Mig langaði að skrifa smá minningargrein um hana elsku Þórey mína. Þetta er búinn að vera tilfinningaþrunginn og erfiður dagur fyrir mig og mína nánustu. Ég hef verið að lesa minningarsíðuna fyrir hana Þórey mína og margar blendnar tilfinningar komið fram. Minningarathöfnin sem fór fram fyrr í dag þar sem stór hluti '88 árgangsins kom að minnast hennar elskulegu Þóreyjar minnar á slysstað og heima hjá Þórey var alveg yndisleg. Það sýnir hversu mikið hún snart fólk með sinni einlægni, hlýju og mildi. Og ekki að gleyma brosinu.
Mig langaði líka að koma því frá mér að ég fékk að sjá hana í hinsta sinn í dag og hún færði mér ró. Jafnvel þótt sál hennar hafi yfirgefið líkamann, þá færði hún mér hugar og hjarta ró. Hún lá þarna friðsæl og svo ofboðslega falleg eins og alltaf. Það var líkt og hún brosti til okkar Elisubethar til að segja okkur að þetta sé alltílagi og að hún mun vaka yfir okkur alveg þangað til við komum til með að hitta hana aftur. Hún var með Mónu-Lísu bros eins og ég kýs að kalla það og sýndi okkur að þjáningar hennar voru engar sem við og allir erum þakklát fyrir. Hún var algert yndi þessi stúlka og mun lifa í hjarta okkar allra.
Frá því að ég fékk fyrsta símtalið um þetta þá vildi ég ekki trúa þessu. Ég hágrét en pabbi náði að róa mig og segja að ekkert væri staðfest ennþá. Erfiðum hálftíma seinna þá kemur pabbi inn með tárin í augunum og ég öskraði bara á hann: NEI NEI NEI! Hann sagði að það hefði verið staðfest og ég hélt áfram að öskra nei og grét sárum tárum með ekkasogum. Ég gat ekki trúað þessu. Hún elskulega Þórey mín! Ég grét allt kvöldið og morguninn eftir líka. Á flugvellinum reyndi ég að vera sterk en um leið og ég sá systur Þóreyjar þá brotnaði ég niður og hágrét. Þegar Elisabeth kom hljóp ég til hennar og við stóðum þarna heillengi alveg hágrátandi báðar tvær. En við að sjá hana Þórey okkar þá urðum við öllu rólegri. Bara friðsældin og fegurðin í kringum hana huggaði okkur.
Ég man þegar ég kynntist Þórey fyrst. Ég hef kannski ekki þekkt Þórey eins lengi og margir aðrir en ég tel 5-6 ár vera langan tíma og ég er mjög þakklát fyrir hann! En já þegar ég hitti hana fyrst þá var það í 7. bekk. Hún var vinkona Birgittu og við þrjár vorum oft saman í skólanum. Í fyrstu var ég svo oft afbrýðissöm útí Þórey og Birgittu því þær náðu svo vel saman. En eftir nokkra mánuði í sama vinahóp þá drógumst ég Elisabeth og Þórey saman eins og seglar og þarna var komin sterk þrenning sem hélst sterk alveg fram til þessa dags og mun haldast sterk í minnum okkar svo lengi sem mögulegt er.
Ég sá að myndin Thirteen er í sjónvarpinu á Stöð 2 núna þegar ég skrifa þetta. Ég horfði á þessa mynd með stelpunum mínum tveim heima hjá Þórey. Ég og Þórey vorum sko algerir kvikmynda unnendur og höfðum sama smekk á kvikmyndum. Við vissum allt um leikara og við nutum þess að fara í bíó. Það klikkaði ekki að hringja í Þórey og biðja hana um að koma í bíó með mér. Og ég er svo heppin með að hafa átt eina góða bíóferð með henni áður en hún fór. Við stöllur fórum á Borthers Grimm og fannst okkur hin mesta skemmtun. Einnig viðurkenni ég að okkur báðum brá við nokkur atriði!
Eins og ég skrifaði á síðuna hennar Þóreyjar þá var það eitt sinn að við stúlkukindurnar sátum á pallinum hjá Elisubeth og Þórey var að venju í sólbaði. Aldrei fékk hún nóg af sólarljósinu stelpan en því miður fær hún ekki færi á að fara til sólarlanda eins og hún hafði planað að gera í sumar. En við sátum þarna ég og Elisabeth að rýna í kortabók og Þórey í sólbaði. Ég og Elisabeth vorum að leita að Surrey í Englandi og vorum búin að rýna á minnstu örnefni en fundum það ekki. Þórey hafði líka leitað en gafst upp og lagðist frekar í sólbað. Síðan tölum við e-ð saman þannig að ég lít upp á hana og svo aftur á kortið og sé ég þá það sem ég leita að. Ég öskra: SURREY!! og Þórey hrekkur upp með látum: Ha?! FLUGA?! Og það sem við hlógum.
Sitjandi við eldhúsborðið hjá mér í dag, bara ég og Elisabeth tvær, þá rifjaðist upp góður dagur í okkar minnum. Við vorum allar þrjár heima hjá mér í 8. eða 9. bekk þar sem ég hafði bakað mjög sérstaka köku að nafni klessukaka sem er ein sykurleðja. Við höfðum étið meira en hálfa kökuna og sátum þá þarna grenjandi úr hlátri alveg hreint. Við vorum allar í sykursjokki og skríktum og hlógum eins og ég veit ekki hvað. Það var fíflast frameftir degi og var það hin mesta skemmtun.
Þegar ég fór heim til hennar áðan lét fjölskylda hennar mig fá mynd sem ég hafði gefið henni í jólagjöf. Það var mynd af okkur tveimur vinkonunum á skautum í Skautahöll Reykjavíkur í síðustu og einu ferð okkar saman til Rvk. Á rammann er skrifað "Friends Will Be Friends..." og ég fór að hágráta þegar ég sá þetta. Ég vildi ekki taka við þessu fyrst en Sara vildi endilega að ég fengi þetta því Þórey var svo ánægð með þessa mynd. Þá fór ég að segja henni frá því þegar við vorum á skautum. Þórey var vön frá æskuárunum í Hnífsdal á meðan ég og Elisabeth vorum eins og verstu spýtukallar og fórum löturhægt. Þórey þeyttist áfram eins og hin mesta skautadrottning og hringaði okkur kellingarnar hvað eftir annað. Hún manaði okkur að fara hraðar sem við og gerðum á endanum en náðum þessu ekki næstum eins vel og hún.
Ég er svo ánægð að við fengum að vera þarna allar þrjár saman, þótt að það hafi verið í hið hinsta sinn. Ég mun aldrei gleyma henni elsku Þórey minni og hversu yndisleg og frábær manneskja hún er. Hún trúði alltaf svo heitt á yfirnáttúrulega hluti svo sem drauga en ekki ég. Nú þegar hún er farin trúi ég heitar en nokkru sinni áður að hún sé hérna hjá mér, vaki yfir mér og fylgist með hverri hreyfingu minni. Það er mikið sem maður vill segja á svona sorgarstundum og margar minningar koma upp í hug manns. Ég hef margt og mikið meira að segja frá en ætla að segja þetta nóg í bili.
En elsku Þórey mín, mér þykir alveg afskaplega vænt um þig og sakna þín alveg voðalega sárt! Næstu dagar, jafnvel vikur verða kannski erfiðar en lífið heldur áfram og þú munt alltaf vera í huga mér. Ég mun ávallt muna eftir þér sem bestu vinkonu minni og hafðu mig í huga þér sem rokkarann þinn hana Önnu Maríu á Ísafirði. Hafðu það gott þar sem þú ert elsku vinan mín, hvort sem það er í skýjabreiðu himnaríkis hjá Guði eða ríðandi á hvítum fallegum hesti um háloftin sem valkyrja Óðins. Hér koma nokkur textabrot sem koma mér í huga núna úr hinum og þessum lögum.
Say It's Not True - Roger Taylor
Say it's not true.
Say it's not right.
Can be happening to you.
Can be happening to me.
