Ég er búin að vera að pæla í þessu svolítið í kókdjobbinu síðan ég sá kork um þetta á hugi.is. Þar sem að ég er ein í kókinu og mjög sjaldan e-r að tala við þegar ég fylli á þá fer hugurinn á flakk og ég er búinn að spökulera svolítið í þessu.
S.s. 10 hlutir sem mig langar að gera áður en ég dey. Fyrir aftan bandstrikin set ég svo möguleika mína á þessu. :)
1. Fara á leik með Arsenal - mjög miklar líkur og það vonandi bráðlega!
2. Fara á Formúlu 1 kappakstur, helst Silverstone, Mónakó eða Monza brautirnar - Mögulegt og ætla ég að stefna á Silverstone eftir 2 ár.
3. Hitta og spjalla við e-n heimsfrægan í eigin persónu! - Ég hef séð hina og þessa frægu tónlistarmenn, t.d. Dave Grohl, en mig langar að taka eina stjörnuna á spjall. Helst eina í uppáhaldi! :D
4. Reyna að ferðast til allra þeirra landa sem mig langar til - Tjah, gæti gert það ef ég væri moldrík. Kannski ellilífeyrinn fari í þetta haha
5. Fara a.m.k. einu sinni á skemmtiferða skip í Kyrrahafi eða annarstaðar á heitum stað - Ég og Sandra ákváðum þetta í 8. bekk og stefndum þá á að fara sem sextugar kellur. Mögulegt ef við spörum nóg. En ætli Sandra bjóði mér ekki bara því hún ætlar að vera svo rík! :D
6. Fara útí í geim og þá helst á Mars! - Hah in my dreams! En geimfari er skrefið í áttina...
7. Fara í alla stærstu og flottustu rússíbana heims! - Gæti þetta svosem ef ég vil drepa mig úr hræðslu. En það er vandamálið, ég ELSKA rússíbana! :D
8. Eiga fullt hús af hlutum sem koma alls staðar að úr heiminum og stórar bókahillur fullar af bókum um heimstyrjaldirnar 2 og uppáhaldslöndin mín - Meira svona langtíma takmark en ætli þetta komi ekki allt saman á endanum? Allavega geranlegt!
9. Skora mark í alvöru fótboltaleik - Haha, líkurnar? Hvað get ég sagt, mjög litlar? Nema að ég nái á e-n undraverðan hátt að pota boltanum inn, en það verður sko ekki í sumar get ég sagt ykkur.
10. Úff síðasta og erfiðasta. Hvað vantar á listann? Mann, fjölskyldu, hús, barnabörn... Á ég að vera svo klisjugjörn? Nei ég ætla að finna e-ð annað. Læra fallhlífastökk! - Get þetta ef ég fer til Kanada með Söndru/Elisubeth þegar ég er búin í menntó eins og planið er. Svo verð ég líka eins og gaurarnir í Band of Brothers :D
Sko, ég náði að kreista síðasta hlutinn eftir 5 mínútna vangaveltur. Allt fram að 9. var skítlétt en sá síðasti var erfiður!
En nú skora ég á þá sem lesa bloggið mitt að gera slíkt hið sama hvort sem er í komment hjá mér eða á bloggið sitt! Ráðið hvort þið setjið líkindareikninginn með eða ekki, skemmtilegra ef þið ætlið að setja á bloggið, en í komment bara 10 hluti sem þið viljið gera. Og byrjið nú!
Anna María
mánudagur, júlí 31, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
bara 42 ár í þetta hjá okkur;) og þú þarft ekkert að hafa áhyggjur af að borga neitt.. ég splæsi bara ;)hehe
Skrifa ummæli