Jáh, það hefur verið bloggleysi síðstu þrjár vikur og hef ég e-n veginn haft í það að blogga, því hvað á maður að segja? Ég veit að lífið heldur áfram og allt það, en já, hvað getur maður sagt? Ég hef reynt hvað ég get að hlakka til hinna og þessara hluta en slysið skyggir oftast stóran hluta á það. Ég er þó að taka gleði mína á ný og er að verða eins og ég var aftur. Samt er ég enn dauf og mér finnst eins og Þórey sé bara í svörtustu Afríku á bakpoka ferðalagi þar sem ég get ekki haft samband við hana og ég er að bíða eftir að hún komi heim. Stundum þarf ég liggur við að slá mig utan undir til að minna mig á að hún er farin og ég sé hana ekki aftur. En í kjölfar þess að missa besta vin sinn hugsa ég ekki um alla mína ástvini eins og margir. Þvert á móti fer ég að hugsa um minn eigin dauðadag og hvernig hann gæti borið að.
Það var nokkur skipti sem ég stóð mig að því að hugsa meðan ég keyrði hraðbrautina stuttu eftir þetta atvik: Hvað ef ég tek óvart of skart í stýrið núna og keyri á bílinn sem er að koma á fullri verð? Hvað ef ég dey svona eða hinsegin? Það getur allt gerst og ég veit aldrei hvenær það mun gerast. Það gæt gerst á morgun, það gæti gerst eftir mörg ár og ég dey hundgömul. Hversu ósanngjarnt og leiðinlegt sem þetta er þá verð ég að halda áfram, ég skal halda áfram. Ég hef veitt náminu minnsta athygli sem mögulega en þó náð að læra fyrir próf og skila skilaverkefnum en sem fyrr skeyti ég engu um annan heimalærdóm. Í staðinn horfi ég á bíómyndir og eftir nokkrar vikur verð ég búin að horfa á allar DVD myndirnar mínar og klára DVD myndirnar í Hamró. Ég er að segja ykkur: Dofin!
En reynum nú aðeins að peppa upp á þetta svo að þetta verði ekki enn eitt af þeim bloggum þar sem talað er um dauðann og lífsins alvöru shall we? Hleyp hérna yfir sögu síðustu 4 vikurnar. Ætla að byrja á að segja að minningarkvöld '88 árgangsins heppnaðist MJÖG vel og var ég ánægð með að sjá hvað margir mættu. Mín stóð upp á sviði og lét árganginn skála. Jarðaförin fyrr um daginn var alveg ótrúlega falleg og erfitt að kveðja. Ég er harðákveðin í því að þegar ég dey ætla ég að láta brenna mig og hella mér í sjóinn og það á ekki að halda svona viðhöfn í kirkju. Ætla að skrá mig úr Þjóðkirkjunni takk fyrir. Sem minnir mig á eitt, en ég set það í endann á blogginu. :P
Byrjaði aftur að vinna fyrir viku síðan eftir tveggja vikna frí. Það var mikill munur og náði að halda huganum að hluta uppteknum. Fór í afmæli hjá Helgu M sem var svaka stuð og eru allar myndirnar komnar inn frá því stelpur. :) Skóli, skóli, skóli. Svefninn var ekki að gera sig og átti ég virkilega erfitt með að sofa almennilega og var oftar en ekki mjög þreytt í skólanum. Það er allt komið í samt lag núna. Helgin sem var að líða núna var fín, vinna á fös og lau og á föstudaginn matur hjá Gummu, partý hjá Völu og Kristínu Ósk. Gumman að flytja til Rvk. fór í dag, Kristín að skottast til Brasilíu sem skiptinemi. :) Skemmtið ykkur stúlkur og farið varlega. Eða gangið hægt um gleðinnar dyr eins og sagt er.
Í gær var mín sko LÖT! Nýtti allan daginn í að horfa á Band of Brothers og Dreamcatcher og inn á milli að vera í tölvunni. Gersamlega uppgefin e-a hluta vegna. Er svo að fara að spila á tónleikum eftir tvær vikur og á að spila lagið Let It Be með Bítlunum. :D Friðrik stakk upp á því í dag að ég myndi syngja en ég þverneitaði og sagði að ég væri svo fölsk. "Ég efast stórlega um það." Sagði hann bara en ég slepp samt með skrekkinn. Sandra og Guðbjörg ætla að koma að horfa á mig og aðrir eru velkomnir ef þeir vilja sjá mig klúðra einföldu lagi! hehehe Verð svo svakalega stressuð. Myndir frá föstudeginum koma inn von bráðar, líklega seinna í kvöld þegar ég hef farið í göngutúr með henni Söndru Lyngmo. :)
Jæja ég ætla að slá botninn í þetta blogg því ég er ekki í stuði fyrir meira. Endilega kommentið eða skrifið á spjallið svo að þessi síða verði allavega e-ð lífleg aftur. :) Ætla að setja hérna bréfið sem ég sendi Brian May gítarleikara Queen og svarið sem ég fékk frá honum í lokin fyrir þá sem hafa ekki séð það. Lifið heil.
