fimmtudagur, febrúar 23, 2006

Nú á að taka á því

Já e-ð var mín dugleg í dag því ég vaknaði "hress og kát" í morgun og skellti mér í sund þar sem ég synti minn vanalega fimmtudagssprett nema að í dag var ég á meiri spretti en vanalega og synti 1.1 km á innan við hálftíma í staðinn fyrir 8-900 metrana. Ég var af sjálfsögðu dauðþreytt í skólanum en svo var svo ofboðslega gott veður að ég ákvað bara að skella mér í göngutúr eftir skólann. Ég rölti hringinn, eða ég labbaði inneftir og svo að hraðbrautinni hjá flugvellinum, sneri við þar og labbaði alla leiðina aftur til baka. Kom aðeins við í kirkjugarðinum að heimsækja hana Þórey mína. :)En mér fannst ég alveg ofboðslega dugleg enda er ég frekar þreytt því ég fékk ekki að lúlla í eyðunum mínum í dag eins og ég geri venjulega. En jájá.

Allar myndir frá árshátíðarkvöldinu komnar inn og hef ég gert nýja möppu. Menntó myndir er það og þar verða allar myndir sem ég tek núna af vinum. :) Getið skoðað þetta.

Hahahahahha var að horfa á SNIIIIIIILLDAR myndband á kvikmynd.is. Ef þið eruð ekki búin að sjá það farið þá á síðuna og kíkið á hlæjandi fjórbura! :D Þetta er svo fyndið að ég bókstaflega kafnaði! Pabbi sýndi mér þetta og þetta er svooooo sætt en samt svoooo fyndið! Kíkið á þetta og kommentið svo. ;) Eeeeeheheheheheh! Eeeeeehehehehe!

En jájá, er í fríi í vinnunni alla næstu helgi svo það verður vooooooðalega nice! Leikrit MÍ og ég hlakka alveg ROSAlega til! Eins gott að þú standir þig Valdís. ;) Á að spila á tónleikum á laugardaginn klukkan 5, allir velkomnir. hehehe segi svona. En ætla að biðja mömmu og pabba um að taka það upp og svo kannski næ ég að koma því á netið e-n veginn. Sama dag á hún Sigrún Eva Reykjavíkurmær með meiru, afmæli og verður hún sjálfráða stúlkan ;) Óska þér til hamingju þegar þar að kemur Sigrún mín ;) Ásthildur á svo afmæli daginn eftir en heldur upp á það á laugardagskvöldið og svo er líka rokksúpan þá og maður kíkir pottþétt á það! Ball, ball, er ball? Ég fæ líklega að vita það í skólanum á morgun.

Uhhh, fór í heimsókn á Urðarveginn í dag. Ég er búin að bætast í ömmu hópinn hjá henni Viktoríu Ýr litlu frænku hennar Þóreyjar. :) Hún sagði bara amma í staðinn fyrir Anna og mamma varð Habba. hehehe Algert krútt! Ásgeir var líka voða ákafur í að sýna mér risaeðluna sína hehe Ég bauð Ellu og Mumma að koma og sjá mig á tónleikunum á laugardaginn og var Ella voða þakklát fyrir boðið. :)

Hmm er orðin svo djúpt sokkin í gömlu Pride and Prejudice að ég bíð allan daginn eftir enskutímum bara til að sjá Colin Firth! Ég og Eyrún vorum að pæla að biðja Ingibjörgu um að fá að klára þetta bara á einu bretti í sólrisuvikunni. :P Ég er að bíða eftir að fá að klára þessa mynd svo ég geti horft á nýju því ég vil ekki að nýja eyðileggi endinn fyrir mér á gamla. Ef fólk skilur. :) En annars er æði að horfa á þá gömlu því ég vorkenni Colin Firth svo mikið því greyið er svooooo hrifinn af henni... Okay ég er hætt. Hann er bara æði þarna! :P Stopp nú stýrimann! Heyrðu ég er komin í e-ð blaðurstuð þannig að ég segi þetta bara nóg í bili er það ekki fínt. :)

Anna María - Eeeeeeeeeeeeeeeehehehehehehehe!

3 ummæli:

Valdis sagði...

Já auddað stend ég mig;) Svo segiru mér hvernig þér fannst!!

Nafnlaus sagði...

ætlaði bara að segja takk fyrir að kjafta frá endinum í Pride and Prejudice;) (í síðasta íslensku tíma)

Nafnlaus sagði...

Hahaha úpsídeisí! :p Ég var búin að segja fyrirgefðu, oft og mörgum sinnum hehe Ég bæti þetta upp og tek eintak af seríunni fyrir þig frá Englandi þegar ég kaupi mitt ;)