fimmtudagur, janúar 05, 2006

Ævintýrajól

Já ég ætlaði að blogga um ævintýrajólin mín þetta árið. Með ævintýrajólum er ég ekki að meina að það var svo gaman að það var töfrum líkast eða e-ð álíka. Nei, það var einfaldlega þannig að ég var að horfa á endalaust af ævintýramyndum. Strax á jóladag í matarboði hjá ömmu byrjaði þetta. Ég sat inní blómaskála með krökkunum að horfa á TVið og þau voru að horfa á e-n þátt á Skjá Einum að mig minnir. Síðan byrjar á sömu stöð mynd eftir þáttinn sem einn af frændum mínum beið spenntur eftir, að nafni 10th Kingdom. Þetta var sjónvarps sería sem eru 5 þættir, 1 og 1/2 tími hver. Jæja ég lét mig hafa það að horfa á fyrsta þáttinn sem var ekkert svaðalega skemmtilegur en það var skondið að sjá þessi gömlu ævintýri frá því að maður var lítill, notuð.

Næsta kvöld var síðan annar hlutinn og aftur rambaði ég inn á þessa þáttaseríu og þá varð ég sko hooked. Mér fannst hún æðisleg og ég horfði á alla næstu þrjá hlutana í viðbót. Einnig eftir einn hlutann var þriðja myndin af LOTR í TVinu svo auðvitað horfði ég hana enda ein af lang uppáhaldsmyndunum mínum! En ævintýrið var sko alls ekki á enda.

Ég var búin að komast yfir Narnia jólamyndina í ár og ég horfði á hana til að lengja ævintýrajólin mín. :) Kallið mig barnalega ef þið viljið en ég fíla svona myndir sem fjalla um e-a endemis vitleysu sem getur ekki mögulega staðist. :p En jæja ég held ég hafi horft á þá mynd tvisvar því mér fannst hún svo góð.

Síðan á Nýársdag eru Brothers Grimm í bíó og ég og Þórey skellum okkur á hana og fannst okkur hún þvílíkt góð! Allt öðruvísi en ég bjóst við en MJÖG góð engu að síður. Kellingarnar við öskruðum við minnstu bregðu atriði haha Og í eitt skiptið brá mér svo að ég hrinti óvart niður ruslinu sem var í sætinu við hliðina á mér.

En þá var ævintýravikan liðin og við tók kaldur raunveruleikinn svo sem barnaafmæli hjá systur minni þar sem mér datt í hug að ég yrði góður leikfimi kennari eða íþrótta þjálfari, hvort sem sund eða annað, vegna þess að ég er með svo sterka og ákveðna rödd haha. Svo er skólinn líka að byrja á morgun klukkan átta og fæ ég aldrei að sofa út skv. stundatöflunni. