Jáh, nú ætlið þið að hjálpa mér lesendur góðir. Ég er að spá í að fá mér tattú á hægri innanverðan ökklann. Veit ekki hvort það verður í ár eða á næsta ári þar sem ég ætla að fá mér sporðdrekann fyrst núna næst þegar ég fer suður (hvenær sem það verður). Allavega, ég fór að spá í gær hvað ég ætti að fá mér á innanverðan ökklann og datt í hug að fá mér eitt svona lítið tákn, keltneskt, japanskt eða ásatrúar.
Ég fór að skoða og fann að lokum 3 sem ég væri alveg til í að hafa.
Það fyrsta er bara einfalt keltneskt hjarta, númer tvö er þríhorn Óðins sem táknar visku eða e-ð álíka og síðasta táknið er japanska og táknar kona. :) Svo... Kjósið nú. Hvað ég að fá mér seinna meir? Er að spá í þessu sem jólagjöf til mín núna fyrir næstu jól, þó að það sé svolítið langt í það. :p
Og læt þessa fljóta með. Sporðdrekinn sem ég er að spá í að láta á vinstri öxlina.
Anna María
miðvikudagur, febrúar 28, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Haha fyndið, ég er einmitt í tattúhugleiðingum líka, mátt geta þrisvar hvað ég ætla að fá mér hehe :) En mér finnst ásatrúarmerkið flottast,reyndar er þetta keltneska líka flott, það er öðruvísi
Ég segi númer 2 :) finnst það rosalega flott! .. en það er greinilega langt síðan ég hef kíkt hingað inn:/ léééleg! .. tútelú!
haehae anna panna;)
ég held ad númer 1 sé besti kosturinn.. mér finnst keltneska hjartad ótrúlega flott og myndi orugglega líta mjog vel út á oklanum tínum:)
langadi bara til ad koma skodun minni á framfaeri;)
p.s. ég kemst ekki inná síduna mína tannig ég get ekki skodad einkaskilabodin:S vaerirdu til í ad senda mér tad í maili?
sandra KL
Skrifa ummæli