Written in Isafjordur, Iceland
21.01.2006
Hello Brian,
My name is Anna Maria and I live in Iceland. I recently got the idea to write you guys because right now I’m going through a difficult time in my life. I thought you would understand me because you have gone through the same loss. The loss of a best friend. But unfortunately my friend only lived to be 17 years old. She was one of my two best friends in the whole world and now last Thursday, 19th January 2006, she was in a horrible car accident where the car ended up in the sea. She died instantly and they couldn’t revive her. I couldn’t believe it that she left us so young. She was the sweetest, happiest and greatest person I’ve ever met in my life. I don’t think I will ever meet someone like her again because she was truly an angel in disguise.
I am a huge Queen fan and so was she and I’ve been listening constantly to your songs the last couple of days. It has made me feel better and think of many good memories that I shared with her. There was especially one song that I listened to over and over and over again while I cried my eyes out the night she died. It was No- one But You (Only The Good Die Young). The lyrics described my feelings at that time and with my hoarse voice, because of the crying, I tried to sing along. Later that evening I felt better, shedding more tears whenever I read something about my friend or when people said that they felt sorry for me. But I can sincerely say that your music has been helping me through hard days and it will help for the weeks to come, which are probably over by the time when and if you read this.
I sat talking to my other best friend who is still here with me and we were talking about this incident. Then suddenly I said something like: “But still life goes on (in English). Hey. That’s in some song right? (in Icelandic)” We thought for a while and then my friend realized and started singing. “But life still goes on, I can’t get used to living without, living without, living without you.” We both grinned and thought of our lost one. She LOVED this song! It was her all time favourite Queen song. And the video too. She absolutely loved it! We used to watch it over and over and over again together.
Thinking about her absence now made me think that she’s up there and has probably met Freddie. A smile came to my lips when I thought that maybe he has visited her and sung some songs. Most definitely she would have requested I Want To Break Free and Freddie would sing it for her. That’s how I imagine it. He might even bring out the wig and outfit from the video to show her. But that is all in my head though deep inside I hope that it does indeed happen. It makes me smile to think of it.
I want to thank you and Roger for the music you have created through the years, with Queen and solo. This wonderful music that makes me smile and think of my lost loved one and makes me strong for her. Thank you so much. I wish that I would have the opportunity to meet you guys and give you hugs for this wonderful music you created and I was basically brought up with and helped me through the hard times that I’m going through.
Thank you,
Anna Maria Gudmundsdottir
May my best friend and Freddie Mercury rest in peace.
P.S. I just wanted to say that I sent almost the same letter to Roger, with minor changes and in snail mail to the fan club, and I don't know if he will ever get it. If not could you perhaps show it to him? I really hope that I will get a reply from you no matter how long or short it may be. Just reply to this e-mail address (kiddow88hotmail.com) or on your site if you want to. Okay now this is getting a little longer than was supposed.
Svar Brians:
Dear Anna Maria
Your letter is so touching.... I feel for you so much. Thank you for sharing this with me, and may I wish you a safe journey through the sadness and pain this is causing you. It is very hard to lose a great friend. You are right ... they are in a better place, and one day we will catch up with them !!
It means a lot to me that our music has helped to heal the wounds.....
Much love, and may many blessings rain on you in the coming months.
Brian
xxx
Yes, I will forward you letter to Rog.
Anna María
mánudagur, febrúar 13, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
10 ummæli:
Ótrúlega falleg orð sem þú skrifaðir í þessu bréfi og þér hlýtur að líða vel yfir því að hafa fengið svar :) Þórey er örugglega stolt af þér að geta brosað í gegnum tárin og reyndar við öll... Hafðu gott Anna mín og endilega bloggaðu oftar!
Mér finnst æðislegt að þú hafir komið þér í það að senda þetta, ég myndi aldrei þora þessu.. ábyggilega þægilegt að geta skrifað svona niður, og hvað þá fengið svar!:) En mér þykir vænt um þig!:*
kveðja Halla Björg...
kveðja Halla Björg...
Af hverju virka ekki myndirnar?:(
Takk takk Valdís. :) Og já ég mun reyna að blogga oftar hehe
Hehe já það var æði að fá svar. :) Og ég fékk líka e-a ró að fá svona orð frá honum. Og mér þykir líka vænt um þig Halla mín. :)
Hvaða myndir er verið að spurja um? Því ég á margar myndir....
Vá, ég get ekki ímyndað mér hvernig það er að fá svona merkilegt bréf! Sérstaklega þegar svona hlutir standa í því :) Það eina sem ég get sagt, ekki búast við því að sársaukinn fari, en hann minnkar, vertu viss um það :) Kveðja Hanna Rósa
I am actuаlly happy tο glаnce at this web sіte posts which includes lots οf
useful data, thanks fοr providing these infοгmаtion.
Feel freе tο surf tо mу webѕіte .
.. tens pain relief
І think the aԁmin of thіs webѕіte iѕ reallу working hard in support of hiѕ wеb
page, aѕ here eνery mаteгiаl іѕ quаlitу bаsеd ѕtuff.
my ωеbρage http://www.streetsmarttaxi.com/Irving-taxi-service
Κeеp on wrіting, great job!
my site: Seo Companies Dallas
Skrifa ummæli