mánudagur, september 11, 2006

11. sept

Varð bara að blogga núna því í dag er 11. september og á þessum degi fyrir 5 árum þá var ég í fjallgöngu og mjög ung, eða yngri en núna, einungis í 8. bekk. Ég gleymi því aldrei að þegar ég labbaði inn um dyrnar, aum í fótunum og dauðþreytt eftir daginn, að mamma kemur til mín: "Anna María! Komdu og sjáðu, þetta er alveg hrikalegt. Það var hryðjuverkaárás á World Trade Center!"

"Hvað er það?" Var það fyrst sem ég sagði með aulalegum svip. Engin samúð og ekki hugmynd um hvað kerlingin var að tala. Hún dregur mig inn í stofu þar sem pabbi og afi sitja límdir fyrir framan sjónvarpið alveg dolfallnir. Það fyrsta sem ég sé á skjánum er flugvél að fljúga inn í háhýsi.

Mamma fer svo að fræða mig um málið, segir mér frá tvíburaturnunum sem hana langaði að fara með mig í e-n tímann, segir að mörg þúsund manni hafi látist og séu enn að deyja. Þarna voru turnarnir þó enn uppi og við stóðum/sátum þarna fjögur og fylgdumst með. Núna var ég ekki lengur eins og e-r hálfviti (bókstaflega) kominn af fjöllum.

Sjónvarpið hjá mér var á allan þennan dag og ég fylgdist með framvindu mála. Ég fékk hroll þegar fyrri turninn hrundi og síðan sá seinni. Og það var jafnvel sýnt fólk sem fleygði sér fram af turninum. Allt þetta fólk. Þvílík áhrif sem þetta hafði á mann þótt maður væri e-r lítill Íslendingur á skeri í Atlantshafi.

Gleymi aldrei þessum degi.



Anna María

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

o já maður..! þetta var ömurlegur dagur einhvað .. og að horfa á þetta allt saman hrinja til grunna og sjá aftur og aftur og aftur þegar flugvélin flaug í gegn.. díses... þrátt fyrir ungan aldur þá gerði maður sér grein fyrri eftirmálanum sem átti eftir að koma .. já herna .. en flott blogg hjá þer elskan ... langt síðan ég hef heyrt í þer .. ;) ég kíkji bráðum vestur á ykkur öll, vona að þú verðir í bænum .. annars máttu endilega láta mig vita ef þú ert ekkað á ferð í höfuðborginni .. alveg til í hitting.. :) love you..:*

Nafnlaus sagði...

Jáh! .. þetta var heldur betur ótrúlegur dagur!.. ég man að ég kom heim lagðist í sófann eftir að hafa verið borin niður af löggunni og Kjartani... og þetta var í sjónvarpinu!.. ótrúlegt hvað einhverjir kallar geta gert.. Maður gleymir þessu aldire held ég barasta!.. :/..
kv. Halla Björg

Nafnlaus sagði...

ég get nú ekki sagt að ég hafi búist við þessum eftirmálum sem áttu eftir að gerast (stríðið í Afganistan)þetta var eiginlega ekki eitthvað mér hefði dottið í hug að myndi gerast... en samt alltaf jafn áhugavert að lesa bloggin þín Annaa mín;)

Anna María sagði...

haha Sandra reyndu ekki að ljúga að mér! (varðandi bloggið)

Guðmunda: Já það er langt síðan ég heyrði í þér líka, þú verður bara að fara að drífa þig heim vinan! :) Því ég er ekki á leið suður í bráð...

Halla: Þetta er svona e-ð sem kynslóðin okkar og fyrir ofan okkur sem mun aldrei gleyma. Alveg hrikalegt. :/