mánudagur, apríl 17, 2006

Home Sweet Home!

Eins gaman og það var nú hjá henni Elisubeth er nú líka æðislegt að vera komin aftur heim! :D Og þá meina ég ekki bara heim á Ísafjörðinn heldur bara aaaaalveg heim í rúmið mitt og mína eigin tölvu! :D At last! Húsið næstum tilbúin en við nú þegar flutt inn samt sem ég er mjög fegin og þakklát fyrir. Loksins að sofa í eigin rúmi. En húsið já... það eru skiptar skoðanir um það hjá mér. Mér finnst mitt herbergi flottast því að.... það er EINA herbergið sem ekkert hefur breyst nema gólfið! Allt er HVÍTT! Hvítt? Ég skil ekki hvað foreldrar mínir eru að hugsa. Mér persónulega finnst það ekki fallegt að hafa alla veggi hvíta. Bara so sorry ef húsin eru þannig hjá fólki, en mér finnst það ekkert sérstaklega fallegt. En þetta er samt alveg ágætt, bara vildi að þau hefðu haft fleiri liti en hvítan... Mér finnst hann gera allt svo tómlegt og kuldalegt. En jæja þetta venst kannski þótt að mér líki þetta ekki.

EN! Ég var sem sagt að koma frá Reykjavík í dag eftir rúma 11 daga dvöl þar á bæ. Ég gisti hjá Elisubeth allan tímann en því miður var ég aldrei með símann á mér þegar Imma og Sigurbjörg voru að reyna að ná í mig núna á helginni og gat því ekkert hitt þær. :( Sorry stelpur! Ég verð að hitta ykkur þegar ég kem heim frá Spáni, voða brún og sæl og vonandi örlítið mjórri ;) En já Reykjavíkin. Einn fátækur námsmaður þar á ferð sem átti ekki einn einasta pening því hann eyddi öllu í nýju Nike takkaskóna fyrir maí mánuðinn. Ég þurfti að fá lánað hjá mömmu til að lifa út dvölina þarna.

En já ég fór tvisvar í bíó, V For Vendetta og Ice Age 2. Báðar hreinar snilldir og það sem ég hló á Ice Age. Ekki var bara myndin fyndin heldur líka gaurinn sem sat fyrir framan mig sem hló svo asnalega! Hah ég grenjaði þegar hann byrjaði að hlæja. :D Ég heimsótti Mosó fjölskylduna tvisvar, þegar Elisabeth og fjölskylda fóru á ballettsýningu hjá Oddnýju og svo þegar þau fóru í fermingu. Ég dró svo Elisubeth þrisvar með mér í sund! Fyrst fórum ég, Elisabeth, Caroline og Oddný í nýju Laugardalslaugina þar sem ég synti 1,5 km, svo ég og Elisabeth í sundhöll Rvk. þar sem ég synti bara 1,1 km og síðan aftur í sömu sundlaug með Frauke og Oddný líka en í þetta skiptið var ég duglegri og synti 1,5 km. Aðeins til að bæta upp fyrir súkkulaði og nammiátið. :)

Fór einu sinni í Kringluna og einu sinni í Smáralind. Keypti takkaskóna í Kringlunni. Svo einn daginn keyrðum við að Gullfoss og Geysi með Caroline og Britta til að sýna þeim. :) En Caroline er litla frænka Elisubethar og Britta guðmóðir Caroline, báðar frá Þýskalandi. Síðasta föstudag fórum ég og Elisabeth svo einar með foreldrum hennar niður á Reykjanes þar sem voru teknar margar mjöööög skemmtilegar myndir! :D Við tvær fórum á þvílíkt myndaflipp en það var bara stuð. Það var samt einn dagurinn sem var bara chill dagur dauðans. Við sátum fyrir framan sjónvarpið aaaaaallan daginn! Eða meira ég en Elisabeth hehe Við kíktum líka í Ikea þar sem ég fann hillu í herbergið mitt undir DVD myndirnar sem ég ætlaði að fara að kaupa í gær þegar ég komst að því að það var lokað. Döh! Þannig að mamma ætlar að kaupa hilluna þegar hún fer suður í næstu viku. Já svo kíktum við líka í Kolaportið einu sinni.

En páskadagur var fínn. Við vöknuðum og það var ratleikur til að finna eggin. Ég var langsíðust að finna mitt egg því að það tók mig svo ógurlega langan tíma að finna einn miðan og síðan eggið sjálft! haha En ég fékk egg nr. 6 sem mamma keypti áður en ég fór suður og ég tók með. Það er búið því það ásamt kvöldmat og hádegismat var það eina sem ég át á sunnudaginn! Og það á heldur betur að reyna að taka á því núna. En ég kláraði samt eggið í gær. Við fórum í hádegismat til ömmu Elisabethar þar sem ég og Elisabeth fengum bæklinga um Egyptaland til að undirbúa för okkar þangað þegar amma hennar komst að því að okkur langaði að fara þangað :) Síðan vara bara grillað í kvöldmatnum og chillað restina af deginum. Voða nice og rólegt og ég fegin að vera laus frá öllum þessum endalausu matarboðum einu sinni.

En þetta var mjög skemmtilegt páskafrí og ég nenni ekki að þræða alla söguna hérna en ég veit að fólk skemmti sér vel hér heima svo að... Já. Hef voða lítið annað að segja. Er bara búin að vera að reyna að koma reglu á herbergið en það er ekkert að ganga alltof vel. Er búin að setja öll fötin í kommóðuna og sortera út lítil föt og þau sem ég nota ekki lengur. Allt minnkaði um helming! Ég þarfnast greinilega fata!

Það er cirka einn og hálfur mánuður í Spán og ég er skítblönk, alveg jafnfeit og á bara vetrarföt! Þetta verður laglegt get ég sagt ykkur. En ég ætla sko að vera búin að grennast áður en ég fer til Englands. Ég verð. Ég er miklu spenntari fyrir Englandsferðinni heldur en Spánar ferðinni... því í Englandi verð ég fullklædd! Og ég á eftir að gera svo mikið í Englandi. Úff mig hlakkar til... Samt var ein pæling með George Clooney í Thin Red Line sem poppaði upp hjá mér þegar ég horfði á myndina á fimmtudaginn og hneykslaði mig allasvakalega. En ég deili henni bara næst þegar ég nenni að blogga. Þetta er orðið andskoti langt og ég veit ei hvort einhver les þetta. En jæja, hér er ein mynd í lokin frá ferðinni á Reykjanesið. Myndin sést í fullri stærð ef þið klikkið á hana.



Anna María

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mér fannst þetta þrusublogg og ég las það ALLT!:).. fæ ég sleikjó í verðlaun? :).. neei bara plat.. en allavega, það er margt sem ég gat kommentað við en ég man það bara ekki nuna, en gott að þú skemmtir þér í RVK!:) SJáumst.. kv. Halla;)

Nafnlaus sagði...

langt og skemmtilegt blogg skvís:) enn eins og halla þá hef ég gullfiska minni, þannig ég man nú ekki mikið.. en hvar ertu á myndinni?? en það virðist vera helv. langt niður!!;) en sé þig sæta

Anna María sagði...

Heheh það virkar bara þannig. Ég tók einmitt eftir því þegar ég hafði sett myndina inn. En þetta er tekið við Reykjanessvita eða e-ð þanni og vitinn stendur uppá hól og svo var svona pallur (úr steypu) allan hringinn í kring og hann var svona meðalhár bara. Það hitti bara akkurat þannig á að þetta virkar svona hátt þar sem ég sit! hehe :) Elisabeth snillingur í að taka myndir ;)

Nafnlaus sagði...

Ekki má gleyma því að ég hitti þig einmitt daginn sem þú keyptir takkaskónna ;D hohoho
En annas þá var þetta alveg misheppnað hjá þér hehee bara aldrei með símann á þér =/ humm
Einsgott að þetta verður ekki svona misheppnað næst ;D
kveðja Sigurbjörg

Anna María sagði...

Já ég var alger vitleysingur! Ég lofa að passa mig næst! ;) Á örugglega eftir að vera nokkrum sinnum fyrir sunnan í sumar að keppa í fótb. :P

Og ég kom þér sko á óvart þarna í Kringlunni hohoho :D