Jáh, þar sem ég missti af mínu eigin prófi í Líf 113 í dag vegna veikinda, þá ákvað ég að skella inn hérna prófi sem ég tók á síðunni hennar Hönnu. Hún er örugglega alveg æst í að taka þetta! hehe segi svona ;) Annars, endilega spreytið ykkur á þessu. Þetta er nú samt meira könnun en próf. En ekki veitir nú af bloggi!
1. Miðnafnið þitt:
2. Aldur:
3. Single or Taken:
4. Uppáhalds bíómynd:
5. Uppáhalds lag:
6. Uppáhaldshljómsveit:
7. Dirty or Clean:
8. Tattoo eða göt:
9. Þekkjumst við persónulega?
10. Hver er tilgangurinn með lífinu?
11. Myndiru bakka mig upp í slagsmálum?
12. Myndiru þaga yfir leyndarmáli ef það skipti mig máli?
13. Besta minningin þín um okkur?
14. Myndir þú gefa mér nýra?
15. Segðu eitthvað skrýtið um þig:
16. Myndir þú hugsa um mig ef ég væri veik?
17. Getum við hist og bakað köku?
18. Hefuru heyrt kjaftasögu um mig nýlega?
19. Talaru eða hefuru talað illa um mig?
20. Finnst þér ég góð manneskja?
21. Myndir þú keyra með mér hringinn í kringum landið?
22. Finnst þér ég aðlaðandi?
23. Hverju myndiru vilja breyta í mínu fari?
24. Í hverju sefuru?
25. Kæmiru í heimsókn af tilefnislausu, bara til að chilla?
26. Myndir þú koma á stefnumót ef ég myndi bjóða þér?
27. Ef ég ætti einn dag ólifaðann, hvað myndum við gera?
28. Ætlaru að setja þetta á þína síðu svo ég geti fyllt þetta út?
Elskiði mig ekki alveg hreint? Kem með svo skemmtilega hluti inná þessa síðu!
Anna María
miðvikudagur, febrúar 28, 2007
Tattú
Jáh, nú ætlið þið að hjálpa mér lesendur góðir. Ég er að spá í að fá mér tattú á hægri innanverðan ökklann. Veit ekki hvort það verður í ár eða á næsta ári þar sem ég ætla að fá mér sporðdrekann fyrst núna næst þegar ég fer suður (hvenær sem það verður). Allavega, ég fór að spá í gær hvað ég ætti að fá mér á innanverðan ökklann og datt í hug að fá mér eitt svona lítið tákn, keltneskt, japanskt eða ásatrúar.
Ég fór að skoða og fann að lokum 3 sem ég væri alveg til í að hafa.



Það fyrsta er bara einfalt keltneskt hjarta, númer tvö er þríhorn Óðins sem táknar visku eða e-ð álíka og síðasta táknið er japanska og táknar kona. :) Svo... Kjósið nú. Hvað ég að fá mér seinna meir? Er að spá í þessu sem jólagjöf til mín núna fyrir næstu jól, þó að það sé svolítið langt í það. :p
Og læt þessa fljóta með. Sporðdrekinn sem ég er að spá í að láta á vinstri öxlina.

Anna María
Ég fór að skoða og fann að lokum 3 sem ég væri alveg til í að hafa.



Það fyrsta er bara einfalt keltneskt hjarta, númer tvö er þríhorn Óðins sem táknar visku eða e-ð álíka og síðasta táknið er japanska og táknar kona. :) Svo... Kjósið nú. Hvað ég að fá mér seinna meir? Er að spá í þessu sem jólagjöf til mín núna fyrir næstu jól, þó að það sé svolítið langt í það. :p
Og læt þessa fljóta með. Sporðdrekinn sem ég er að spá í að láta á vinstri öxlina.

Anna María
fimmtudagur, febrúar 22, 2007
London, what else?
Já ég prófaði að taka þetta test sem ég sá hjá Valdísi. Hún á víst vel í New York borg, en ég fékk mína uppáhaldsborg í heimi (allavega hingað til) LONDON! :D
Mér finnst þetta ótrúlega skondið því ég ELSKA London! Þeir sem voru sem mest með mér síðasta sumar fengu að heyra meira en nóg af því ;) En á eftir einu prófi fylgja önnur og auðvitað
verð ég að setja inn aðeins fleiri niðurstöður. :) Svona til að lífga uppá síðuna. :)
Jæja þetta er nóg í bili. Passar e-ð af þessu við mig Halla? ;)
Anna María
You Belong in London |
![]() |
What City Do You Belong In?
Mér finnst þetta ótrúlega skondið því ég ELSKA London! Þeir sem voru sem mest með mér síðasta sumar fengu að heyra meira en nóg af því ;) En á eftir einu prófi fylgja önnur og auðvitað
verð ég að setja inn aðeins fleiri niðurstöður. :) Svona til að lífga uppá síðuna. :)
You Are Fall! |
![]() |
What Season Are You?
You Are 24% Girly |
![]() |
How Girly Are You?
You Should Wear a Bomber Jacket |
![]() |
What Leather Jacket Should You Wear?
You Are A Little Snobby |
![]() |
Are You a Snob?
Jæja þetta er nóg í bili. Passar e-ð af þessu við mig Halla? ;)
Anna María
mánudagur, febrúar 19, 2007
Í þá gömlu góðu daga...
Jáh, ég var að taka til í skúffunni minni núna í gær, þegar ég átti að vera að læra fyrir EFN 203 próf btw, og rakst á tvær skemmtilegar myndir. Bekkjarmynd frá fyrsta bekk og leikskólamynd. Og vá hvað allir hafa stækkað og breyst. Ég tók mynd af mynd til að blogga hehe
Leikskólinn. Líklega tekið í kringum... '92-'93
Leikskólinn. Líklega tekið í kringum... '92-'93


Hvar er ég?
Anna María
þriðjudagur, febrúar 13, 2007
Læknirinn
Já, ég er búin að hugsa svolítið mikið um framtíðina mín núna uppá síðkastið. Ég á nú einu sinni bara rúmt ár eftir þangað til að ég er útskrifuð úr menntaskóla. Svolítið snemmt að hugsa út í þetta myndi sumum finnast, en vitiði ég er bara þannig manneskja að ég verð að spá í svona hlutum snemma. :)
Mig langar alveg ótrúlega mikið til að vera læknir. Mér finnst gaman að læra anatómíuna (líffærafræði) og að kunna skil á hinu og þessu varðandi af hverju það gerist, einkenni og þess háttar. Eina sem ég er hrædd við er að ég nái ekki inn í skólann, eða að ég eigi ekki eftir að geta þetta. Mig vantar trú á sjálfa mig í þetta starf! Samt er áhuginn fyrir hendi, enda held ég að það segi sitt að LOL sé í mesta uppáhaldi núna og ég fæ hæstu einkunnirnar þar af öllum fögunum mínum.