A Tout Le Monde - Megadeth
So as you read this know my friends
I’d love to stay with you all
Please smile when you think of me
My body’s gone that’s all
A tout le monde (To all the world)
A tout les amis (To all my friends)
Je vous aime (I love you)
Je dois partir (I have to leave)
These are the last words
I’ll ever speak
And they’ll set me free
If my heart was still alive
I know it would surely break
And my memories left with you
There’s nothing more to say
Moving on is a simple thing
What it leaves behind is hard
You know the sleeping feel no more pain
And the living are scarred
Friends Will Be Friends - Queen
It's not easy love, but you've got friends you can trust,
Friends will be friends,
When you're in need of love they give you care and attention,
Friends will be friends,
When you're through with life and all hope is lost,
Hold out your hand cos friends will be friends right till the end
Og það vorum við svo sannarlega Þórey mín! Ég sakna þín og ég elska þig afskaplega mikið. Hvíldu í friði dúllan mín.
Þín elskulega besta vinkona Anna María
föstudagur, janúar 20, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
17 ummæli:
elsku anna maría mín.. þetta er mjög falleg minningagrein elskan min :#
Takk elsku Guðbjörg mín :*
Þetta er mjög flott hjá þér Anna María. Ég man eftir Þórey þegar að við vorum að "æfa" skauta í Hnífsdal. Vorum alltaf á ánni þar sem að hún var breiðust. Oh, það var svo gaman..
æj ástin mín ... þetta er æðisleg minningargrein hjá þer.. :* við stöndum allar saman og verðum duglegar að fara í hnífsdalin og standa með þeim..þau þurfa á okkur að halda... :* hún verður alltaf hjá okkur þessi elska..
Já Helga hún var sagði okkur frá því í skautahöllinni og sýndi það og sannaði að þið voruð mikið á skautum þarna í Hnífsdalnum!
Takk, takk Guðmunda mín. :* Næsta vika verður erfið en sameinuð erum við sterk.
ég fór að hágráta þegar eg las þessa minningargrein hja þer svo falleg.. eg samhryggist ykkur öllum mjög mikið. ;*
Takk takk elsku Elísabet mín! :* Og sömuleiðis. Ég las það sem þú skrifaðir á minningarsíðuna og það var yndislegt. Ég faðma þig næst þegar ég sé þig!
Þetta er mjög falleg minningargrein hjá þér Anna María. Hún mun alltaf lifa í minningum okkar
Takk Bryndís. Já hún mun svo sannarlega lifa í minnum og hjörtum okkar. Hún var alveg einstök!
Rosalega fallegt hjá þér Anna mín :* Það er svo gott að eiga góða að og Þórey var svo sannarlega heppin að eiga þig.
Takk æðislega fyrir þessi fallegu orð Ásthildur mín! :*
Falleg minningargrein hjá þér Anna María mín ! Hún Þórey var alveg yndisleg stelpa og hún mun ávallt fylgja okkur hvert sem við förum ! Þetta eru erfiðir tímar, en við verðum að vera sterkar og styðja hvor aðra :*
Kæra Anna mín. Þetta er svo sannarlega falleg minningargrein ! Ég held ég hafi fengið kökk í hálsinn amk 4 sinnum við að lesa hana... orðar allt ekkert smá fallega og allt.. og ég er alveg hreint út sagt sammála orðatiltækinu, "Friends Will Be Friends"..... ;* sjáumst vonandi í kvöld;* kv.vala
Elsku Anna María mín, mikið var þetta fallegt hjá þér! *
-Helga Margrét
Takk takk stelpur! :*
Mikið er þetta fallegt hjá þér Anna María, mér finnst þetta lýsa því mjög vel hversu æðislega góða og skemmtilega frænku ég hef átt, fékk því miður ekki að kynnast henni jafn vel og ég vildi, en fékk þó að kynnast henni nóg til þess að vita að hún væri frábær og brosið hennar sem alltaf hlíjaði manni um hjartarætur:)
Votta mina samúð elsku Anna María..
Takk takk Salóme. Já hún frænka þín var sko algert yndi og hún sparaði ekki brosið! :)
Skrifa ummæli