laugardagur, september 30, 2006

Sund eða fótbolti?

Jæja, núna er ég búin að vera að pæla. Við erum ekki ennþá komnar með þjálfara í fótboltanum, en Benni í víkinni er farinn að þjálfa aftur sund. Mig langar alveg svakalega að bæta mig í boltanum, en mig langar líka ótrúlega mikið að fara að synda aftur.

Kostirnir við fótboltann er að hann er einungis 3-4 sinnum í viku og þar af leiðandi smellpassar inn í vikuáætlunina með vinnunni, tónlistarskólanum og skóla. Sundið hinsvegar er "aðeins" tímafrekara. Veit ekki nákvæmlega hversu oft í viku það er, en ég veit að ef ég fer að æfa aftur þá get ég bara mætt 3-4 í viku.

Svo er spurning, get ég æft bæði? Sko, ef ég skipti þessu niður, kannski sund fyrri hluta vikunnar og fótbolti seinni, eða sundæfingar í eina viku fótbolti eina þá missi ég alltaf svo mikið úr. Tjah ég gæti svo kannski mætt á sundæfingar þá daga sem fótboltaæfingar eru ekki?

Ég veit ekki hvað ég á að gera. Er búin að kaupa helling af dóti fyrir boltann núna í sumar, en dauðlangar samt í sundið aftur þar sem ég er margfalt betri í sundinu en fótboltanum. Milljón sinnum betri.

Hvað finnst ykkur? Sund, fótbolti eða bæði?

Anna María

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Veistu, ég myndi segja fótboltinn!.. þér er búið að fara mikið fram síðan þú byrjaðir, og þú ert komin með tæknina svona nokkurnveginn.. og búin að kaupa fullt að hlutum eins og þú sagðir.. þannig.. ég segi fótboltinn.. svo er hann líka skemmtilegri!:).. ég vona bara að þið/við fáum þjálfara.. ;).. kv. Halla Björg..