Þetta var nú meiri helgin hjá mér. Ég var að vinna alla dagana, en fann mér samt tíma til að fara í tvö partý. :) Lausnin? Heil pakkning af Magic!
Var að vinna allan fimmtudaginn því það var ekki æfing, vann allan föstudaginn eða til hálf 8. Það kvöld var kveðjupartý inní Álftafirði því Helga Guðrún og Guðbjörg eru að fara sem skiptinemar í heilt ár! Helga er bara að fara suður í dag og út á morgun! Ég á eftir að sakna hennar alveg rosalega mikið eins og ég sagði við hana þegar ég kvaddi hana á laugardaginn. Ég hef aðeins meiri tíma þangað til Beggý fer og ég byrja að sakna hennar! :) En jæja, back to the party.
Ég keyrði inneftir með Helgu Lind, Steinu og Maríu sem farþega í "rútunni". Komum á staðinn rétt yfir 10 eða fyrir hálf 11. Man það ekki. Þar var stuð og gaman, verst að það rigndi svolítið mikið en þá var bara tjaldastemning! Ég var samt farin af stað heim klukkan 2, þá með Sigþór sem farþega því stelpurnar ætluðu að gista og drengurinn búinn að drekka og vantaði far heim. Var mikið talað um fótbolta á leiðinni og ég fékk að heyra hina hliðina á sögunni um bíllyklana frá helginni áður!
Mætti í vinnuna 8 daginn eftir og var hressari en ég bjóst við að verða. Lifði á Magic allan daginn og það byrjaði sko að síga á mína seinni partinn, var að detta niður af þreytu þá. En ekki gafst ég upp. Kom heim og fékk mér að éta og hafa mig til fyrir afmælispartý Biggu! Já og Bigga líka.
Ég var mætt í Sigurðarbúð um 8-leytið þar sem meiri hluti stelpnanna var kominn og þar sátum við og spjölluðum, þær drukku og við höfðum gaman. :) Ég var alveg stjörf af þreytu fyrst þegar ég kom, en svo þegar leið á kvöldið komst ég yfir þreytuna og var komin í svaka stuð í lok kvöldsins! Var samt á miklu skutleríi og þurfti framan af að keyra bílinn hennar Helgu Lindar því ég var á hvíta bílnum, en svo skipti ég þegar bíllinn minn kom heim og þá var ég bara á honum. Bigga og Biggi áttu afmæli í gær, þann 16. júlí, og til hamingju með 18 ára afmælið bæði tvö! :D :* Ég var skriðin upp í rúm hálf 3-3 og var að fara að vinna daginn eftir.
Opnaði búðina ein með öryggisnúmeri í fyrsta skipti og var ekkert lítið stressuð því mig hafði dreymt þetta um nóttina og allt fór úrskeiðis í draumnum! Þetta var samt ekki alveg eins slæmt, en þjófavörnin fór af stað í 2 sek og þeir hringdu frá Securitas alveg eins og í draumnum! Nema að gaurinn var meira mellow í raunveruleikanum, því hann skammaði mig í draumnum. Í kaffinu fórum ég, Sandra og Valli að horfa á leikinn hjá stelpunum á móti Haukum!
Ég lagði bílnum fyrir ofan og skildi Söndru og Valla eftir í bílnum og fór niðureftir aðeins að tala við liðið á bekknum. Eftir að hafa setið þar í svona 10-15 mín. fannst mér ég óvelkomin þar þannig að ég brölti upp í bíl aftur, horfði aðeins lengur á stelpurnar og keyrði svo í Bónus aftur. Stelpurnar töpuðu því miður 7-0, en það var samt skárra en þegar við fórum suður, en það var einmitt þá sem ég spilaði fyrsta leikinn minn og við töpuðum 10-0.
Eftir vinnudaginn lagðist ég upp í rúm alveg DAUÐ eftir helgina. Magic-ið var á þrotum og ég gjörsamlega búin. Náði að drösla mér í að skúra en fór svo beint heim og uppí rúm! Langþráður svefn eftir að hafa sofið lítið um helgina. En þetta var fjör þó að þetta hafi reynt svolítið á mann.
Anna María
P.S. Allar myndirnar sem ég tók eru strax komnar inn á www.123.is/kiddow88. Það er líka linkur hér til hliðar sem heitir fleiri menntó myndir.
mánudagur, júlí 17, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
óvelkomin? af hverju ættir þú að vera óvelkomin?
-ingibjörg
Skrifa ummæli