Já, ég er lélegur bloggari ég veit. En eins og ég sagði í byrjun ársins ætlaði ég ekkert að vera rosalega dugleg að blogga. :)
Skólinn að verða búinn, bara ein vika eftir. Sem er eins gott því námsleiðinn er að ná svo þvílíkum tökum yfir mér að ég er nánast að panicka! Ég vil ekki vera svona löt, en læt samt of mikið eftir mér. Svo sé ég náttúrulega eftir því eftirá.... Úff, það verður fínt að komast í frí fram í janúar!
Skellti mér í sund með Kristjönu í dag og við stöllur syntum sko allavega 1 km! Sem er afrek að synda í sjóðheitri lauginni á sunnudögum skal ég segja ykkur! Ég var svo máttlaus af að synda í þessum hita að þegar við vorum að verða búnar með æfinguna á töflunni, þá gat ég varla meira. Ofaná það fer svo að ég hef ekki synt síðan síðasta haust!
En sundið er gott. Og hver veit nema að ég reyni eina ferðina enn í haust? Ég elska nefnilega að synda! ;)
Hmm, kannski gott að minnast á það að myndavélin mín er í slæmu standi eins og er. Hún fór í gólfið á páskunum og er e-ð biluð greyið. Jæja, ég ætla að taka hana með á næstu helgi á lokaballið og fótboltahitting (ef verður) og sjá hvað mín getur. Ef hún er ónýt, þá held ég barasta að ég verði myndavélalaus fram að jólum! Nema að ég detti niður á gott tilboð þar sem ég verð ekki í skólanum í haust. Only time will tell...
Annars styttist í fyrsta fótboltaleik sumarsins! Ég er ekkert lítið stressuð skal ég segja ykkur! Ég vona bara að það verði nóg af leikmönnum svo að ég þurfi ekki að byrja inná... Ég veit ekki af hverju en ég vil helst bara vera á bekknum þennan fyrsta leik. :) Náttúrulega ekki allan leikinn! Bara svona til að byrja með :) Huh, ég meika örugglega ekkert sens.
Oh well. Ég er frekar þreytt eftir þennan sundsprett í dag. Svo verð ég að fara að drífa mig að skúra áður en ég fer að gera e-ð skilaverkefni í stæ 313. Jæja, ertu sátt við þetta blogg Sandra mín? ;)
Sayonara, Anna María
sunnudagur, apríl 22, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Annaaaa.. þú átt ekki að vonast til að ´þú byrjir ekki inná því þú verður að reyna að vinna þig inní byrjunarlið! þú getur þetta alveg og þú verður bara að hafa trú á þér :)
kveðja Halla Björg
Ég er sátt med tig Anna mín;) hehe
En mér finnst einsog tú aettir ad prufa sundid og svo tegar ég kem heim skal ég kannski byrja líka;)(hugsanlega) tú ert med svo mikid keppnisskap ad tú átt alveg eftir ad meika tad í fótboltanum í sumar;)
kv. Sandra stóra fraenka;)
Skrifa ummæli