Vá, ég á erfitt með að trúa því að á morgun er liðinn heill mánuður síðan ég missti bestu vinkonu mína. Tíminn gersamlega líður áfram á ljóshraða en samt finnst manni maður standa í sömu fótsporunum á sömu sekúndunni og fyrir mánuði síðan. Dofinn og allt liðast hjá án þess að maður tekur eftir. Ljósir og dökkir skuggar líða hjá en það eina sem maður getur gert er starað. Starað út í bláinn og hugsað um það sem hefur gerst og það sem er í gangi. Ég sé þetta svona fyrir mér eins og í bíómynd þar sem myndin af manneskjunni er fryst og fólk og bílar þjótast hjá í móðu en manneskjan er kyrr. Nema í þetta skiptið er manneskjan ég og ekki einungis bílar og fólk fara hjá heldur dagar og nætur einnig. Þannig hefur mér liðið. Einna verst þykir mér að hafa ekki Elisubeth við hlið mér öllum stundum.
Ég er svo þreytt akkurat núna að ég er bókstaflega að leka niður. En er að horfa á það sem ég pantaði af Amazon, Mists of Avalon heitir það, en er að gera pásu á meðan Law and Order: Trial By Jury er í sjónvarpinu. Svo þegar Kirk Acevedo eða Scott Cohen koma ekki fram í þættinum þá held ég áfram að skrifa eða skoða e-ð á netinu.
Það gladdi mig mjög í gær þegar ég sá að miðarnir okkar Elisubethar á söngleikinn We Will Rock You í Englandi voru komnir! Þeir voru ekki eins fancy og tónleikamiðarnir hérna á Íslandi eins og ég bjóst við en þrátt fyrir það eru miðarnir komnir! Ég var komin með svolitlar áhyggjur um að þetta hefði týnst í pósti en nú er það komið og ég anda léttar og bíð bara spennt eftir að komast héðan frá Ísafirði!
Hef voða lítið annað að segja. Búin að vera í prófum undanfarið og að vinna mikið þessa helgi. Var að vinna í gær, dag og er að vinna á morgun líka. fínt að fá peninginn því ég er svo ógurlega fátæk akkurat núna! Allt er að fara í Englandsferðina eins og er. En það er svo feitast þess virði því ég er handviss um að þetta verður ein besta utanlandsferð sem ég hef farið í til þessa! Þó að hún væri 100% fullkomin ef Þórey færi með okkur líka! Og hver veit? Kannski verður hún þarna við hlið okkar allan tímann að passa uppá okkur. :)
Jæja, langaði bara aðeins að skella einu stuttu bloggi inn þvi það eru búin að vera nokkur löng undanfarið. Law and Order er líka búið og lítið af Kirk og Scott í þetta skiptið svo ég sný mér að Mists of Avalon aftur. :)
Anna María
laugardagur, febrúar 18, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
heyðru Anna, ég bara finn ekki nýjustu myndirnar þínar
:P gætiru nokkuð hjálpað mér;)
Hehe já þú ferð bara á þennan link: http://photobucket.com/albums/y163/KHkiddow/Helga_M-party/ ;) Ég er ekki búin að setja inn myndirnar frá árshátíðarhelginni, set þær líklega inn í fríinu á morgun. :P
Skrifa ummæli