Hvað get ég þá gert ef ég get ekki verið læknir? Maður verður að hugsa útí það líka. Margt poppar upp í hausnum á mér. T.d. líffræðingur (helst á Galapagos, því þar er svo sérstakt dýralíf), geimfari (litlar líkur, en hey ég get látið mig dreyma!), stjörnufræðingur (eini gallinn við það er eðlisfræðin....) og leikskólakennari (sem ætti nú ekki að vera svo erfitt). Þetta eru svona helstu störfin sem ég hef hugsað útí undanfarið. Tjah, ef ég get ekki orðið læknir, þá gæti ég hinsvegar orðið hjúkka eða sjúkraliði. Það er spurning.
En draumurinn er samt að ljúka læknanámi, hvort sem það er hér eða annars staðar, og fara út sem Læknir án landamæra. Ferðast og hjálpa bágstöddu fólki í heiminum. Örugglega erfitt, en gefandi starf. Eftir allt saman finnst mér gaman að ferðast og koma á nýja staði, því ekki að nota annan áhuga í leiðinni og gera þetta saman. Ég bara verð að geta þetta!
Jájá, skemmtilegar hugsanir. Well, árshátíðin er á föstudaginn, partý hjá Þóri á laugardaginn og frí í vinnunni hjá mér alla helgina svo að ég býst við rosalegri djamm helgi hjá mér!
Chiao, Anna María
Mig langar alveg ótrúlega mikið til að vera læknir. Mér finnst gaman að læra anatómíuna (líffærafræði) og að kunna skil á hinu og þessu varðandi af hverju það gerist, einkenni og þess háttar. Eina sem ég er hrædd við er að ég nái ekki inn í skólann, eða að ég eigi ekki eftir að geta þetta. Mig vantar trú á sjálfa mig í þetta starf! Samt er áhuginn fyrir hendi, enda held ég að það segi sitt að LOL sé í mesta uppáhaldi núna og ég fæ hæstu einkunnirnar þar af öllum fögunum mínum.
Hvað get ég þá gert ef ég get ekki verið læknir? Maður verður að hugsa útí það líka. Margt poppar upp í hausnum á mér. T.d. líffræðingur (helst á Galapagos, því þar er svo sérstakt dýralíf), geimfari (litlar líkur, en hey ég get látið mig dreyma!), stjörnufræðingur (eini gallinn við það er eðlisfræðin....) og leikskólakennari (sem ætti nú ekki að vera svo erfitt). Þetta eru svona helstu störfin sem ég hef hugsað útí undanfarið. Tjah, ef ég get ekki orðið læknir, þá gæti ég hinsvegar orðið hjúkka eða sjúkraliði. Það er spurning.
En draumurinn er samt að ljúka læknanámi, hvort sem það er hér eða annars staðar, og fara út sem Læknir án landamæra. Ferðast og hjálpa bágstöddu fólki í heiminum. Örugglega erfitt, en gefandi starf. Eftir allt saman finnst mér gaman að ferðast og koma á nýja staði, því ekki að nota annan áhuga í leiðinni og gera þetta saman. Ég bara verð að geta þetta!
Jájá, skemmtilegar hugsanir. Well, árshátíðin er á föstudaginn, partý hjá Þóri á laugardaginn og frí í vinnunni hjá mér alla helgina svo að ég býst við rosalegri djamm helgi hjá mér!
Chiao, Anna María
sunnudagur, febrúar 04, 2007
OK Go - Here It Goes Again
Svona aðeins til að koma þessu leiðinda reiðibloggi neðar þá verð ég að pósta þessu! Þetta er bara of fyndið og frábært! Gott lag líka! :D Hrein snilld!
þriðjudagur, janúar 30, 2007
Tasukete!
Tasukete! Tasukete!* Ég er orðin háð anime! Byrjaði allt þegar ég fékk ælupest hérna um daginn og horfði á fyrstu þættina í seríunni Ouran High School Host Club. Eftir að hafa séð þá, var ekki aftur snúið. Ég dýrkaði þá! Enda eyddi ég restinni af vikunni í að horfa á þættina og gerði það á öllum mögulegum tímum. Skólinn fékk að sitja aðeins á hakanum... úpsí!
Já ég ákvað að skella inn einu bloggi fyrir þær Söndru og Höllu. Veit samt ekkert hvað ég á að segja? Oh jú! Er komin með enn annan fótboltaþjálfara! (Yokatta!*) Sá síðasti var ekki langlífur... En núna verður Karitas fimmti þjálfarinn minn á innan við TVEIM ÁRUM! Vá... ég æfði sund í átta ár og trúið mér, ég var einungis með 4 þjálfara í allan þann tíma. (Fór tvisvar upp um hóp og alas, skipti um þjálfara). En 5 á tveim árum.... úff. Aldrei lifað annað eins.
Er komin með svolítinn námsleiða, en samt bara í ákveðnum fögum. Er hætt að nenna að læra og jafnvel gera skilaverkefni sem er ekki nógu gott! Ég reyni að neyða mig í að gera þetta en letin er yfirsterkari.
Svo er það sumarið... Ég veit ekki hvað verður. Ég er löngu búin að senda ferilskrána í Glitni og krossa fingur um að ég fái starfið. Eini gallinn við það er að ég þarf líklega að mála mig þannig að ég er á báðum áttum um hvað ég á að gera? Kannski best að halda sig í Bónus, sérstaklega ef ég fæ launahækkun núna um áramótin... Hmm. Ég er lost.
Já ég veit ekki hvað ég á að segja meira. Hver veit hvenær ég blogga næst? Just when I feel like it or am bored! Yare yare!*(kaldhæðnislegur tónn)
Anna María
*Tasukete: Hjálp, bjargið mér Yokatta: Fjúff (what a relief, kann ekki betra orð á íslensku) Yare yare: Húrra! Miðað við þýðingar sem ég fann á e-i síðu. Gísli getur kannski sagt hvort þetta sé vitlaust eða hvað?
Já ég ákvað að skella inn einu bloggi fyrir þær Söndru og Höllu. Veit samt ekkert hvað ég á að segja? Oh jú! Er komin með enn annan fótboltaþjálfara! (Yokatta!*) Sá síðasti var ekki langlífur... En núna verður Karitas fimmti þjálfarinn minn á innan við TVEIM ÁRUM! Vá... ég æfði sund í átta ár og trúið mér, ég var einungis með 4 þjálfara í allan þann tíma. (Fór tvisvar upp um hóp og alas, skipti um þjálfara). En 5 á tveim árum.... úff. Aldrei lifað annað eins.
Er komin með svolítinn námsleiða, en samt bara í ákveðnum fögum. Er hætt að nenna að læra og jafnvel gera skilaverkefni sem er ekki nógu gott! Ég reyni að neyða mig í að gera þetta en letin er yfirsterkari.
Svo er það sumarið... Ég veit ekki hvað verður. Ég er löngu búin að senda ferilskrána í Glitni og krossa fingur um að ég fái starfið. Eini gallinn við það er að ég þarf líklega að mála mig þannig að ég er á báðum áttum um hvað ég á að gera? Kannski best að halda sig í Bónus, sérstaklega ef ég fæ launahækkun núna um áramótin... Hmm. Ég er lost.
Já ég veit ekki hvað ég á að segja meira. Hver veit hvenær ég blogga næst? Just when I feel like it or am bored! Yare yare!*(kaldhæðnislegur tónn)
Anna María
*Tasukete: Hjálp, bjargið mér Yokatta: Fjúff (what a relief, kann ekki betra orð á íslensku) Yare yare: Húrra! Miðað við þýðingar sem ég fann á e-i síðu. Gísli getur kannski sagt hvort þetta sé vitlaust eða hvað?
sunnudagur, janúar 07, 2007
Mörgæs!
Ég varð bara að taka smá pásu á pásunni minni! Ég verð að koma þessu frá mér! :D
Ég var að horfa á March of the Penguins um daginn og var að springa, þessar verur eru svo mikil krútt! Þannig að ég fór að spá, ætli það sé hægt að hafa mörgæs sem gæludýr? Og þá meina ég svona keisaramörgæs eins og í myndinni? :D Því þetta eru stór dýr og þau lifa lengi en maður þarf ekkert að gefa þeim oft að borða. Reyndar á tveggja mánaða fresti og svolítið mikið í einu, en ég meina... Bara henda þeim útí sjó og svo koma þær aftur saddar!
Veit ekki af hverju, en mig langar í mörgæs! Ég vil mörgæs sem gæludýr :D Sem vaggar hérna fram og til baka um ganginn og gargar ógeðslega leiðinlega hehe Jah, keisaramörgæsin er reyndar kannski svolítið stór, en þá gæti ég bara fengið mér öðruvísi sem eru miklu skemmtilegri!
Jæja Halla, eitt stutt blogg fyrir þig. ;) Um mörgæsir...
Anna María - skólinn byrjaður á ný, tvær annir eftir!
Ég var að horfa á March of the Penguins um daginn og var að springa, þessar verur eru svo mikil krútt! Þannig að ég fór að spá, ætli það sé hægt að hafa mörgæs sem gæludýr? Og þá meina ég svona keisaramörgæs eins og í myndinni? :D Því þetta eru stór dýr og þau lifa lengi en maður þarf ekkert að gefa þeim oft að borða. Reyndar á tveggja mánaða fresti og svolítið mikið í einu, en ég meina... Bara henda þeim útí sjó og svo koma þær aftur saddar!
Veit ekki af hverju, en mig langar í mörgæs! Ég vil mörgæs sem gæludýr :D Sem vaggar hérna fram og til baka um ganginn og gargar ógeðslega leiðinlega hehe Jah, keisaramörgæsin er reyndar kannski svolítið stór, en þá gæti ég bara fengið mér öðruvísi sem eru miklu skemmtilegri!
Jæja Halla, eitt stutt blogg fyrir þig. ;) Um mörgæsir...
Anna María - skólinn byrjaður á ný, tvær annir eftir!
þriðjudagur, janúar 02, 2007
Gleðilegt nýtt ár!
Í tilefni af nýju ári ætla ég að taka mér pásu varðandi þessa síðu. :) Vona að þið hafið notið hátíðanna!
Anna María
Anna María
föstudagur, desember 22, 2006
Föstudagur... Again
Já ég bloggaði víst síðast síðasta föstudag. Er ekki alveg að standa mig í þessu er það? O jæja. Það er nú ekkert mikið að frétta heldur. Er bara að vinna og vinna, bíða eftir jólunum. Fá bókina frá ömmu, geisladiskinn frá Elisubeth og DVD myndina frá Söndru :P
Ég hafði e-ð voða merkilegt að blogga um hérna um daginn, en það er löngu gleymt. Ég var hinsvegar að kíkja á nýju stundatöfluna áðan og er ekki par sátt! Er bara í 4 fögum, 12 einingum, og billjón eyðum! Ég ætla að reyna að fara í P-áfanga í 2 öðrum fögum og setja íþróttir í árekstur. Vona að það takist! *krossa fingur*
Las annars góðar fréttir fyrir mig í gær! Búið að gefa út titilinn á næstu Harry Potter bókinni, eða Harry Potter and the Deathly Hallows. Hmmm, það verður spennandi að lesa! Er eins og er að lesa 6. bókina í annað skipti. Alveg að verða hálfnuð.
En vá jólin eru ekki á morgun heldur hinn! Djöfull andskoti er þetta fljótt að líða! Fuck! Ekki að ég kvarti nú undan jólunum, góður matur og gjafir. Bara hvað tíminn virðist bókstaflega hlaupa frá manni.
Jáh, merkilegt blogg ekki satt? Well. Ég veit ekkert hvað ég á að segja meira þannig að ég kveð bara og fer að lesa. Chiao.
Anna María
Ég hafði e-ð voða merkilegt að blogga um hérna um daginn, en það er löngu gleymt. Ég var hinsvegar að kíkja á nýju stundatöfluna áðan og er ekki par sátt! Er bara í 4 fögum, 12 einingum, og billjón eyðum! Ég ætla að reyna að fara í P-áfanga í 2 öðrum fögum og setja íþróttir í árekstur. Vona að það takist! *krossa fingur*
Las annars góðar fréttir fyrir mig í gær! Búið að gefa út titilinn á næstu Harry Potter bókinni, eða Harry Potter and the Deathly Hallows. Hmmm, það verður spennandi að lesa! Er eins og er að lesa 6. bókina í annað skipti. Alveg að verða hálfnuð.
En vá jólin eru ekki á morgun heldur hinn! Djöfull andskoti er þetta fljótt að líða! Fuck! Ekki að ég kvarti nú undan jólunum, góður matur og gjafir. Bara hvað tíminn virðist bókstaflega hlaupa frá manni.
Jáh, merkilegt blogg ekki satt? Well. Ég veit ekkert hvað ég á að segja meira þannig að ég kveð bara og fer að lesa. Chiao.
Anna María
föstudagur, desember 15, 2006
Úff
Jæja, prófin búin og eintóm vinna og leti framundan! :D Ég er búin að annaðhvort kaupa allar jólagjafirnar eða taka þær frá! Stóðst ekki mátið að kaupa mér 1. þáttaseríun af Dead Like Me í BT í gær fyrst að ég fann mér ekki tölvuleik sem hentaði óskum mínum þá. Hefði hvorteðer örugglega lítið spilað leikinn þannig að... Even better!
Oh ég vil líta svona út ennþá! Why oh WHY hætti ég að æfa sund?!

Vinnan er búin að vera fín. Up and down as always. En ég meina, allir dagar geta ekki verið fullkomnir ekki satt? Um daginn langaði mig í nýja vinnu en strax daginn eftir fannst mér bara gaman í vinnunni! Ótrúlegt.
Jólin að koma. Ég trúi því ekki að það sé svona fljótt að líða! Ótrúlegt en satt á ég mynd af öllum gjöfunum í fyrra og ætla að setja hana í endann á blogginu. Tók hana af því að ég var að sýna vinum mínum í útlöndunum hvað ég fékk í jólagjöf.
Ég trúi ekki að ég eigi bara tvær annir eftir af skólanum! Ég er að verða hundgömul! Nei okay ekki alveg, mig hlakkar reyndar svolítið til að komast héðan í smátíma! :D
Er með þvílíkar harðsperrur eftir smá puð og púl hjá Valdísi og Karitas á æfingu í gær. Vorum bara fjórar, Önnurnar, Valdís og Karitas en það var ekkert slakað á. Gerðum allskonar æfingar fyrir maga, læri og rass. Ég get varla lyft höndunum ég er svo stíf! Ég fékk samt að skjóta inn einni æfingu frá því ég var í sundinu sem var hreinasta píníng þá!
