mánudagur, febrúar 19, 2007

Í þá gömlu góðu daga...

Jáh, ég var að taka til í skúffunni minni núna í gær, þegar ég átti að vera að læra fyrir EFN 203 próf btw, og rakst á tvær skemmtilegar myndir. Bekkjarmynd frá fyrsta bekk og leikskólamynd. Og vá hvað allir hafa stækkað og breyst. Ég tók mynd af mynd til að blogga hehe

Leikskólinn. Líklega tekið í kringum... '92-'93
Og 1. bekkur sem var '94-'95 og Pétur kennarinn minn, sem mér fannst alltaf vera besti kennari í heimi! haha Hann var nefnilega alltaf svo skemmtilegur við okkur.


Jæja... Nú á að reyna á ykkur. Getiði giskað hver er hvað? Kannski auðvelt með suma, en aðrir gætu verið erfiðari. ;) Ég blogga svo seinna og skrifa nöfnin á fólkinu.

Hvar er ég?

Anna María

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég sé alveg augljóslega svipinn á þér!.. ætla ekkert að segja, þar sem þetta er kannski fyrir fólk sem þekkir þig kannski minna en ég geri!:) Hef lent í því að þurfa að bíða í hátt í 5-6mín eftir að það hafi loksins verið giskað á rétt í sambandi við mig!:).. Við erum ótrulega æðisleg! :) kv.. Halla Björg

Nafnlaus sagði...

ÉG sá þig strax á fyrstu myndinni.. en þurfti aðeins að leita á seinni myndinni.. en ertu að grínast.. vá hvað allir hafa breyst og margir eru fluttir í burtu. Og að sjá Benna, Danna og Kolmar þarna.. og já.. alveg allir bara! haha.. endalaust fyndið! :) Kv.Sigrún Eva

Nafnlaus sagði...

Hæhæ rakst á þessa mynd hjá þér og fann mig þar :P eg er í bleikri og svartri hettupeysu þarna í annari röð
Heyrumst,Halla María!:D