fimmtudagur, júlí 06, 2006

Vinna og æfa

Það er það eina sem ég hef gert núna undanfarið. Vinna í kók og Bónus og svo æfingar, útí vík og hér á Ísó. Svo var leikur síðasta laugardag sem fór ekki eins og vonast var til en jæja. Dagarnir svoleiðis þjóta framhjá mér og rétt þegar vikan er búin og ég er mætt í vinnuna á mánudegi og horfi þreytulega fram á langa viku, þá er áður en ég veit af kominn sunnudagur aftur! Það er eins og ég geri varla mikið annað en að vinna, æfa, sofa, borða og kíkja í tölvuna eða á sjónvarpið. Brjálæði!

Ég verð komin til London á nóinu og aftur heim án þess að fatta hvað hafi gerst! Tíminn gjörsamlega æðir áfram og rennur úr höndunum á manni og það er ekkert alltaf sniðugt. Stundum væri ég alveg til í að sólarhringurinn væri svona 30 klst. bara til að fá meiri svefn og hvíld. En jæja, það er nú langt í að það gerst. Tjah, svona milljón ár. Maður má láta sig dreyma.

Ég ætla rétt að vona að ég hafi e-ð skánað í boltanum eftir allar þessar æfingar. Valdís? Held að hún sé sú eina af stelpunum sem lesi bloggið og ég bara spyr, hef ég skánað? Hefði kannski átt að spurja í vinnunni en what the heck!

Skrapp inn í Þernuvík með Konna "litla" frænda á laugardaginn og kom aftur á sunnudeginum. Fyrsta skipti sem ég keyri ein á Hamster inn í djúp. :D Kristó og Halldór komu svo með okkur aftur á Ísó og guttarnir í aftursætinu voru að mana stóru frænku sína í að fara alltaf hraðar og hraðar! Ég gaf undan á endanum og endaði í 168 km/klst á einum beina kaflanum en hægði strax á mér. Alltof mikil bensíneyðsla!

Leikurinn í gær var snilld! Frakkland-Portúgal og ég studdi auðvitað mína menn, frakkana! Ég get sagt ykkur að ég er enginn fótboltagúrú en ég hef gaman að honum og ég svoleiðis öskraði og fagnaði þegar frakkarnir skoruðu og var nánast byrjuð að naga neglurnar í lokin því ég var svo hrædd um að Portúgalar myndu jafna, sem þeir gerðu ekki og Frakkland verður í úrslitaleik HM á sunnudaginn! :D Enda varð ég andskoti vonsvikin á síðasta HM þegar þeir komust ekki upp úr riðlakeppninni svo ég hélt með Brasilíu í staðinn þá. En núna vann Frakkland Brasilíu og er komið í úrslitakeppnina á móti Ítalíu svo að ég bíð spennt!

Nóg um fótbolta. Er að fara suður seinni partinn í dag! Get ekki beðið! Er að fara að hitta Elisubeth og auðvitað Immu og Sigurbjörgu og svo aðalástæðan, spila! Allan þennan korter hehe En úff það er komið ansi langt síðan ég sá hana Elisubeth :/ Ekki síðan á páskunum! Shit. Alltof langt. En ég kem aftur á sunnudaginn, keyrandi með liðinu. Eftir að hafa horft á úrslitaleikinn sem ég má ekki missa af! Djöfull að ég hafi ekki keypt franska landsliðsbúninginn á Spáni eins og ég ætlaði! Arg!

Úff, þarf að halda áfram að pakka ef ég ætla að fara með pabba að skola af Hamster mínum á eftir. Greyið er alveg drulluskítugur því, já, ég kann ekki að þrífa bíla! Þurfti að bíða þangað til pabbi kæmi heim til að hann gæti kennt mér það almennilega. Þá getur Hamster oftar verið hreinn. Ok nóg komið. Þetta endað í vanalega löngu bloggi enda er ég ekkert búin að blogga í rúmar 2 vikur!

Anna María

PS. myndir frá afmælum Söndru og Dagnýjar komnar inn fyrir þá sem ekki vita :) Skiljið eftir komment svo að ég sjái að þetta sé virkari síða en hún hefur verið undanfarið.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ussussuuss þú átt ekki að keyra svona hratt :)

Nafnlaus sagði...

bara kvitta:)

Nafnlaus sagði...

comment 8-)