Ég verð bara að skjóta því inn að stundum getur maður orðið hissa á fólki. Lygi. Lygi getur verið saklaus og bara til að koma sér undan e-u, en stundum getur hún verið stingandi og endað leiðinlega. Ég viðurkenni að ég ljúgi. Ég segist t.d. vera að læra heima þegar ég er í rauninni ekki að því. Hvít lygi, það er e-ð sem langflestir nota ekki satt? En að ljúga uppá mann e-u sem maður hefur ekki gert svo að það komi illa niður á manni er hrein illigirni! Hefnd. Af hverju kemur fólk ekki hreint að manni og gerir sín mál klár? Ég er farin að reyna það attitude, þó það virki ekki stundum ég viðurkenni það alveg. En fyrst maður er nú e-ð pirraður eða ósáttur við manneskjuna þá ætti maður sem helst að reyna að tala um málin áður en maður fer að ásaka fólk. Æji, svona pirrar mig bara. En það er óþarfi að spurja útí þetta í komment, þeir sem vita um þetta mál vita um þetta. Peace out. hehe
Hmm, æji leiðinlegt að enda blogg á svona hugsunum! Ég vil ekki enda það svona! Jæja, ég og Sandra skelltum okkur í BT í dag eftir að hafa verið hleypt heim úr vinnunni (frekar sendar því það var ekkert að gera hihi) og ég keypti afmælis og jólagjöf OG DVD mynd handa mér! Ég er að segja ykkur það að þá að halda mér frá þessari búð! Í næstum hvert einasta skipti sem ég fer þangað inn kem ég út með e-ð eða er búin að taka e-ð frá. Ég er VEIK fyrir þessu! Ég á eftir að eiga stóóóóóórt DVD safn þegar ég verð eldri. Ég er sko alveg viss um það haha Komið á vídjóleiguna til mín! Nei segi svona.
Betra. Jæja hér kemur svo myndin frá síðustu jólum. :)


Póstaði þessu með af því ég fann hana á myndasíðunni minni haha Back in the days.... held að þetta sé í 9. bekk. Uppáhaldsbuxurnar mínar *sniff*
Anna María
mánudagur, desember 04, 2006
Skólinn búinn, prófin byrjuð
Lélegur bloggari, en enginn virðist kippa sér upp við það. :) Skólinn var búinn síðasta miðvikudag. Gerði ekki baun í skólanum fyrir utan lol-prófið þar sem að rafmagnið fór og var ekki í rúma tvo tíma. En það kom tímanlega fyrir prófið mér til mikils léttis. Mér gekk geðveikt vel í prófinu og fékk ég hvorki meira né minna en 9,9! Munaði bara 0,1! hehe djöfull. En ég slepp við lol prófið þannig að ég þarf bara að taka 3. Stæ 503, Eðl 103 og Þýs 303. Búin með stærðfræðina (YEEEESSS!!!!!!!) og hin tvö eftir. Á fimmtudaginn og næsta mánudag. Svo er ég búin! Sjibbí!
Er byrjuð að vinna á fullu og ætla mér sko að ná í mikinn pening í jólafríinu! Það er búið að vera ágætt í vinnunni bara. Frekar mikið stuð eiginlega þar sem við tókum uppá því á föstudaginn að spila í kaffitímunum og núna eru þeir bara OF fljótir að líða! Rakki og þristur eru aðalspilin eins og er og verður maur að passa sig mjög vel ef maður ætlar ekki að sitja of lengi í kaffi ;) Það er mjög gaman er ég að segja ykkur! hehehe
Boltinn er búinn að sitja á hakanum núna síðustu vikuna. Ég komst ekki í dag því ég var að vinna og gleymdi æfingunni í gær því ég var að læra og sofnaði svo síðasta fimmtudag og vaknaði þegar æfingin var meira en hálfnuð! Það er ekki alveg nógu sniðugt! En jæja.
Búið að kjósa um 3. bekkjar ferðina og vildu flestir til Mallorca. Er að reyna að leggja fyrir og vera dugleg að safna pening núna fyrir Ástralíu ferðina. Hún verður sko ekki ódýr! En verður VEL þess virði því það verður svo ógeðslega gaman! Svo er ég orðin styrktarforeldri, eða skráði mig í það á föstudaginn eftir að hafa horft á rauða nefið sem hafði þvílík áhrif á mig. Jólatónleikar á næstunni og jólin að koma! Djöfull líður tíminn hratt. Ú já og núna er photoshop eða teikniblokkin málið hjá mér ef mér leiðist!
Jæja nenni ekki að röfla meira, því man ekki sniðuga bloggið sem ég var komin með um daginn. Blogga aftur eftir viku....
Anna María
Er byrjuð að vinna á fullu og ætla mér sko að ná í mikinn pening í jólafríinu! Það er búið að vera ágætt í vinnunni bara. Frekar mikið stuð eiginlega þar sem við tókum uppá því á föstudaginn að spila í kaffitímunum og núna eru þeir bara OF fljótir að líða! Rakki og þristur eru aðalspilin eins og er og verður maur að passa sig mjög vel ef maður ætlar ekki að sitja of lengi í kaffi ;) Það er mjög gaman er ég að segja ykkur! hehehe
Boltinn er búinn að sitja á hakanum núna síðustu vikuna. Ég komst ekki í dag því ég var að vinna og gleymdi æfingunni í gær því ég var að læra og sofnaði svo síðasta fimmtudag og vaknaði þegar æfingin var meira en hálfnuð! Það er ekki alveg nógu sniðugt! En jæja.
Búið að kjósa um 3. bekkjar ferðina og vildu flestir til Mallorca. Er að reyna að leggja fyrir og vera dugleg að safna pening núna fyrir Ástralíu ferðina. Hún verður sko ekki ódýr! En verður VEL þess virði því það verður svo ógeðslega gaman! Svo er ég orðin styrktarforeldri, eða skráði mig í það á föstudaginn eftir að hafa horft á rauða nefið sem hafði þvílík áhrif á mig. Jólatónleikar á næstunni og jólin að koma! Djöfull líður tíminn hratt. Ú já og núna er photoshop eða teikniblokkin málið hjá mér ef mér leiðist!
Jæja nenni ekki að röfla meira, því man ekki sniðuga bloggið sem ég var komin með um daginn. Blogga aftur eftir viku....
Anna María
þriðjudagur, nóvember 28, 2006
1 DAGUR!!
Já Halla mín núna er bara einn dagur eftir! Eins gaman og er nú búið að vera þessa önn í skólanum, hef ég verið ansi eirðarlaus síðustu daga. Nenni ekki að læra eða neitt og bíð bara eftir að skólinn sé búinn. Núna er bara einn dagur eftir!! Og ég komst að því í dag að ég fékk 9 fyrir ritgerðina í sögu og slepp þar af leiðandi við próf með mætingu uppá akkurat 95%! fjúff. Svo ræðst þetta með lol-ið á morgun þar sem ég fer í síðasta hlutaprófið. Úlala. Vona að mér gangi vel því þá þarf ég bara að taka 3 próf :D
Nýbúin að lita hárið dökkt, tekið rétt eftir Maiden tónleikana.... ahh minningar :D

Ljóshærð í Kensington garði í Ágúst, með stutt hár í þokkabót.
