Já, ég er búin að hugsa svolítið mikið um framtíðina mín núna uppá síðkastið. Ég á nú einu sinni bara rúmt ár eftir þangað til að ég er útskrifuð úr menntaskóla. Svolítið snemmt að hugsa út í þetta myndi sumum finnast, en vitiði ég er bara þannig manneskja að ég verð að spá í svona hlutum snemma. :)
Mig langar alveg ótrúlega mikið til að vera læknir. Mér finnst gaman að læra anatómíuna (líffærafræði) og að kunna skil á hinu og þessu varðandi af hverju það gerist, einkenni og þess háttar. Eina sem ég er hrædd við er að ég nái ekki inn í skólann, eða að ég eigi ekki eftir að geta þetta. Mig vantar trú á sjálfa mig í þetta starf! Samt er áhuginn fyrir hendi, enda held ég að það segi sitt að LOL sé í mesta uppáhaldi núna og ég fæ hæstu einkunnirnar þar af öllum fögunum mínum.
Hvað get ég þá gert ef ég get ekki verið læknir? Maður verður að hugsa útí það líka. Margt poppar upp í hausnum á mér. T.d. líffræðingur (helst á Galapagos, því þar er svo sérstakt dýralíf), geimfari (litlar líkur, en hey ég get látið mig dreyma!), stjörnufræðingur (eini gallinn við það er eðlisfræðin....) og leikskólakennari (sem ætti nú ekki að vera svo erfitt). Þetta eru svona helstu störfin sem ég hef hugsað útí undanfarið. Tjah, ef ég get ekki orðið læknir, þá gæti ég hinsvegar orðið hjúkka eða sjúkraliði. Það er spurning.
En draumurinn er samt að ljúka læknanámi, hvort sem það er hér eða annars staðar, og fara út sem Læknir án landamæra. Ferðast og hjálpa bágstöddu fólki í heiminum. Örugglega erfitt, en gefandi starf. Eftir allt saman finnst mér gaman að ferðast og koma á nýja staði, því ekki að nota annan áhuga í leiðinni og gera þetta saman. Ég bara verð að geta þetta!
Jájá, skemmtilegar hugsanir. Well, árshátíðin er á föstudaginn, partý hjá Þóri á laugardaginn og frí í vinnunni hjá mér alla helgina svo að ég býst við rosalegri djamm helgi hjá mér!
Chiao, Anna María
þriðjudagur, febrúar 13, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Ég held að þú eigir eftir að fá vinnuna í apóinu, sem ég btw vona!.. og svo færðu svo mikinn áhuga þar að þú ákveður að fara í lækninn, en ef það heppnast ekki þá geturu verið lyfjatæknir, og þar hjálparu líka fólkinu við að fá sín lyf og svona!.. Þetta verður spennandi að sjá hvernig þetta fer, þar sem þú ert með einhver plön en ekki ég!:).. Bíð spennt eftir svari fyrir þig frá Jhonny in the Apo!:)
hæhæ..
ég held að þú eigir alveg eftir að fara í lækninn, þó þig vanti kannski bara pínu sjalfstraust;) en vildi bara troða inn einu kommenti
kv sandraL
Skrifa ummæli