fimmtudagur, júní 09, 2005

IRON MAIDEN!

Úff þá eru tónleikarnir búnir :( ohh.. en vá mar hvað þetta var nú geðveikt!! shit.. ég bara.. vá.. hef varla nógu stór orð til að lýsa þessu! :D:D:D kannski ég byrji bara á byrjuninni og segi svona frá..

Bjarni og vinir hans komu að sækja mig í Mosó eftir, hehe, smá misskilning hjá mér á heitum á bensínstöðvum.. en förum ekkert nánar útí það.. og við vorum mætt fyrir utan Egilshöllina rétt rúmlega 6 :) ég sem vildi mæta fyrr sá það að þess þurfti varla því mar gat léttilega labbað framar í röðina og það gerðum ég og Bjarni hehe.. það var hleypt inn svona.. tjah.. um 7 leytið held ég og ég fór beint á klósettið og svo stóð ég með Bjarna og heilum hóp af Húsvíkingum sem ég þekkti ekki shit og stóð því bara þarna eins og illa gerður hlutur hehe.. síðan skelltum við okkur inní sal, löbbuðum framhjá merchinu (básar sem seldu Iron Maiden dót) og ég var búin að ákveða að kaupa eftir tónleikana svo ég þyrfti ekki að halda á dótinu alla tónleikana : hefði betur keypt fyrir því allt var búið sem mig langaði í eftir tónleikana.. :/ en ég fékk þó e-ð sem kemur við sögu seinna..

síðan löbbuðum við yfir B-svæðið og inn um sérstök hlið fyrir A-svæðið.. við fengum græn bönd áður en við fórum inní höllina sem þýddi að við vorum á A-svæði og ég á bandið hérna..
Image hosted by Photobucket.com hérna er miðinn og armbandið :) ég klippti það strax af því að ég fór í sund daginn eftir tónleikana og vildi eiga bandið.. allavega.. aftur að tónleikasögunni..

þegar á A-svæðið var komið stóðum við þarna ég, illa gerði hluturinn, og milljón Húsvíkingar.. þar sem ég þekkti þessa krakka nákvæmlega ekki neitt þá, eftir smátíma reyndar, labbaði ég svona 2-3 skref í burtu frá þeim til að komast aðeins nær sviðinu.. og ok allt í fína með það þar sem ég sá þau alveg ennþá fyrir aftan mig.. Nevolution hitaði upp fyrir Maiden, og mín skoðun á því bandi er að þeir eru ekki beint fyrir minn smekk.. þeir tóku þarna 2 lög sem ég fílði í botn, Blackened með Metallica, og þeir sem þekkja mig vel geta sko ímyndað sér hvað ég varð ánægð, og svo I like big buts í kindof rokkaðri útgáfu.. annars.. já, komst ég ekki í alveg þann fílíng sem ég vildi fyrir Maiden.. en hann kom svo sannarlega! þegar Nevolution voru búnir þá var ég svo gott sem búin að týna grúppunni sem ég var "með" þannig að ég stóð bara þarna í miðri þögunni og beið í eftirvæntingu eftir Maiden, ásamt því að reyna að halda jafnvægi þar sem torðningurinn var svo mikill að mar var á ferð og flugi fram og til baka.. örugglega svona 3-4 sinnum var ég næstum lent í gólfinu og í eitt skiptið var einn maður svo góður að grípa í handlegginn á mér og tosa mig upp.. þetta gerðist bæði á milli Nevo og Maiden og líka allan tímann meðan ég var þarna framarlega og Maiden spiluðu..

en já.. það var hlé á milli Nevo og Maiden og alltílagi með það, fyrir utan þennan geðveika troðning.. vinur minn sem var líka á tónleikunum sagði að þetta hefði ekki verið svona mikið á Metallica. :/ en allavega.. síðan alltíeinu slökknuðu ljósin og Ides Of March var spilað og allir, meðal annarra ég, trylltust af gleði.. :D síðan kláraðist Ides Of March og Iron Maiden hlupu fram á sviðið og þá liggur við leið yfir mig af spenningi! fyrsti sem ég kom auga á var hinn æðislegi Bruce! það lá við að ég fraus í sporunum í smástund en ég hugsaði: AAAAHHH þarna er Bruce! fuck..! þetta er gaur sem ég dýrka og dái og nú stendur hann þarna beint fyrir framan mig!! shit :D:D síðan leit ég aðeins til hliðar og kom auga á bassaleikarann Steve Harris með alla sína æðislegu bassa :D og hugsunin varð þá: AAAHH þarna er Steve! vá.. bassagoðið mitt stendur þarna ljóslifandi í gúddí fílíng! :D:D (með geðveikan bassa þar að auki! *slef*) svo leit ég aðeins lengra (til hægri) og þá.. bamm.. kom ég auga á Janick sem er annar af gítargoðunum mínum: Janick! JANICK! ahh fuck þarna er Janick! djöfull er þetta frábært! :D:D síðan fór ég að líta í hina áttina með viðkomu á Bruce og Steve.. og þarna vinstra megin voru Adrian: Cool þarna er Adrian líka! :D og svo hann Dave: heeey Davey! alltaf sama dúllan! :D en það var ekki fyrr en við endann á tónleikunum sem ég sá glitta í hann Nicko, trommuleikarann,: haha þarna er Nicko! alltaf sami snillingurinn! :D

svona leið mér þegar ég sá alla meðlimina.. og þetta eru allt hugsanir mínar þarna sem er skáletrað.. en áfram með söguna.. þetta voru frábærir tónleikar í alla staði og mesta snilldin var þegar Bruce tók The Trooper, sem er geðveikt lag btw, og var í rauðum landgönguliðajakka :D það var helv. töff.. síðan líka þegar Adrian, Steve, Dave og Janick stóðu allir 4 að spila hlið-við-hlið, BEINT fyrir framan mig og ekki langt frá mér, fór ég alveg.. vá.. ég varð svo glöð að ég var við það að missa mig.. :D þetta var svo æðislegt :D

en það var síðan eitt sem fór alveg með mig.. það var þessi troðningur þarna sem ég var.. alveg fyrir miðju og þokkalega framarlega.. eins og ég sagði áðan var ég nokkrum sinnum við að detta í gólfið.. en það var ekki allt.. shit hvað sumir Íslendingar geta verið fáránlega heimskir og ömurlegir! það komu 2 gaurar sitthvorum megin við mig og voru e-ð að tala saman yfir mig og ég heyrði e-ð smá en bara; hana.. ég hugsaði: fuck þeir ætla að gera e-ð við mig.. en þeir gerðu lítið þar sem ég leit á þá báða svo ég hætti að hugsa um þetta og horfði bara á Maiden.. þá allt í einu taka þeir í sitthvorn handlegginn á mér og henda mér aftur fyrir mig á fullt af fólki sem var fyrir aftan mig.. djöfull varð ég pirruð þá! en fór bara aðeins frá þeim og hélt áfram að horfa á Maiden og pirringurinn hvarf.. en þá var ég ekkert alveg að fíla lengur að vera þarna inni í þessari kös svo ég ákvað að fara úr henni en akkurat á versta tíma! djöfull.. ég sá eftir þessu.. ég fór akkurat þegar þeir voru að taka Run To The Hills OG Revelations :/ hefði átt að bíða aðeins lengur.. en.. þegar ég var komin alveg aftast á A-svæðið, sveitt og gjörsamlega eins og ég veit ekki hvað, þá leið mér aðeins betur.. því ég var farin að hætt að geta andað útaf þessum troðningi.. :/ og ekki hafði þessi fjandans sígarettureykur gert það skárra! :

vonda við að vera svona aftarlega var það að ég var, náttúrulega, svo langt frá sviðinu.. en ég sá þarna allt sviðið sem ég hafði ekki séð svona framarlega og það var helv. nett.. :D var þar í ogguponsu stund og hélt svo áfram að hliðinum á svæðinu þar sem hægt var að fá sér að drekka.. ég hafði nefnilega ekkert borðað fyrir tónleikana og vatnsleysið og næringaskortur var farinn að segja aðeins til sín en ég harkaði það af mér með einu glasi af Egils Kristal.. þá fór ég að mjaka mér rólega nær sviðinu.. en fór samt aldrei eins langt og ég hafði verið.. stóð bara í hæfilegri fjarlægð og hafði gott útsýni yfir allt sviðið og var barasta heavy ánægð með það.. :D hefði kannski átt að fara aðeins nær en var ekki alveg að meika það á þessum tímapunkti af ýmsum ástæðum :/

