Þetta er búin að vera mjög skrýtinn dagur hjá mér með svolitlum skadsveiflum. En jæja. Það skemmtilegasta við þennan dag var að við fengum að kryfja mýs í Líf 303! :D Ég var svo spennt að ég gat varla setið kyrr! Var búin að bíða eftir þessu í viku. Svo þegar ég sest niður og byrja að skera þá var ég virkilega skjálfhent af spenningi.
Ég var hrædd um að eyðileggka músina með því að stinga of djúpt en neinei, eftir smástund var ég orðin svo niðursokkin í þetta að hendurnar hættu alveg að skjálfa og þetta tókst svona frábærlega hjá mér og Þóru! :D Þó að ég hafi meira séð um krufninguna og hún um að skrifa, þar sem hún hafði ekki hjartað í sér til að skera. ;) En hvað get ég sagt, ég virðist bara vera svona illa innrætt eins og sumir bentu á muhahaha
Verð eiginlega bara að segja fyrir mig að mér fannst þetta virkilega áhugavert, sérstaklega að skoða öll líffærin! Og að leika sér með hníf er greinilega e-ð fyrir mig.... Ég ætti kannski að gerast skurðlæknir?! haha Segi svona. En já, eins og ég sagði, stórskemmtilegt þó að ekki hafi allir verið sammála mér í bekknum :P
Svo er ég búin að setja inn allar myndirnar úr skólaferðalaginu okkar í 10. bekk þar við vorum svo lítil, inn á 123.is síðuna og ég er að vinna í því að setja inn fleiri handa ykkur að skoða. :D Jæja, nenni ekki að blogga meira. Veit ekki hver meikaði að lesa í gegnum þetta útaf sick kommentum varðandi krufningu á mús og "satanísku" hliðinni minni hehe
Anyhoo, ball með Apolló á laugardaginn og ég er sko til í smá dansiball! Verð að fá útrás og dansa!
Anna María
fimmtudagur, október 19, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
ÉG er til í taka smá villt spor með þér í kvöld..! en ég fékk hnút í magann þegar ég las að þú varst að setja inn myndir!.. viðbjóðslegar myndir af mér.. en það er bara gaman!:) kv. Halla
Skrifa ummæli