þriðjudagur, janúar 17, 2006

Tími kominn á blogg?

Já ég held að það sé kominn tími á blogg. Þessi síða er svo dauð að það hálfa væri nóg! Það er meira heimsótt gömlu síðuna en þessa! Oh jæja, kannski kemst þetta í lag. Allavega vil ég endilega hvetja fleiri til að svara þessum spurningum í blogginu fyrir neðan. Bara tveir búnir að svara og þetta er búið að vera uppi í viku. Iss! En já. Hef svo sem ekkert sérstakt að segja.

Fór út að "leika" með Þórey, Söndru, Beggý og Hildi á lau. í snjónum og það var svaka stuð hjá okkur stúlkunum. :P Var samt drullukalt og ég hef verið svona hálfslöpp síðustu daga, sem hafa einkennst af litlum svefn, kvefi, hausverk, magakveisu og skítakulda. Mér er ALLTAF kalt! Ömurlegt.

Hah! Um daginn sat ég klukkutímum saman að skoða gamlar og góðar myndir. Margt rifjaðist upp fyrir mér frá hinum og þessum sundmótum. :) Vá hvað ég saknaði gömlu og góðu tímanna þegar ég rann yfir þetta. Þá var endalaust stuð hjá manni en ég er bara orðin leiðinleg núna held ég! haha Var líka að lesa bloggið hjá henni Valdísi og sá að hún er að verða 20 eftir mánuð. Þá hugsaði ég: Vá, Valdís að verða 20 og ég 18?! Það bara passar ekki hehe Ég er svo ung inní mér. Er nú bara nýorðin 17 þó og þarf engar áhyggjur að hafa. ;) Ennþá! En já í tilefni af því að ég er að tala um aldur ætla ég að henda inn hérna tveim myndum. Ein af mér frá Bikar í nóv 2002 og önnur tekin á áramótunum 2006. Getið klikkað á þær til að sjá stærri.


Þessi er s.s. síðan á áramótunum.


Þessi fyrir rúmum 3 árum. Breyting eða hvað?

Annars. Svara dótinu hérna fyrir neðan fólk. :) Gera þessa síðu aðeins aktívari! Svo hefur enginn skrifað í gestó og aðeins tvær manneskjur sýnt að þær skoði þetta. Getið líka notað spjall dótið þarna til hliðar í staðinn fyrir gestó. :) Anyway. Ég er að hugsa um að taka aðeins til dótið fyrir morgundaginn, leggjast uppí rúm að lesa helv. Íslandsklukkuna og bara fara snemma að sofa. Er alveg úrvinda! Kvitta! ;)

Anna María

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

váá! hvað þú ert búin að breytast stelpa.. :) en ég skoða alltaf þessa síðu:)
Kv. Halla

Valdis sagði...

Þú ert nær óþekkjanleg sko! vá breytingar :)

Nafnlaus sagði...

flott mynd af okkur skvís;) en ég sé vott af smábreytingu:P

Nafnlaus sagði...

já, maður sér svona smábreytingu, ætli það sé ekki bara hárliturinn;) neinei var að skoða einmitt 3-4 ára gamlar myndir og það hafa allir breyst sjúklega mikið! en já, ég s.s. skoða:) flottasta síða

Anna María sagði...

Hehe já þetta er góð mynd af okkur Guðbjörg. ;) En já gott að sjá að það er að færast líf í þetta og fólk skoðar. :P