Svo tóku þeir The Number Of The Beast sem var bara snilldin ein og ég komin í geðveikan fíling aftur :D ég sá Janick, gítargoðið mitt, sveifla gítarnum sínum í alls kyns hringi, og ég veit ekki hvað, eins og hann ætti við lífið að leysa.. :D en það var náttúrulega bara töff því það er sko týpískur Janick :P seinna meir fór hann líka að kasta honum upp í loftið af gamalli venju :D ég sá ekki þegar Steve miðaði á alla með bassanum eins og byssu.. :( en vinur minn sagði mér samt frá því :) svo var Bruce náttúrulega hoppandi og skoppandi eins og brjálæðingur um allt sviðið en söng eins og hann stæði kyrr á einum stað.. Bruce stendur sko alltaf fyrir sínu! :D ég sá mest af Bruce og Janick þar sem ég stóð hægra megin á sviðinu og Janick var og er oftast þar og Bruce var svo hlaupandi þarna uppá háum pöllum sem var hluti af sviðinu.. sá eiginlega minnst af Dave og Adrian.. :/ og langminnst af Nicko haha.. enda var hann falinn bakvið trommurnar allan tímann og ég rétt sá glitta í hann stundum og svo bara í lokin þegar þeir voru búnir að spila.. :P

Eddie fylgdi þeim náttúrulega og að venju þá var Janick að fíflast í Eddie :D það var bara fyndið.. elska þennan gaur hehe (ásamt Bruce auðvitað!) Sá líka heldur lítið af Steve en samt alveg nóg.. :)

þá þegar tónleikarnir voru búnir var ég alveg útkeyrð, rennandi sveitt og að kafna úr reykingafýlu.. ég fór í Merchið, básana, og keypti mér bol, plagat og trefil.. :D það voru fáni og annar bolur sem ég ætlaði að kaupa mér en þeir voru búnir.. :( en það var einn voða nice gaur þarna sem var alltaf að spurja hvort ég væri ekki á undan, og ég hafði komið þarna á undan honum hehe, og var alltaf að láta mig fara á undan því það var þokkalegur troðningur þarna við merchið líka.. :/ en hérna er mynd af því sem ég keypti:
Image hosted by Photobucket.com
og svo ég í bolnum, tekið í gær þegar ég var komin heim:
Image hosted by Photobucket.com

og já.. eftir þetta fór ég bara uppeftir að bílnum hans Bjarna og þar biðu hann og vinur hans.. ég var í geðveiku skapi og þurfti á e-m að halda sem nennti að hlusta á mig þaula um Maiden því ekki nenntu þeir því haha :D og fór síðan bara aftur í Mosó..

hitt sem ég gerði í Rvk. kom fram í hinu blogginu mínu á blog.central síðunni minni.. þetta var bara um Iron Maiden ;) svo hérna í lokin hendi ég inn nokkrum myndum sem eru af hljómsveitinni hérna á Íslandi sem ég fann á netinu í gær.. :) er að bíða eftir dagbókinni hans Nicko um Íslandsförina á official Maiden síðunni og sjá hvernig honum og hinum meðlimunum fannst þessi skemmtun :D því eitt er víst: mér fannst hún FRÁBÆR! :D

Anna María

Myndir:
Image hosted by Photobucket.com
þarna sést glitta í Bruce í flotta rauða landgönguliða jakkanum :D
Image hosted by Photobucket.com
Bruce :D
Image hosted by Photobucket.com
Steve með einn flottasta bassa sem til er! :D
Image hosted by Photobucket.com
og Steve aftur með annan geðveikan bassa :D
Image hosted by Photobucket.com
Adrian frá mjög spes sjónarhorni hehe :D
Image hosted by Photobucket.com
og Adrian þarna aftur :D og Bruce fyrir aftan
Image hosted by Photobucket.com
eina myndin sem ég hef af Nicko og hún er tekin rétt áður en hann fer með flugi til Íslands :)
Image hosted by Photobucket.com
Janick í Janick-stellingunni :D
Image hosted by Photobucket.com
og Janick aftur (hægra megin) ásamt Adrian (sem virðist vera svipaður á öllum myndum haha :D) :p
Image hosted by Photobucket.com
og svo er það síðast en ekki síst hann Davey :D sem virðist bara vilja vera á myndum með öðrum því ég á enga mynd af honum einum.. :/ fann enga þannig.. en þarna er hann fyrir aftan og Bruce fyrir framan..
Image hosted by Photobucket.com
og þarna er Dave fyrir aftan og Steve fyrir framan :D (með flotta bassann :D)
verð að redda mér myndum af Dave frá þessum tónleikum :

svo 2 myndir í viðbót og þá er þetta komið gott :)
Image hosted by Photobucket.com
týpísk mynd af Bruce haha :D
Image hosted by Photobucket.com
snilldin við þessa mynd er sú að ég held að ég hafi séð gaurinn sem tók myndirnar, taka kkurat þessa mynd :D ég man ég horfði á Bruce og sá svo gaur með myndavél taka mynd af honum þegar hann var að gera þetta :D

en þá er þetta komið.. hehe..

Engin ummæli: