föstudagur, júlí 28, 2006

jamm og já

Ferðin suður var alltílagi. Var eins og ég bjóst við bara, nema að ég gleymdi handklæði og laki! haha svo það var rúmfatalagerinn fyrir mig. Nenni ekki að fara að rekja upp ferðasöguna hér fyrst það er búið að skrifa hana á boltablogginu. Linkurinn hérna vinstra megin. Þessi ferð var síðri en hin en jæja, ég spilaði báða leikina í þetta skiptið þótt að stutt hafi verið. 10 mín í hvorum leik sem er þó 5 mín bæting frá hinni ferðinni. Var samt ekki alveg sátt við að hita upp allan seinni leikinn en fara inná svona stutt....

Allavega. Í dag eru 3 VIKUR í að ég fari til London! Ég pantaði ferðina fyrir 6 mánuðum! haha shit hvað tíminn flýgur frá manni. Ég er núna að vinna eins og versti alki fram að brottför. Er að hugsa um að keyra suður þann 17. ágúst á Hamster. Vantar e-m far til Rvk.?

En já er að vinna allar helgar, bókstaflega, nema hvað ég fékk frí í dag. Er að vinna alla laugardaga og sunnudaga þangað til ég fer og ég yrði ekkert hissa ef ég myndi vinna alla föstudagana líka fyrir utan þennan. Svo eru það æfingar mán.-fim. þar sem ég er bara að vinna til 5. Ein vika eftir í kókinu og eftir það er það bara Bónus og svo út til London!

Og já snillingnum mér tókst, með hjálp Tinnu H., að misstíga mig á æfingunni á miðvikudaginn! Í fótinn sem ég brotnaði í! Mér brá svo þegar ég datt og fann brakið í fætinum að ég var í hálfgerðu sjokki. Muldraði að ég ætlaði að saga af mér fótinn ef hann væri aftur brotinn á meðan ég reif af mér skóinn, legghlífina, sokkinn og ökklasokkinn. En þetta var nú ekkert það alvarlegt.

Tommi setti kælisprey og kælikrem á ökklann og ég dressaði mig í heila klabbið aftur og hélt barasta áfram. Hann var nú e-ð efins um að ég myndi halda áfram en sagðist ekki ætla að banna mér það. En eins mikill þrjóskupúki og ég er nú þá hélt ég áfram í skotæfingunni en gat svo ekkert hlaupið því þetta versnaði svo ég sat hjá meðan þær spiluðu. Tók nú samt þátt í einum skotleik í endann! Kom svo heim og fór að ráðum þjálfa og kældi ökklann og hafði hann hátt uppi. Damn, það minnti mig of mikið á fótbrotið!

Ég vildi fara á æfingu í gær, en eins og ég gerði í sundinu þá þurfti ég alltaf að tala við þjálfa áður en ég gerði e-ð. Og ég breytti því ekkert og fór og talaði við Tomma sem ráðlagði mér að sleppa æfingunni og hvíla fótinn. Annars myndi ég abra gera vont verra... En Begga til mikillar hamingju þá gat hann notað mig í vinnunni fyrst að ég gat ekki verið á æfingu.

Vá aðeins lengra blogg en ég upphaflega ætlaði! En jæja. Sandra hefur þá e-ð að lesa meðan hún er veik greyið.

Snúsnú í kvöld í fyrsta skipti í langan tíma! Þeir sem hafa áhuga endilega að mæta á körfuboltavöllinn á Torfnesi klukkan 10! :) Og auðvitað Þeytingur eftirá að anda snúsnúfélagsins! Linkur á síðu félagsins hér til vinstri. Er þetta ekki bara gott blogg fyrir næstu vikuna? Því ég fæ svo fá komment þannig að verið dugleg að skilja eftir ykkur.... orð?

Anna María

Engin ummæli: