að grínast í mér? Ég er gallharður Potter auli :P Búin að lesa allar bækurnar nokkrum sinnum. Fer alltaf svona umferð áður en næsta kemur út. Refresha.

Anna María sagði...

Nú er það? Skoh! :D Þú, ég og Birna erum þá Potter aularnir meðal stelpnanna hehe.

En ég þarf einmitt að gera það í sumar því allt hefur "magically" runnið úr hausnum á mér hálfpartinn. Ætlaði að gera þetta í fyrra en náði því ekki. Nú SKAL ég lesa allar 6 bækurnar í sumar! :D

Nafnlaus sagði...

I say briefly: Best! Useful information. Good job guys.
»