Er komin með ógeðslega ælupest. :( Byrjaði að líða virkilega illa í gær og hafði ekki lyst á neinum mat. Fór svo í Bónus-partý seinna um kvöldið þar sem ég gat ekkert borðað og leið ekkert sérstaklega vel, en ætlaði að reyna að halda þetta út. Vonaðist til að hressast bara seinna um kvöldið. Fer svo um 10-leytið að ná í Ólafíu.
Við erum heima hjá henni og hún er að sýna mér breytinguna á húsinu þeirra þegar ég þarf allt í einu að æla. Hlaupum inná klósett og ég æli upp öllu sem var í maganum liggur við. Þetta var ógeðslegt. Ég skutlaði henni svo niðureftir og lét fólkið vita að ég hefði ælt og að ég væri farin heim. Eyddi svo svona stórskemmtilegu laugardagskvöldi uppí rúmi, ælandi. :/
Ekki neitt sérlega geðslegt. Ældi samt ekkert í nótt því ég kláraði það allt í gær og ég hef ekkert þorað að borða því ég vil ekki æla.
Já, skemmtileg saga. Hverjir gátu ekki lesið þett blogg? hehe
Anna María
sunnudagur, september 24, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
ég gat allavega lesið! hehe .. nákvæm og geðsleg frásögn;) þér er allavega batnað, sem betur fer
Skrifa ummæli