miðvikudagur, október 11, 2006

Sund OG fótbolti

Jæja, þrátt fyrir að aðeins hún Halla mín hafi kommentað að ég ætti að fara í fótbolta þá sendu mér sumir á msn ýmist fótbolti eða sund. Ég hef svo núna ákveðið að ég fer bara í bæði! Fótbolti mánudaga og þriðjudaga þangað til tímarnir breytast og svo sund hina dagana! :D Það verður geðveikt!

Elisabeth var hérna hjá mér yfir helgina! Var æðislegt. Skelltum okkur inn í Þernuvík og slöppuðum af í heita pottinum og svona og svo daginn eftir fórum við að horfa á slátrun kinda. Svaka stuð. Mér fannst merkilegast að horfa á þær skotnar... Svo á laugardaginn hittumst við vinkonu hópurinn í fyrsta skipti í mjög langann tíma! Var það voðalega nice! Takk fyrir kvöldið stelpur! :*

Ég og Elisabeth lágum svo uppí rúmi eiginlega allan sunnudaginn bara! Nema um kvöldið þegar ég þurfti að læra fyrir sögupróf. Þá sat Elisabeth og horfði á myndir meðan ég lærði. Hún var svo veðurteft hérna á mánudaginn þannig að hún var eina nótt í viðbót! :D Hún horfði þá á Notebook meðan ég lærði fyrir stærðfræðipróf. Síðan fór hún morguninn eftir meðan ég var í skólanum.

Var að skoða gamlar myndir af okkur '88 krökkunum frá því í 10. bekk og guð minn góður hvað við vorum barnaleg! Við höfum öll breyst og sumir mun meira en aðrir. Oh við erum að verða svo fullorðin! leyfir hérna nokkrum myndum úr skólaferðalaginu okkar frábæra að fylgja með! :D Klikkið á þær til að sjá stærri myndir.


Hermann og Grímur að gretta sig í siglingunni


Hmmm, voru þið að stelast í áfengi stelpur?


Hver ætli þetta sé?


E-r vitleysingar að leika Húsið á sléttunni


Á hestbaki er gaman...


Ekki alveg í myndatökufíling rétt áður en við förum heim


Töffari!


Erum við ennþá svona?!

Anna María - úff mér finnst ég vera gömul!

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

aj , það er alveg eins og Þórey elskan sé að fara að bora í nefið, bara skondin mynd .
En já þið hafið breyst all svakalega !:)
Great blog:D
kv.Ingibjörg Elín

Nafnlaus sagði...

sætu sætu :D

Nafnlaus sagði...

HAHAHA!.. já það er naumast sem timinn líður og maður breytist með!.. þetta ferðalag var gjörsamlega kostulegt og ég var ánægð að þú lést ekki myndina inn af pósunni í glugganum!.. Manstu? .. haha!:).. þessi mynd er samt sem áður ógeðsleg af mér!:).. hehe.. ótrúlega skemmtilegir herbergisfélagar sem ég fékk í ferðinni!:).. Þykir vænt um þig Anna mín! kv. brjálað kellan á seinustu myndinni!.. og já, talandi um að finnst þu gömul.. ég er farin að búa :o.. hehehe..

Nafnlaus sagði...

Haha... brjálæðislega fyndnar myndir.. og já.. ég get sagt að við höfum elst frekar rosalega mikið síðan þessar voru teknar! :O Og hey..! ég var sú fyrsta sem fór að búa í vinahópnum Halla mín..! ;) djók.. við erum bara orðnar gamlar! :O 19 ára á næsta ári.. :S pæling að fara að panta pláss á elliheimili... hmmm..*-)
KV. Kópavogsmærin Sigrún.. sem lítur vonandi ekki svona út í dag eins og á seinustu myndinni.. :S

Nafnlaus sagði...

HAHA!.. Sigrún já, um að gera að fara að hugsa um elliheimilið.. taka frá eitt herbergi eða svo.. eða fleiri fer eftir því hvað við verðum með mikið af börnum og barnabörnum !:) hehehe.. plat:) .. ELska ykkur allar:*
-Halla Björg