Tók reyndar eftir í skólanum í dag, held í hádeginu eða frímínútum, að allir 1. og 2. árs nemarnir voru e-ð voða æstir og ánægðir að fá einkunnir og komast að því hvort þeir sluppu við próf eða ekki, en við 3. og 4. árs nemar vorum e-ð voða þreytuleg og biðum bara eftir prófunum, enda ekkert eins mikið að sleppa við þegar maður er kominn svona langt. :) Maður berst bara við að falla ekki. Fannst svolítið skondið að hugsa útí það líka að ég á tvær annir eftir og ég er útskrifuð úr menntaskóla og á leið til Ástralíu! Ég á erfitt með að trúa að það sé svona stutt í það.... En mig hlakkar ekkert lítið til!
Er að læra fyrir lol-prófið núna, en ákvað að skella inn einu bloggi. Ég komst að því á æfingu í gær að ég get ekki hoppað tvífætis yfir e-r litlar grindur! Sérstaklega ekki þegar það er stutt á milli þeirra. Bæði get ég ekki beygt hnén nóg og Ingi heldur að ég hafi ekki sprengikraftinn. Að ég verði að þjálfa hann upp. Jæja, við prófum það þá. Samt var ein æfing ógeðsleg sem Birkir lét okkur gera! Lét okkur allar 6 fara á þykku mjúku dýnuna og hlaupa í mínútu með hnén hátt og það var svo erfitt að ég hélt að ég ætlaði að líða útaf! Viðbjóðslega erfitt. En góð æfing. Eins og Lísa sagði, manni leið eins og maður væri kominn í herinn hehe
Jæja, Benni að koma á helginni og 1. des hátíðin á föstudaginn þar sem Stúlknakór MÍ tekur sitt fyrsta gigg samkvæmt nýjustu fréttum. Jájá, það verður gaman að sjá. Byrja strax jólavinnuna núna á fimmtudaginn þegar ég mæti í vinnuna klukkan 8. tek svo bara frí þegar ég þarf að læra fyrir próf (sem verða vonandi bara 3) svo að ég ætti að fá nægan pening yfir jólin! Ef ég fæ næga vinnu.
Á ég ekki að segja þetta nóg í bili? Jú ég held það. Ætla að halda áfram að læra fyrir lolið og bíða eftir að hún Halla mín kommenti hehe ;) Það er eins og þú fáir borgað fyrir það stelpa! :D
Anna María
Læt fylgja tvær myndir, ein ad mér dökkhærðri og annarri ljóshærðri eins og ég gerði fyrir löngu. Ég er ekki frá því að mér finnst ennþá dökki liturinn fara mér betur!


Ljóshærð í Kensington garði í Ágúst, með stutt hár í þokkabót.
laugardagur, nóvember 25, 2006
Skólinn að verða búinn
Ég á erfitt með að ná því að það eru aðeins 3 dagar eftir af skólanum!! 3 dagar!! Ég er nýkomin heim frá London for crying out loud! Djöfull er þetta hratt að líða. Jólin eru að koma og það sést sko á Bónus. Það rétt svo hægt að snúa sér í hringi á háannatíma og þetta verður hrikalegt á Þorláksmessu! Gleymi aldrei Þorláksmessu í fyrra þar sem að ég var að vinna inní kæli allan daginn. Um leið og ég var búin að setja einn bakka af skyri í voru tveir horfnir. Og þar gat ég virkilega varla hreyft mig, svo mikil var traffíkin.
Þetta verður nú bara gaman samt. Maður hittir fullt af fólki sem kemur að versla og svona. Ég byra nú eiginlega bara að vinna á fullu í næstu viku þar sem ég byrja ekki í prófum fyrr en 4. des og er búin 11. Er að vonast til að sleppa við Lol og Sögu. Vantar bara uppá mætinguna og ég veit ekki hvernig mér á eftir að ganga í lol prófinu og með sögu ritgerðina. Ég vona bara að mér gangi vel!
Ekkert djamm þessa helgi þar sem ég fékk eiginlega nóg á síðustu helgi! Svo er ég líka að vinna alla helgina, fös, lau og sun plús að vera drulluþreytt, þannig að ég er bara hjemme að gera blessuðu ritgerðina um orrustuna um Bretland eða horfa á sjónvarpið. Svona til að slappa aðeins af.
Hef nú ekkert annað að segja í bili. Annað dull blogg bara.
Anna María
Þetta verður nú bara gaman samt. Maður hittir fullt af fólki sem kemur að versla og svona. Ég byra nú eiginlega bara að vinna á fullu í næstu viku þar sem ég byrja ekki í prófum fyrr en 4. des og er búin 11. Er að vonast til að sleppa við Lol og Sögu. Vantar bara uppá mætinguna og ég veit ekki hvernig mér á eftir að ganga í lol prófinu og með sögu ritgerðina. Ég vona bara að mér gangi vel!
Ekkert djamm þessa helgi þar sem ég fékk eiginlega nóg á síðustu helgi! Svo er ég líka að vinna alla helgina, fös, lau og sun plús að vera drulluþreytt, þannig að ég er bara hjemme að gera blessuðu ritgerðina um orrustuna um Bretland eða horfa á sjónvarpið. Svona til að slappa aðeins af.
Hef nú ekkert annað að segja í bili. Annað dull blogg bara.
Anna María
mánudagur, nóvember 20, 2006
Spæling
Smá pæling. Ég er að læra fyrir sögupróf núna og er að fara í gegnum meirihluta efnisins, er stödd í fyrri heimsstyrjöldinni eins og er. En jæja, ég fór að hugsa um þetta. Ég er búin með sögu 103 og er núna að klára 203 og það eina sem ég er búin að læra eru endalaus stríð milli hinna og þessa. Stærst þeirra munu vera heimsstyrjaldirnar.
Mannkynið er búið að vera í stríði alveg frá því við urðum til af bakteríum! Það er skráð í sögubækurnar í næstum 10 þús ár! Höfum við ekkert betra að gera? Jújú, það koma góð tímabil á milli, hélst friður í Evrópu í rúm 100 ár en svo bamm! Annað stríð. Og núna eru örugglega svona nokkur stríð hér og þar, það eftirtektamesta í Írak (eitt orð:fjölmiðlar).
Þarf lífið virkilega að vera svona erfitt? Ég bara spyr. Ætlast ekki til að breyta heiminum með þessari pælingu, en meina... Flest stríðin snérust/snúast um trúarmál þjóðflokka eða valdagræðgi hæstráðandi hálfvita. Hvernig væri heimurinn ef við þekktum ekki trú og að það væru engir valdagráðugir fávitar? Væri heimurinn betri staður? Hvað ef Þýskaland, Ítalía og Japan hefðu unnið heimsstyrjöldina síðari? Hvernig væri þetta þá?
Og af hverju í andskotanum fór ég að pæla í þessu? Það er ansi góð spurning. Seinni heimsstyrjöldin er áhugamál mitt, en samt skil ég ekki upp né niður í þessu. Já, hvað er lífið án pælinga?
Ætla að hætta áður en þetta verður einum of fáránlegt blogg. Og já, þar sem það svöruðu bara þrír spurningunni um hvort bloggið ég ætti að hafa ákvað ég að hafa þetta áfram. :) Þótt fáir muni urlið.
Anna María
Mannkynið er búið að vera í stríði alveg frá því við urðum til af bakteríum! Það er skráð í sögubækurnar í næstum 10 þús ár! Höfum við ekkert betra að gera? Jújú, það koma góð tímabil á milli, hélst friður í Evrópu í rúm 100 ár en svo bamm! Annað stríð. Og núna eru örugglega svona nokkur stríð hér og þar, það eftirtektamesta í Írak (eitt orð:fjölmiðlar).
Þarf lífið virkilega að vera svona erfitt? Ég bara spyr. Ætlast ekki til að breyta heiminum með þessari pælingu, en meina... Flest stríðin snérust/snúast um trúarmál þjóðflokka eða valdagræðgi hæstráðandi hálfvita. Hvernig væri heimurinn ef við þekktum ekki trú og að það væru engir valdagráðugir fávitar? Væri heimurinn betri staður? Hvað ef Þýskaland, Ítalía og Japan hefðu unnið heimsstyrjöldina síðari? Hvernig væri þetta þá?
Og af hverju í andskotanum fór ég að pæla í þessu? Það er ansi góð spurning. Seinni heimsstyrjöldin er áhugamál mitt, en samt skil ég ekki upp né niður í þessu. Já, hvað er lífið án pælinga?
Ætla að hætta áður en þetta verður einum of fáránlegt blogg. Og já, þar sem það svöruðu bara þrír spurningunni um hvort bloggið ég ætti að hafa ákvað ég að hafa þetta áfram. :) Þótt fáir muni urlið.
Anna María
miðvikudagur, nóvember 15, 2006
Fyrsta bloggið í nýju tölvunni
Jæja, ég er strax komin með nýja tölvu og er þetta fyrsta bloggið mitt í henni. :D Er að fara að fá allt draslið úr gömlu tölvunni í þessa á morgun! Hlakka til! Loksins með alla tónlistina og myndirnar í þessari. Og komin með skrifara! En hin tölvan mín var svo gömul að ég var ekki með skrifara haha :D En þetta er geðveikt skrýtið en samt svalt. :P
Mýrin í bíó annað kvöld, frítt með Bónus, þannig að ég verð að vera á billjón á föstudaginn að gera allt fínt fyrir afmælið mitt! Sem betur fer verð ég búin í skólanum klukkan hálf 12. :p
En já Vala, góður punktur. Ég veit ekki af hverju ég blogga ekki á 123.is. Tjah, kominn tími á smá skoðanakönnun. Hverjum hérna sem lesa síðuna finnst að ég ætti að blogga á 123.is í staðinn fyrir blogspot? Og hverjir vilja lesa það áfram hér? Svara í "Athugasemdir" ;)
Og já, safnið sagði ég :D Þið stelpurnar pælið í þessu! :p Úlala mikið af brosköllum í dag. hihi Ein í góðu skapi núna.
Anna María
Mýrin í bíó annað kvöld, frítt með Bónus, þannig að ég verð að vera á billjón á föstudaginn að gera allt fínt fyrir afmælið mitt! Sem betur fer verð ég búin í skólanum klukkan hálf 12. :p
En já Vala, góður punktur. Ég veit ekki af hverju ég blogga ekki á 123.is. Tjah, kominn tími á smá skoðanakönnun. Hverjum hérna sem lesa síðuna finnst að ég ætti að blogga á 123.is í staðinn fyrir blogspot? Og hverjir vilja lesa það áfram hér? Svara í "Athugasemdir" ;)
Og já, safnið sagði ég :D Þið stelpurnar pælið í þessu! :p Úlala mikið af brosköllum í dag. hihi Ein í góðu skapi núna.
Anna María
mánudagur, nóvember 13, 2006
Mánudagsblogg
Jæja þá er komið að vikulega blogginu mínu. Þetta er búið að vera hreint hrikaleg vika hjá mér! Hún byrjaði á því að ég var með svona skemmtilegt kvef eins og ég held að ég hafi sagt í síðasta bloggi. Svo var ég alltaf mjög þreytt og hálf slöpp það sem eftir var vikunnar. Aðalfjörið byrjaði samt á fimmtudaginn.
Ég kom heim úr skólanum og ætlaði að setjast aðeins í tölvuna og tékka á mailinu áður en ég færi í vinnuna. Sá að það var slökkt á tölvunni og var hissa, en hún var búin að vera að slökkva á sér alla vikuna og ég er alltaf með kveikt á henni. Jæja ég ætla bara að kveikja aftur, en nei.... Þá vill hún ekki kveikja á sér! Sama þótt að ég myndi hlaða hana þá bara var allt svart. Ég fór ekki ánægð í vinnuna.
Á föstudeginum fór allt á KAF í snjó og ég á Hamster mínum. Það var nú reyndar ekki vondi parturinn. Dagurinn leið ágætlega þangað til að ég komst að því að ég missti af opnunartímanum hjá pósthúsinu til að senda afmælispakka. Þá varð ég fúl því ég ætlaði að vera búin að senda pakkann fyrir löngu! Allavega, um kvöldið kemur Sandra til mín og við horfum á spólu. Um nóttina er ég að fara að skutla henni heim.
Þetta var um svona hálf 2. Við rúntum svolítið og spjöllum og svo er ég að verða bensínlaus. Ég skutlaði henni heim og fór í blindbyl inní fjörð aftur. Þegar ég ætla að fara að beygja inn planið hjá Bónus þá kemur líka þessi skemmtilegi blindbylur, ég missi af beygjunni og fer útaf. Allt er í góðu með bílinn og mig, ekkert alvarlegt. Það var ekki hægt að ná honum upp um nóttina og var það gert daginn eftir svo að ég þurfti að labba í vinnuna. Laugardagskvöldið var ég svo þreytt að ég lærði bara hreinlega allt kvöldið. Nema fór og horfði á Ice Age 2 jú.
Á sunnudeginum var ÓGEÐSLEGT veður og ég ekki með bílinn minn svo að ég þurfti að labba í vinnuna. Ég dúðaði mig þvílíkt og arkaði af stað en Katrín og pabbi hennar tóku mig uppí svo að það reddaðist. Var samt ekki par sátt þegar ég var komin heim aftur að þurfa að taka strætó í skólann daginn eftir af því að það var ekki búið að moka og bíllinn minn komst ekki eitt né neitt. Ennþá fastur niðri í bæ. Reddaði mér þó fari með Örnu Rannveigu og Geira svo að það var nú alltílagi enda komin ný vika. :)
Þetta var nú kannski ekki allt svo hrikalegt, en ég get ekki sagt að þetta hafi verið skemmtilegasta vika ársins! Alls ekki! Er hérna í eyðu núna og mér leiðist því að ég hef ekki bíl og get ekki farið neitt. Nenni ekki að lesa sögubókina fyrir ritgerðina því ég er svo þreytt svo að tölvan var næsti valkosturinn.
Var líka að skipta um e-ð bloggsystem hérna á blogspot svo að núna ætla ég að fara að fikta aðeins í síðunni fram að sögutíma. Er svo að fara að þjálfa á eftir fyrir Höllu, bassatíma og gá að nýrri tölvu.
Anna María
Ég kom heim úr skólanum og ætlaði að setjast aðeins í tölvuna og tékka á mailinu áður en ég færi í vinnuna. Sá að það var slökkt á tölvunni og var hissa, en hún var búin að vera að slökkva á sér alla vikuna og ég er alltaf með kveikt á henni. Jæja ég ætla bara að kveikja aftur, en nei.... Þá vill hún ekki kveikja á sér! Sama þótt að ég myndi hlaða hana þá bara var allt svart. Ég fór ekki ánægð í vinnuna.
Á föstudeginum fór allt á KAF í snjó og ég á Hamster mínum. Það var nú reyndar ekki vondi parturinn. Dagurinn leið ágætlega þangað til að ég komst að því að ég missti af opnunartímanum hjá pósthúsinu til að senda afmælispakka. Þá varð ég fúl því ég ætlaði að vera búin að senda pakkann fyrir löngu! Allavega, um kvöldið kemur Sandra til mín og við horfum á spólu. Um nóttina er ég að fara að skutla henni heim.
Þetta var um svona hálf 2. Við rúntum svolítið og spjöllum og svo er ég að verða bensínlaus. Ég skutlaði henni heim og fór í blindbyl inní fjörð aftur. Þegar ég ætla að fara að beygja inn planið hjá Bónus þá kemur líka þessi skemmtilegi blindbylur, ég missi af beygjunni og fer útaf. Allt er í góðu með bílinn og mig, ekkert alvarlegt. Það var ekki hægt að ná honum upp um nóttina og var það gert daginn eftir svo að ég þurfti að labba í vinnuna. Laugardagskvöldið var ég svo þreytt að ég lærði bara hreinlega allt kvöldið. Nema fór og horfði á Ice Age 2 jú.
Á sunnudeginum var ÓGEÐSLEGT veður og ég ekki með bílinn minn svo að ég þurfti að labba í vinnuna. Ég dúðaði mig þvílíkt og arkaði af stað en Katrín og pabbi hennar tóku mig uppí svo að það reddaðist. Var samt ekki par sátt þegar ég var komin heim aftur að þurfa að taka strætó í skólann daginn eftir af því að það var ekki búið að moka og bíllinn minn komst ekki eitt né neitt. Ennþá fastur niðri í bæ. Reddaði mér þó fari með Örnu Rannveigu og Geira svo að það var nú alltílagi enda komin ný vika. :)
Þetta var nú kannski ekki allt svo hrikalegt, en ég get ekki sagt að þetta hafi verið skemmtilegasta vika ársins! Alls ekki! Er hérna í eyðu núna og mér leiðist því að ég hef ekki bíl og get ekki farið neitt. Nenni ekki að lesa sögubókina fyrir ritgerðina því ég er svo þreytt svo að tölvan var næsti valkosturinn.
Var líka að skipta um e-ð bloggsystem hérna á blogspot svo að núna ætla ég að fara að fikta aðeins í síðunni fram að sögutíma. Er svo að fara að þjálfa á eftir fyrir Höllu, bassatíma og gá að nýrri tölvu.
Anna María
mánudagur, nóvember 06, 2006
Star Wars umræða
Af hverju varð Star Wars umræða á blogginu mínu? hah! Ég hélt ekki að fólk myndi byrja að tala um Star Wars þegar ég myndi nefna það en jæja. Sum málefni losa kannski um málbeinið á fólki. En Sandra, glæsilegt og langt komment hjá þér ;) Varð bara að nefna það hér.
Annars lítið að frétta. Búin að næla mér í svona líka skemmtilegt kvef. Ertingur í hálsinum og nefkvef. Ótrúlega böggandi. Var líka að vinna alla helgina og eyddi megninu af tímanum í kælinum. hehe
Fór til í afmælispartý til Brynju Huld á laugardagskvöldið og var það rosalegt stuð! Fyrst þegar ég, Birna og Bryndís komum vorum við svona um 10 stykki, en þegar fór að líða á gjörsamlega fylltist húsið! :D Dóri settist m.a. við píanóið og spilaði smelli eins og Hey Jude og Don't Stop Me Now og allir í partýinu fíluðu sig í hlutverki söngvarans! Það var ótrúlega fyndið að hlusta á þetta og auðvitað söng maður með. ;) Þrátt fyrir að vera BLÁedrú. Takk æðislega fyrir mig Brynja mín! :*
Hmm, ég fór samt heim um hálf 2 leytið held ég. Átti að mæta í vinnu morguninn eftir og var að vinna daginn áður líka. Þannig að ég var orðin svolítið þreytt þarna í lokin.
Hlutaprófin að byrja aftur og ég er nú þegar búin með tvö. Komið á hreint að ég slepp ekki við eðlisfræði (bjóst aldrei við að sleppa!) og ekki þýsku (bjóst við að sleppa :( ). En ég á enn séns á að sleppa Lol 103, Líf 203 og SAg 203. Ef ég bara stend mig vel restina af önninni. *krossa fingur!*
Segi þetta nóg í bili. :) Engin mynd núna því ég veit ekki hvað ég á að láta fylgja með.
Anna María
Annars lítið að frétta. Búin að næla mér í svona líka skemmtilegt kvef. Ertingur í hálsinum og nefkvef. Ótrúlega böggandi. Var líka að vinna alla helgina og eyddi megninu af tímanum í kælinum. hehe
Fór til í afmælispartý til Brynju Huld á laugardagskvöldið og var það rosalegt stuð! Fyrst þegar ég, Birna og Bryndís komum vorum við svona um 10 stykki, en þegar fór að líða á gjörsamlega fylltist húsið! :D Dóri settist m.a. við píanóið og spilaði smelli eins og Hey Jude og Don't Stop Me Now og allir í partýinu fíluðu sig í hlutverki söngvarans! Það var ótrúlega fyndið að hlusta á þetta og auðvitað söng maður með. ;) Þrátt fyrir að vera BLÁedrú. Takk æðislega fyrir mig Brynja mín! :*
Hmm, ég fór samt heim um hálf 2 leytið held ég. Átti að mæta í vinnu morguninn eftir og var að vinna daginn áður líka. Þannig að ég var orðin svolítið þreytt þarna í lokin.
Hlutaprófin að byrja aftur og ég er nú þegar búin með tvö. Komið á hreint að ég slepp ekki við eðlisfræði (bjóst aldrei við að sleppa!) og ekki þýsku (bjóst við að sleppa :( ). En ég á enn séns á að sleppa Lol 103, Líf 203 og SAg 203. Ef ég bara stend mig vel restina af önninni. *krossa fingur!*
Segi þetta nóg í bili. :) Engin mynd núna því ég veit ekki hvað ég á að láta fylgja með.
Anna María
mánudagur, október 30, 2006
Lélegt
Já ég er lélegur bloggari. Málið er að flestir þeirra sem lesa hitta mig á hverjum degi! Þannig að hvað þurfa þeir að vita meira en það sem ég segi þeim í skólanum t.d.? Heh, varla mikið. En jæja.
Fór á leikritið Patrekur 1,5 í síðustu viku! Það var hrein SNILLD! Mæli með því fyrir alla sem hafa tíma til. Það var alveg frábært.
Fór á fyrstu sundæfinguna í síðustu viku og var viiiirkilega stirð eftir hana! Mjög fyndið að byrja að synda aftur og það á eftir að taka smá tíma að ná upp gamla forminu. :)
Djammaði ekki baun um helgina. En vakti samt fram á hálf 7 á laugardagsmorgunn. Af hverju? Tjah, ég var einfaldlega að nördast! Star Wars maraþon hvorki meira né minna. Er úber nörd og búin að vera frá því ég var 11 ára. :) And proud of it! Klassískar myndir. Eða gömlu allavega. En já ég horfði á fyrstu 4 myndirnar í seríunni, s.s. 3 nýjustu og 1 gamla. Myndir 1-4. Málið er að myndir 4-6 voru gerðar áður en 1-3 þannig að 1-3 eru nýrri myndirnar. Fannst ég bara verða að útskýra hehe
Fékk 9,8 í Lol prófi á föstudaginn! Ótrúlega stolt af mér! Samt svaf ég hálfan fimmtudaginn! hah Skondið!
Styttist í afmælið mitt þann 18. nóv. Verður akkurat Bónus-partý á afmælisdaginn. Sagði við Söndru og Maríu að ég ætlaði ekki að mæta nema þær bökuðu handa mér stóóóóóra súkkulaðiköku! :D Er að spá að hafa afmælið þá á föstudagskvöldinu, en það fer eftir því hvað margar stelpur verða í bænum. :)
Hef ekkert mikið meira að segja. Læt fylgja mynd af músakrufningunni sem ég talaði um í síðasta bloggi. Ég í action!
Anna María - May the force be with you! *hóst*nörd*hóst*
Fór á leikritið Patrekur 1,5 í síðustu viku! Það var hrein SNILLD! Mæli með því fyrir alla sem hafa tíma til. Það var alveg frábært.
Fór á fyrstu sundæfinguna í síðustu viku og var viiiirkilega stirð eftir hana! Mjög fyndið að byrja að synda aftur og það á eftir að taka smá tíma að ná upp gamla forminu. :)
Djammaði ekki baun um helgina. En vakti samt fram á hálf 7 á laugardagsmorgunn. Af hverju? Tjah, ég var einfaldlega að nördast! Star Wars maraþon hvorki meira né minna. Er úber nörd og búin að vera frá því ég var 11 ára. :) And proud of it! Klassískar myndir. Eða gömlu allavega. En já ég horfði á fyrstu 4 myndirnar í seríunni, s.s. 3 nýjustu og 1 gamla. Myndir 1-4. Málið er að myndir 4-6 voru gerðar áður en 1-3 þannig að 1-3 eru nýrri myndirnar. Fannst ég bara verða að útskýra hehe
Fékk 9,8 í Lol prófi á föstudaginn! Ótrúlega stolt af mér! Samt svaf ég hálfan fimmtudaginn! hah Skondið!
Styttist í afmælið mitt þann 18. nóv. Verður akkurat Bónus-partý á afmælisdaginn. Sagði við Söndru og Maríu að ég ætlaði ekki að mæta nema þær bökuðu handa mér stóóóóóra súkkulaðiköku! :D Er að spá að hafa afmælið þá á föstudagskvöldinu, en það fer eftir því hvað margar stelpur verða í bænum. :)
Hef ekkert mikið meira að segja. Læt fylgja mynd af músakrufningunni sem ég talaði um í síðasta bloggi. Ég í action!
Anna María - May the force be with you! *hóst*nörd*hóst*

fimmtudagur, október 19, 2006
Krufning
Þetta er búin að vera mjög skrýtinn dagur hjá mér með svolitlum skadsveiflum. En jæja. Það skemmtilegasta við þennan dag var að við fengum að kryfja mýs í Líf 303! :D Ég var svo spennt að ég gat varla setið kyrr! Var búin að bíða eftir þessu í viku. Svo þegar ég sest niður og byrja að skera þá var ég virkilega skjálfhent af spenningi.
Ég var hrædd um að eyðileggka músina með því að stinga of djúpt en neinei, eftir smástund var ég orðin svo niðursokkin í þetta að hendurnar hættu alveg að skjálfa og þetta tókst svona frábærlega hjá mér og Þóru! :D Þó að ég hafi meira séð um krufninguna og hún um að skrifa, þar sem hún hafði ekki hjartað í sér til að skera. ;) En hvað get ég sagt, ég virðist bara vera svona illa innrætt eins og sumir bentu á muhahaha
Verð eiginlega bara að segja fyrir mig að mér fannst þetta virkilega áhugavert, sérstaklega að skoða öll líffærin! Og að leika sér með hníf er greinilega e-ð fyrir mig.... Ég ætti kannski að gerast skurðlæknir?! haha Segi svona. En já, eins og ég sagði, stórskemmtilegt þó að ekki hafi allir verið sammála mér í bekknum :P
Svo er ég búin að setja inn allar myndirnar úr skólaferðalaginu okkar í 10. bekk þar við vorum svo lítil, inn á 123.is síðuna og ég er að vinna í því að setja inn fleiri handa ykkur að skoða. :D Jæja, nenni ekki að blogga meira. Veit ekki hver meikaði að lesa í gegnum þetta útaf sick kommentum varðandi krufningu á mús og "satanísku" hliðinni minni hehe
Anyhoo, ball með Apolló á laugardaginn og ég er sko til í smá dansiball! Verð að fá útrás og dansa!
Anna María
Ég var hrædd um að eyðileggka músina með því að stinga of djúpt en neinei, eftir smástund var ég orðin svo niðursokkin í þetta að hendurnar hættu alveg að skjálfa og þetta tókst svona frábærlega hjá mér og Þóru! :D Þó að ég hafi meira séð um krufninguna og hún um að skrifa, þar sem hún hafði ekki hjartað í sér til að skera. ;) En hvað get ég sagt, ég virðist bara vera svona illa innrætt eins og sumir bentu á muhahaha
Verð eiginlega bara að segja fyrir mig að mér fannst þetta virkilega áhugavert, sérstaklega að skoða öll líffærin! Og að leika sér með hníf er greinilega e-ð fyrir mig.... Ég ætti kannski að gerast skurðlæknir?! haha Segi svona. En já, eins og ég sagði, stórskemmtilegt þó að ekki hafi allir verið sammála mér í bekknum :P
Svo er ég búin að setja inn allar myndirnar úr skólaferðalaginu okkar í 10. bekk þar við vorum svo lítil, inn á 123.is síðuna og ég er að vinna í því að setja inn fleiri handa ykkur að skoða. :D Jæja, nenni ekki að blogga meira. Veit ekki hver meikaði að lesa í gegnum þetta útaf sick kommentum varðandi krufningu á mús og "satanísku" hliðinni minni hehe
Anyhoo, ball með Apolló á laugardaginn og ég er sko til í smá dansiball! Verð að fá útrás og dansa!
Anna María
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)