mánudagur, maí 07, 2007

Blogg?

Sisi, ég skal blogga fyrir ykkur. Ekkert mikið merkilegt að gerast, svo að ég hef lítið um að blogga. Þetta er búin að vera algjör letihelgi hjá mér. Enginn bolti og ekkert að læra! Ljúfa líf. :D Það var bara setið heima og chillað, horft á sjónvarpið og svona.

Jah, er að sjálfsögðu í miðjum lokaprófum núna, búin með 2 og 3 eftir. Verð að taka fjandans efnafræðin í súkraprófi af því að jarðfræði fjarnámið lenti í árekstri við efnafræðina, þannig að ég er ekki búin fyrr en 18. maí, í staðinn fyrir þann 9. maí. :( Verð byrjuð að vinna og svona þá, en þetta reddast allt saman. :) Ætla bara að byrja að læra núna á helginni.

Fyrsti fótb. leikurinn er eftir tæpar 2 vikur! Trúi því varla að það sé svona stutt, ég er farin að verða svona nett stressuð.

Eitt sem mér finnst samt skrítið er að þegar ég er búin í síðasta prófinu, verð ég ekkert almennilega í skólanum fyrr en í janúar! Ég kem svona einstaka sinnum kannski af því að ég verð í einum áfanga í dreifnámi, annars verð ég ekki dagskólanemandi. Mér finnst MJÖG skrítið að hugsa útí það að vera ekki alltaf mætt þarna klukkan 8 á morgnana, alla virka daga. :) En ég verð mætt kannski 8 annars staðar í staðinn. Vinnuna. Hvar sem ég verð að vinna í haust.

Ég er samt að reyna að safna pening fyrir Ástralíuferðina. Þótt að það sé alveg heilt ár í hana, þá munar það samt svo miklu að eiga þennan pening. Meirihlutinn af orlofinu mínu fer líklega í Ástralíu-sjóðinn. Ef ekki bara eiginlega allur. Maður verður að eiga pening ef maður ætlar að ferðast mikið ;)

Jæja, ætla ekki að hafa þetta lengra. Veit ekki hvenær ég blogga aftur, en ætla að láta þessa spurningu vera fram að því:

Ætliði að breyta mér í linkum hjá ykkur? Ég ætla að fara að taka upp 123.is síðuna mína. :) --> www.123.is/kiddow88 Nenni ekki að hafa blogspot lengur.

Anna María

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ sæta!.. alltof langt siðan ég hef séð þig! .. en mér líst vel á þig að vera að breyta yfir í 123 .. ég breyti þér bara núna :).. þurfum að fara að hittast, annars verðum við líka saman í vinnu í allt sumar sem verðum ljúft :)kveðja Halla Björg