Jahá allt stefnir nú bara í hið besta sumar hjá minni! Ég fer loksins aftur í boltann í sumar, ætlaði í vetur en tónlistarskólinn og vinnan tóku sinn tíma, og miðað við fundinn áðan þá hljómar þetta bara mjöööög spennó! :D Fer kannskií mitt fyrsta fótboltaferðalag þar sem ég komst adrei með þarna fyrir tveim sumrum síðan. Stelpurnar urðu einmitt hissa þegar ég minntist á að það er heilt ár síðan ég fótbrotnaði! Svo langt síðan en samt eins og þetta gerðist í gær....
Allavega, áfram með sumarið. Ég fer til Spánar þann fyrsta júní og verð líklega í tvær vikur þar úti :D Verða brún og sæl. Síðan verður það vinnan og boltinn og svo verður skundað til Englands þann 18. ágúst þar sem ég fer mjög líklega á fótbolta leik hjá Arsenal! :D Hlakka viðbjóðslega mikið til! En svo er spurning hvort e-ð fleira verði í sumar. Tónleikasumarið mitt í fyrra var sko alveg magnað, en þetta verður sko mergjað!
En jájá, þetta er svooo dauð síða og ég veit ekkert hvað ég get gert til að lífga upp á hana.... Hmm. E-r hugmyndir? Fólk segist lesa en kvittar voða lítið. :)
Úff það er sko lúxus á minni á morgun! Eða svona eiginlega. Á að mæta í tvo tíma, en ætla að skrópa í stæ 403 svo að ég geti sofið út og mætt klukkan 2! :D En þá þarf ég að læra fyrir íslensku og EFN 103 próf sem hljómar mjög spennó. En jæja, ætla að segja þetta nóg. Nenni ekki að blogga meira. Vildi bara koma á framfæri hversu ánægð ég væri með komandi sumar :D
Anna María
miðvikudagur, mars 15, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
7 ummæli:
Vá hljómar verulega spennandi :D langar líka til útlanda í sumar en maður er víst vel pakkaður...sundið tekur nottla sitt af sumrinu og svo er maður að fara út í ár svo maður spendar bara sumrinu með vinum og vandamönnum :D
En ef þú byrjar aftur í fótboltanum ekki brotna hehe heillar ráð frá Sigurbjörgu ;D
Hehe já þú verður að láta mig vita hvenar þú ferð út svo ég geti komið að kveðja þig í sumar! :D
Og ég lofa að fara eins varlega og ég get ;)
Já sumarið hljómar spennandi Anna mín:) Mitt verður líka mjög skemmtilegt. Byrjun þess einkennist af fiski og lömuðum löppum:) hamraborg og esso. Sjit:) En svo er það Mallorca í 3 vikur 25júlí:) jeij:) 122 dagar í það:) OG svo að flytja með sigruni,dagny og dúnu til danmerkur. Treysti á það að þú kíkir á okkur í heimsókn sæta:) en sjáumst í kvöld:) kv.vala
Ég get nú ekki sagt að sumarið mitt eigi eftir að verða mjög spennandi, nema þá kannski endirinn;) og svo náttlega að vinna í bónus, það stendur ALLTAF fyrir sínu;)
Kær kveðja sandra
anna mín er ekki kominn tími á blogg??:D
Hey joe, langaði bara að segja þér að ég er búin að endurnýja membership í metclub, þannig að þú getur notað lykilorðin ef þú manst þau :)
Okay svalt! :D Kannski maður kíki á síðuna og gáir að nýjum vídjóum frá köllunum :p Á ennþá eftir að fá mér eigin áskrift, geri það um leið og ég hef efni á því hehe
Og Guðbjörg ég skal blogga núna. :)
Skrifa ummæli