Það var kominn tími til að ég bloggaði. Ég hef svona slatta að segja að ég held en byrjum allavega á byrjuninni. Síðasta helgi var snilld! Leikritið var snilld, afmælið var snilld, Rokksúpan var snilld og tónleikarnir fínir. :) Svo var byrjað að pakka og glápa á sjónvarpið á sunnudeginum. En fyrir þá sem ekki vita þá er ég að fara að flytja tímabundið úr húsinu á meðan það verður unnið við að skipta um parket, mála og fleira. Á meðan bý ég uppá Urðarvegi hjá ömmu og afa (það er loksins endanleg ákvörðun! YES!) og verð ég þar líklegast í um mánuð eða svo :)
Sólrisuvikan byrjaði svo á mánudaginn þar sem miðilsfundur var um kvöldið og auðvitað skellti ég mér á hann. En ég byrjaði að vera e-ð voðalega slöpp og þreytulega þennan dag. En miðilsfundurinn var góð skemmtun þó svo að ég sé enn á báðum áttum hvort að ég eigi að trúa eður ei. Þriðjudagurinn var svo hryllingur fyrir mér því ég varð orðinn enn verri síðan fyrri daginn en hélt samt mínu. Í hádeginu var Skari Skrípó með uppistand og var hann bara nokkuð fínn. Strax eftir skóla þurfti ég svo að fara að vinna þar sem ég versnaði en skánaði svo aftur. Fór síðan beint úr vinnunni í matarboð og þar varð ég alltíeinu drulluslöpp, hálfsofandi bara.
Um leið og ég kom heim tók ég saman dótið fyrir morgundaginn og lagðist upp í rúm og var sofnuð hálf 10 takk fyrir pent! Ég vaknaði aftur hálf 7 og var alls ekki í stuði til að fara að synda en jújú ég dreif mig af stað eftir smá rifrildi við sjálfa mig. Ég varð óvenjuhress ofan í lauginni og synti 1 km á innan við 20 mín! Sem er met fyrir mig sem hætti að æfa sund fyrir næstum 2 árum. Ég kom í skólann þar sem var frí í stærðfr. svo ég fór aftur heim að sofa, alveg búin á því. Fór síðan aftur í skólann og var orðin örlítið frískari. Í hádeginu og eyðunni eftir það skellti ég mér aftur heim að sofa því ég var orðin ansi slöpp aftur. Ég hresstist til muna eftir þennan lúr og var töluvert hressari það sem eftir lifði dags. Eftir síðasta tímann fórum ég og Sandra í bakaríið að éta og síðan var komið að því að fara í Hárkompaní.
Og þar kom það. Ég er orðin ljóshærð aftur! Jahá, það var orðin pressa á mig að hverfa aftur til míns upprunalega hárlitar eins og e-r sagði, og urðu liggur við fagnaðarlæti á heimilinu! haha En þetta er rosalegur munur og er ég mjög ánægð. :) Fór síðan á minningartónleikana í kvöld sem voru VIRKILEGA fallegir! En ég er farin að halda að það sér e-ð að mér því ég er hætt að geta grátið meðal fólks. Ég felldi eitt tár alla tónleikana á meðan fólk í kringum mig táraðist, misjafnlega mikið þó. En þegar lögin voru spiluð var mér mikið hugsað til góðra minninga og einnig til þeirra daga sem liðu stuttu eftir slysið, einna mest saknaði ég beggja bestu vinkona minna þar sem önnur er horfin frá og hin staðsett í Rvk. But Life Still Goes On....
