Óóóóójá! Ég er að fara til Spánar annaðkvöld! Eða... Tæknilega séð í kvöld þar sem að það er eiginlega kominn fimmtudagur og ég er enn á fótum. Er að tína saman handfarangurinn til að hafa með og svona einu síðasta blogginu. :P Úlala á föstudaginn verð ég úti í sólinni á Spáni. Mmmm. Niiiiice. Verð brún og fín þegar ég kem til baka og muuuuun fátækari haha
En annars var eitt annað sem ég vildi minnast á. Það er að ég er farin að misheyra í fólki svo illa að það er bara fáránlegt. T.d. í gær, tæknilega þriðjudag, þá var ég að vinna inni í kæli með Valdísi og Söndru. Valdís segir svo e-ð á þessa leið: Oh hann/hún raðar svo illa e-ð! (Man ekki orðrétt!) og ég hrökk alveg við: Ha?! og Valdís endurtók þetta og mér létti mikið því mér heyrðist hún segja: Oh þú raðar svo illa Anna María! hehe
Ekki nóg með það þá á sunnudaginn misheyrði ég svo feitt að ég skammaðist mín. Ég var að keyra frá fótboltavellinum fyrir sunnan yfir á flugvöllinn með þjálfaranum og nokkrum stelpum og hann er e-ð að tala um aksturskerfið og að Íslendingar kunni ekkert á það. Segir að maður eigi að vera lengst til vinstri ef maður vill keyra hratt og ef þú vilt beygja halda þér til hægri. Ég hrökk eiginlega við: "Hvað sagðiru?!" "Ef þú vilt beygja, helduru þér til hægri" Endurtók hann og ég ræskti mig vandræðanlega. "Okay. Mér heyrðist þú nefnilega segja, 'Og ef þú vilt deyja, haltu þér til hægri'" Já, ég held að það sé ekki mjög traustvekjandi að halda sér til hægri ef það er leiðin til dauða. Þá vel ég frekar akreinina lengst til vinstri.
En ég mun festa mér kaup á heyrnartæki fyrr eða síðar. Það er pottþétt! En jæja, pökkunin kallar og svo rúmið á eftir því svo ég bið bara að heilsa og ég skal hugsa vel til ykkar allra hérna heima á klakanum úr sólinni á Spáni! ;)
Adios, Amigos. (Sko hvað ég er klár í spænskunni)
Anna María
fimmtudagur, júní 01, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
skemmtu þér vel anna mín:*
Takk takk Gudjborg mín. :* Tad er búid ad vera rosa fínt hérna úti. Ákvad ad skella einu skilabodi á spjallid í stadinn fyrir ad blogga. Nenni tví ekki, tad er svo heitt...
En vid sjáumst eftir rúma viku. ;)
ohh hvað ég öfunda þig að vera farin til Spánar!! :| Langar svo shit mikið að fara!
Og ég held ég komi með þér að kaupa heyrnatæki :'D ég heyri alveg hræðilega illa líka! T.d. á einni morgunæfingunni fyrir soldið löngu þá var eg og ein stelpa að þurrka okkur. Svo sagði hun: "Erum við ekki á æfingu hér i kvöld?" Ég: "júmm" Hún: "Helduru að það sé ekki i lagi að skilja netið eftir frammi?" (netið sem við geymum spaðana og það stuff) Þá segi ég rosa hissa: "Ha? Er amma þín lesblind?!" Hahaha... Veit ekki hvernig ég gat heyrt þetta :l Mér fannst það allavega rosa spes :')
En jáw, vonandi skemmtiru þér vel þarna úti! ;*
Það er snjókoma hérna heima í þessum töluðu orðum! hjálp! úff hvað maður öfundar þig, á Spáni sleikjandi sólina! =)
Skrifa ummæli