Jæja, nú er komið að því sem örugglega margir hafa beðið eftir. Eftir að hafa unnið í Bónus í heil 3 ár, þá er ég búin að segja upp. Það verður vægast sagt skrítið að vera ekki að vinna þarna lengur! Kynntist svo mörgum og átti margar góðar stundir þarna. En núna er kominn tími til að breyta aðeins til svona rétt áður en maður fer útí hinn stóra heim að prófa sem mest.
Ég man samt ennþá eftir fyrsta deginum mínum í Bónus, eins og hann hafi gerst í gær bara. Valdís kenndi mér á kassa og ég man að hún var nefmælt því hún var svo kvefuð. hehe Ég og Sandra vorum svo saman að vinna og ég byrjaði kl. 9 laugardaginn 27. mars 2004! (Dagssetninguna man ég reyndar bara útaf e-i skilavörubók þar sem ég hafði skrifað í fyrsta daginn minn :p Fletti í gegnum hana seinna og lagði daginn á minnið)
Skemmtilegt þetta! Ég hætti s.s. eiginlega núna á laugardaginn, en það getur verið að ég vinni 1-2 sunnudaga í biðbót, eftir því hvort þau vilja að ég þjálfi annan í sunnudagana eða ekki. Kemur í ljós. Svo byrja ég í apótekinu í maí þannig að í svona 2-3 vikur verð ég atvinnulaus í fyrsta skipti í 3 ár! Mjög skrýtin tilfinning.
Annars. Skjaldbökur. Eða betur þekkt sem Turtles fyrir þá flesta, ef ekki alla, sem lesa þetta blogg. Ef e-r eru. Hver man ekki eftir þessu æði? Ég man allavega mjög vel eftir því, bíómyndunum, teiknimyndunum og öllu draslinu sem fylgdi með. Ég átti tösku og tannburstaglas man ég. Og uppáhaldskallinn minn var, að mig minnir, Raphael. Gaurinn með rauða bandið (surprise, rauður uppáhaldsliturinn minn....).
Ég las grein í DV í gær að þetta væri allt að koma aftur, ný mynd, ný teiknimyndasería og allt tilheyrandi. Frændsystkini mín eru farin að tala um þetta! Um e-ð sem ég var með þvílíkt æði fyrir þegar ég var yngri! Mér finnst þetta alveg ótrúlega fyndið og skemmtilegt! Æðin ganga beinlínis í hringi, rétt eins og tískan.
En það sem mér fannst fyndnast við greinina í blaðinu er að ég las um hverja og eina skjaldböku. Að sjálfsögðu byrjaði ég á mínum uppáhalds og það kom mér svolítið á óvart. Það var sagt að hann væri bráður í skapinu og alltaf fyrstur af stað í action!! .... Valdi ég s.s. kallinn sem ég yrði svo langlíkust þegar ég myndi eldast?! hahaha Það finnst mér alveg frábært. S.s. Raphael skjaldbaka er fyrirmyndin mín frá í barnæsku ;)
Segjum þetta gott í bili. Langt síðan ég bloggaði síðast maður! Dugir þetta út næsta mánuðinn, eða vill e-r annað blogg? :) Tjah, allavega:
GLEÐILEGA PÁSKA!!
Anna María
miðvikudagur, apríl 04, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Hafðu það gott um páskana sæta!:)
Haha.. ;) ég man svo innilega eftir Turtles! :) ég man að ég átti stórann sleikjóapoka með myndum af The Turtles á og ég man ennþá hvað þeir voru góðir á bragðið. og ég man meira að segja hvar þeir voru geymdir.. því að maður stalst jú alltaf í einn og einn! :D
Fyndið að þetta sé allt að koma aftur! :)
Kv.Sigrún Eva
Já mér finnst soldið fyndið að þetta sé að koma aftur! Minnir að græni karlinn hafi veri uppáhaldið mitt!:)
En ég vil sjá annað blogg .. svona eftir reykjavíkurferðina eða eitthvað !:)
Kv. Halla Björg
iss tú ert naestum lélegri bloggari en ég Anna Panna;) en annars jamm man mjog vel eftir turtles.. man samt bara eftir tví ad braedur mínir fíludud tá í taetlur en ekki hvort ég horfdi mikid á tá?
kv sandra
Skrifa ummæli