Þar sem ég talaði um Pride and Prejudice í síðasta bloggi og sagði að ég ætlaði að væla í Ingibjörgu um að klára myndina núna í sólrisuvikunni... tjah. Ég gerði gott um betur! Við barasta kláruðum myndina á einu bretti á föstudaginn! Ég, Steina og Eyrún vorum 40 mín lengur í tíma ásamt Ingibjörgu BARA til að klára myndina! Talandi um lúða haha. En hvað um það, loksins þegar ég hafði klárað þessa mynd með Colin Firth þá tók nýja myndin með Keiru Knightley við og fannst mér sú fyrri MIKLU betri! Í alla staði. Þótt að þetta hafi verið þættir! hehe Og eins spennt og ég varð yfir að segja Söndru frá þessu öllu þá varð ég svo óðamála að ég kjaftaði óvart frá endinum á myndinni og eyðilaggði þar af leiðandi allt fyrir Söndru! Úps! En ég ætla að bæta henni það upp þegar ég fer til Englands og tek eintak af þessu á DVD fyrir hana um leið og ég kaupi mína ;)
Ég er orðin allsvakalega spennt fyrir Englandsferðinni og svona ljóshærð líka! Og já, vitiði ég hef hugsað mér að verða geimfari í framtíðinni! Var að skoða blað í ensku í dag þegar við áttum að vera að lesa Mma Ramotswe og þar var verið að tala um geimfarana sem fórust með geimskutlunni Columbiu. Alltíeinu, þrátt fyrir þetta atvik, varð löngun mín til að verða geimfari ennþá sterkari! Svo af hverju ekki að reyna á það? Ég meina... Borgað fyrir að gista, fá borðað og vera úti í geimnum! Hah! Get ekki hugsað mér mikið betra starf því mig hefur alltaf langað til að fara útí geim, annað hvort geimfari eða stjörnufræðingur! Jæja ég ætti að segja þetta nóg. Ætli þetta blog dekki ekki bloggleysið síðustu vikuna hehe.
En kommentið: Hvort starfið ætti ég að stefna á? Bara svona til að glæða lífi í þessa leiðindasíðu!
Anna María
miðvikudagur, mars 01, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
8 ummæli:
Mér finnst ljósahárið geðveikt!... ótrúlega flott með það.. og váá hvað tónleikarnir voru fallegir, ég fór að hágráta þegar hún söng Ást.. því ég fór að hugsa um allar minningarnar.. sem verða ekki fleiri.. ótrúlega erfitt.. en mig langar frekar að þú verðir stjönufræðingur.. því þá ertu alltaf hérna á landinu þannig maður getur séð þig oftar og komið æi heimsókn með litlu krakkana sína og svona.. en jæja.. komið gott.. heyrumst.. :) KV Halla Björg..
Eiginlega þá myndi ég verða úti fram eftir aldri meðan ég væri að læra og byrja í starfinu sem stjörnufræðingur svo ég yrði svosem jafnlengi úti í löndum og úti í geimnum :)
En já takk fyrir það. Þegar ég vaknaði í morgun var ég ekki alveg að fíla á mér hárið, en það er að venjast núna. :)
eg myndi velja geimfari....einsog fyrir mig þá yrði ég fyrsta sundkonu geimfarinn og þú fyrsta ísafjarðar geimkonan :D vá hversu nett er það :D
oki doki ég kann sko ekkert á þetta en það var ég Sigurbjörg sem skrifaði þetta komment á undan
Já það væri svalt maður! hehe Við skulum skella okkur til Bandaríkjanna og verða geimfarar og fá að lenda á tunglinu! Sérðu ekki fyrir þér fyrirsagnirnar á blöðunum: "Sigurbjörg og Anna María, fyrstu íslensku konurnar til að lenda á tunglinu!" haha :D
Hahaa vá jú það væri nottla bara tremmað ;D
p.s hehe var að blogga ;)
Kv. Sigurbjörg
vá anna mín, langt blogg ég varð að klára það í dag, því ég var svo þreytt í gær;) en já hvar á maður að byrja...
*Ljósi liturinn fer þér mjög vel, og ég mundi halda mér við hann.
*Minningartónleikarnir voru frábærir og ég er alveg sammála þér, með að fella tárin
*Pride and Prejudice er frábær mynd, horfði á hana í rvk:)
*Geimfari eða stjörnufræðingur, það er spurning ég mundi segja að geimfari væri skemmtilegri vinna sko, en þeir sem hafa áhuga á stjörnum og þess háttar þá kannski það:S en þetta tvennt er bara ekki það sem ég fíla;);)
ja og hvað er 1km margar ferðir? kannski maður fer að huga að því að skella sér með þér:P
1 km eru 60 ferðir :)
Skrifa ummæli