Jæja hér kemur sagan frá ættarmótinu.. það var tekinn slatti af myndum en ég efast um að ég nenni að vera að henda þeim inn núna.. :P en það var scaka stuð þarna á ættarmótinu og langt síðan ég hef verið svona mikið úti plús sofið í tjaldi hehe allavega þá kemur hér sagan J
Föstudagur:
við vorum komin inní Heydal svona um 9 leytið því ég var að vinna til 5 en við lögðum síðan ekkert af stað fyrr en 7..... en allavega, á leiðinni sofnaði ég við að hlusta á St. Anger, ekki misskilja mig mér finnst hún ekki svona leiðinleg hehe, eldur var ég ótrúlega þreytt.. við komuna í Heydal er tjaldinu hent upp og ég fer svo á fund Konna frænda míns :D við löbbuðum um svæðið og löbbuðum að á sem var þarna.. þar kom ég auga á reyk úr jörðinni hinum megin við ána og sagði að þar væri heitt vatn og spurði hvort við ættum ekki bara að vaða þarna yfir.. jújú við vorum alveg til í það.. nema Konna fannst of djúpt þarna.. svo við löbbuðum uppeftir ánni til að finna góðan stað til að fara yfir en það var alltaf annað hvort of djúpt eða of mikill straumur.. það var VIRKILEGA vont og kalt að labba á hvössum steinunum svo mar reyndi sem mest að finna mjúka steina, sand eða grasbletti.. jæja, á endanum fundum við ágætisstað til að fara yfir.. löbbum alla leiðina til baka til að komast að heita staðnum, og á leiðinni töluðum við allan tímann um að stíga ekki á gaddavírsgirðingu.. en viti menn.. snillingurinn ég steig á henn á endanum.. ótrúlegt alveg.. svo sátum við heillengi í fótabaði í heita vatninu að tala saman og horfa á fólkið sem var við brennuna.. þegar það byrjaði að rigna, þá ákváðum við að vaða yfir aftur og fórum yfir þar sem ég vildi fyrst fara yfir.. og þar var MIKLU betra að fara yfir heldur en þar sem við fórum fyrst.. þannig að við hefðum getað vaðið beint yfir og til baka í staðinn fyrir þessa rosa króka leið.. ah well.. þetta var samt stuð.. :P það kom svo heavy rigning þetta kvöld og ég blotnaði all mikið og þurfti að skipta um buxur og skó og við héngum mestan tímann uppá herberginu sem amma, afi og Konni gistu í.. svo bara aðeins út svo beint í háttinn í fína stóra tjaldinu okkar haha..
Laugardagur:
þá var bara vaknað, borðað, chillað með Konna og svo farið úteftir í Þernuvík þar sem var svona smá minningarathöfn um fólkið sem hafði dáið frá síðasta ættarmóti.. þá var enn rigning.. þegar allir voru farnir nema nánasta fjölskylda mín sem á Þernuvík, þá sátum við bara inní sumarbústað að spila, borða og drekka Pepsi Max.. síðan fóru hinir inneftir í Heydal í ratleik og e-ð sem var í gangi þar en unglingarnir ég og Konni nenntum ekki með og vorum bara í Þernuvík að chilla, bíða eftir ömmu og afa.. komum auga á gasblöðrur sem við ákváðum að gera gat á og sjúga gasið úr hehe.. áttum góða stundir.. síðan lá leiðin aftur inní Heydal þar sem við náðum lokum tugþrautar Heydals ættarmótsins sem ættliður minn vann með glæsibrag :D svo lá leiðin uppá....... taddaramm! TRAMPÓLÍNIÐ! :D það var aðalskemmtunin þarna og ég held að frá 4- hálf 7 stoppuðum við varla, fórum þá í mat og leiðin lá aftur upp á trampólínið.. hehe.. reyndar var ég svona röltandi þarna á milli.. síðan svona um 11-12 leytið þá vorum ég og Kolbrún á leiðinni á trampólínið og við tókum hana Ingibjörgu Elínu með okkur og það var FJÖR! Ég hló svo mikið að mér varð illt í hálsinum og maganum :D síðan fórum ég og Ingibjörg og Konni á röltið og komum við á hinum og þessum stöðum, stálumst inní hlöðu, tókum myndir á alls kyns tækjum, fórum í fótabað í e-m polli þar sem ég “var að drífa mig svo mikið að fara í fótabað að ég gleymdi að fara úr sokkunum og skónum!” haha ég reyndar rann á möl og fór beint ofaní vatnið hehe.. við höfðum gaman af þessari gönguferð okkar og enduðum... hvar annars staðar en á trampólíninu þar sem var mergjað stuð.. en það var mikið hlegið og haft gaman þetta kvöld.. ;) síðan þegar Ingibjörg var farin vorum ég og Konni aðeins lengur á trampólíninu en fórum síðan til ömmu að éta snakk og nammi og vorum þar til 4-hálf 5 um nótt svo fór ég niðureftir í tjald að sofa.. var ekkert smá þreytt..
Sunnudagur:
Var vakin kl 12, til að taka saman, og prófa bassa! :D verst að ég náði ekki að taka mynd af mér með hann því það var svo ótrúlega svalt :D samt prófaði ekki að spila bara svona fá tilfinninguna fyrir að halda á bassa og prófa að plokka hann eða hvað maður nú segir.. :D það var töff og mig hlakkar ennþá meira til haustsins! :P en svo var bara keyrt heim.. og þar með endaði ættarmótið.. J þetta líka snilldarættarmót :D
Anna María
fimmtudagur, júlí 07, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli