laugardagur, mars 17, 2007

Laugardagskvöld...

... og mér leiðist. Ég nenni ekki að fara strax að sofa þótt ég sé alveg drulluþreytt. Þannig að ég ákvað að blogga aðeins. Jæja, það styttist í Ástralíuferðina með hverjum deginum þótt að það sé tæpt 1 og hálft ár í hana. En ég ákvað hana síðasta sumar og tíminn gjörsamlega flýgur hjá! En núna eru orðin aðeins breytt plön skal ég segja ykkur!

Ég var kannski búin að segja mörgum að ég ætlaði að fara þangað niðureftir, vera í 6 mánuði, heimsækja Nýja-Sjáland í leiðinni og koma svo heim.

Nú er mál með vexti að ég komst að því að Kambódía er þarna rétt fyrir ofan Ástralíu. Landafræðin mín í Asíu hefur ekki alveg verið að gera sig hingað til... Allavega, þegar ég komst að því ákvað ég að fara til Kambódíu áður en ég fer heim. Málið er að ég er styrktarforeldri að 9 ára stúlkukind að nafni Thary Norng, og er hún búsett í Kambódíu. Svo ég ætla að fara að heimsækja litlu stelpuna mína!

Jæja, ég var nú sátt við að hafa bætt Kambódíu á listann og var farið að hlakka frekar mikið til. Á rúntinum með Höllu og Kristjönu í gær barst svo þessi ferð mín í tal og ég sagði í gríni: Já svo skelli ég mér bara til Japan líka og læri meira í japönsku! Svo hugsaði ég nú eftir á.... Það er bara ekkert svo galið!

Ef ég ætla að taka eina góða heimsreisu fyrir skólann, af hverju ekki?! Og þá myndi ég fljúga frá Japan til San Fran, San Fran til NY, NY til London og London heim! Satt, ég verð skítblönk eftir þetta... En pælið í lífsreynslunni maður! Þetta yrði ekkert smá ferðalag, þó að ég held að ég myndi senda mest allt draslið frá Ástralíu og heim og taka bara nauðsynja farangur á leið minni til baka.

Þá hljómar ferðin svona: Ísafjörður - Keflavík, Keflavík - London, London - E-r borg í Indlandi (líklegast, veit ekkert hvar ég millilendi), þar sem ég millilendi - Melbourne. Verð í Melbourne í allavega 6 mánuði, heimsæki Nýja-Sjáland og Tasmaníu í leiðinni, og kannski Fiji! Kemur aaaaallt í ljós! Og þá er það heimleiðin! Melbourne - Kambódía (Phnom Penh), Phnom Penh - Japan (Tokyo), Tokyo - San Francisco, San Francisco - New York, New York - London, London - Keflavík, Keflavík - Ísó!

Athugið að þetta er samt bara hugmynd! ;) Það sem er pottþétt í þessu er að ég er að fara til Ástralíu og verð þar í a.m.k. 6 mánuði, fer til Nýja Sjálands og Tasmaníu í leiðinni. Svo eru 95% líkur á að ég fari til Kambódíu og fljúgi þaðan aftur til London.

Hitt er væri algjör draumur, en það er allt spurning um hversu miklu ég næ að safna áður en ég fer út, og hversu góða vinnu ég fæ úti í Ástralíu.

Shiiiiit! Kuso! Sheisse! Ég veit ekki hvað er langt síðan ég skrifaði svona langt blogg! Jæja... Vona að e-r hafi skemmt sér yfir að lesa þetta ef honum leiddist ;)

Allavega, svo er þessi könnun hérna í blogginu fyrir neðan. Ef e-r nennir að gera það. :)

Ég ætla að fara í háttinn... Er mjög fúl að gaurinn fór útaf DC og ég átti bara eftir 5% af næsta Rurouni Kenshin þætti! Urr...

Anna María

P.s. Ætti kannski að minnast á það að frá Melbourne til Kambódíu kostar 55 þús að fljúga og frá Kambódíu til Japan er það 100 þús! Og þetta eru lægstu verðin sem ég hef fundið hingað til! Plús það tekur 12 tíma að fljúga frá Kambódíu til Japan! Húff

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Meira að segja ég er orðin spennt fyrir þessari ferð þinni.. sérstaklega að losna við þig!.. nei plat! .. þetta verður ógeðslega gaman og endalaus lífsreynsla fyrir þig.. ég væri alveg til í að skella mér með þér, en benidorm ferðin verður ábyggilega nóg, og ábyggilega meira en fjárhagurinn ræður við !:).. hehe .. En ég styð þessa ferð fyrir þig !:).. þín Júlía .. hohoh !:)

Nafnlaus sagði...

hljómar alveg svakalega spennó anna mín! og svo væri ég nú ekkert á móti því að bætast í hópinn þarna í asíu og fara með þér í heimferðina!:D
en mér lýst mjög vel á þetta ferðaplan!
Ég elska þig sæta:*

Nafnlaus sagði...

hehe gaman ad tú skulir vera farin ad hugsa tetta af alvoru.. tar sem tad er komin soldid langur tími sídan tú byrjadir ad paela í tessu:* en líst bara mjog vel á tetta plan titt tó mér finnist einsog tú aettir bara ad skella tér til Honduras og laera spaensku;)

en hlakka til ad sjá tig kv Sandra

Nafnlaus sagði...

Hljomar bara vel hja ther:) Nyja Sjaland er natturulega bara alveg "most" ad sja:D haha
-en i bakaleidinni tha geturdu flogid beint heim fra NY, tharft ekkert ad fara til London og svo heim:) en hafdu annars bara gott, sjaumst fljotlega:)