Jæja þá hef ég ákveðið að á nýju ári ætla ég að taka upp þessa síðu. :) Ég hef setið núna síðasta hálftímann að velja nýtt lúkk og laga alla linka og þannig. Gestabókin er þarna hægra megin og hún er tóm svo það er um að gera að skrifa í hana. Svo er svona chat hérna líka og það varður loksins hægt að setja inn myndir! Svona til að prófa myndakerfið ætla ég að skella einni mynd hérna inn. :) Þetta er frá því að ég og Þórey fórum suður í des að hitta hana Elisubeth. Ég er með hin svo ófrægu Roger gleraugu á Ruby Tuesday um hávetur. Cool eða hvað? Haha
Jæja, núna verður allavega bloggið mitt hér en hin síðan verður samt uppi þótt að ég eigi ekki eftir að blogga á hana. Ég seti inn blogg þar sem segir að þessi síða verði tekin upp. Það var ekki meira en það í bili. Ætla að blgoga um mín ævintýrajól þetta árið næst þegar ég nenni.
Anna María
P.S. Gestó eða comment. :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli