Það er svo langt síðan ég bloggaði að ég nenni virkilega ekki að telja upp allt sem hefur gerst síðan þá. Ætlaði bara að blogga handa henni Guðbjörgu því hún bað um það og svo að hinir 4 sem skoða síðuna ásamt henni hafi e-ð að lesa. :)
Allavega. Hef voða lítið að segja. Helgin var fín, Elisabeth kom hingað vestur til mín og var sukkað feitt! Étið nammi og kökur og þannig feitmeti allan liðlangn daginn. Horfðum á Narnia á lau. í tilefni af afmæli Þóreyjar og fórum og spjölluðum við hana og sungum afmælissöginn. Sem ég btw KLÚÐRAÐI! Er hægt að vera glataðri? Hmm, var ekki beint í miklu djamm stuði þessa helgina og stoppaði því stutt hjá Gunna Jóns og Þórir. Var samt lengur hjá Þórir og var það fínt. :)
Er alveg drulluþreytt núna! Shit. Er núna ein með ömmu og afa og ég og Kolbrún lágum í svefnsófanum áðan að horfa á Dreamcatcher og við steinrotuðumst báðar tvær! hehehe Amma kom svo inn og hló að okkur þar sem við sváfum. Ekki það að myndin sé leiðinleg því ég fæ aldrei nóg af henni, ég er bara búin á því því ég svaf svo lítið helginni.
Svo fer að styttast í að húsið okkar klárist og að ég flytji aftur heim! Yes! Hlakka til að komast í rúmið mitt!
Og ég er orðin veruleg leið á líkama mínum og langar helst að skipta við e-n annan. Það er sama hvað maður borðar eða hreyfir sig, ég hef ekki grennst rassgat! Hata líkama minn og mín er ekki sátt. Ég ætti kannski að drattast til að æfa sund aftur? Nei ég hef ekki tíma.
Svo er ég svo leið á þessari síðu að mig hreinlega langar að fá e-n til að hanna nýja síðu fyrir mig! Ekki svona týpíska blogg síðu.
Hef ekki meira að segja. Nenni aldrei að blogga því síðan er svo dauð og ég reyni ekkert til að gera e-ð í því. En allavega.
Anna María
þriðjudagur, mars 28, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Eg las fyrst "elisabeth kom til mín um helgina og það sukkaði feitt" og setti upp þennan sjokkarsvip þangað til ég las þetta aðeins betur ;)
hehe Elisabeth.. en gott blogg Anna!:).. EN já það var ótrúlega gaman að sjá Elisabeth og stelpurnar, og gaman að fá að knúsa þær smá!:).. en ég er alveg viss um að Þórey sé ánægð með að þið hafið farið inneftir og sungið fyrir hana, alveg sama þó að þér finnist þú hafa klúðrað því!:)
En ég sé þig eftir 40 mínútur..:).. bæb.. kveðja hallabjörg
Haha Elisabeth kjáni!
En heh Halla ég held þú fattir ekki alveg. Ég klúðraði sko textanum í laginu! :D
takk takk anna mín:# flott blogg, en ég er samt löngu buin að lesa það gat bara ekki opnað comment á blogspot síðu í kassa tölvunni en nuna er´eg í fartölvunniminni:D
HEhe.. Ég gerði nákvæmlega það sama og Elisabeth! Las e-ð að það sukkaði feitt að hún hafi komið! ;) hehehe.. Ég alveg.. bíddu.. bíddu.. HA??! :O
Síðan las ég þetta svona nokkrum sinnum í viðbót og fattaði þetta.. :P haha..
En jamm.. Anna.. Spjallaðu við Bigga blogg eða e-ð..! :P Hann hlítur að geta gert e-ð fyrir þig.. ;)
En hvað meinaru með ekki týpíska blogg síðu? Það er til fullt af þessu..! :) ehehe... En allavega.. Skemmtu þér vel fyrir sunnan um páskana.. :) Kemuru ekki annars?
Skrifa ummæli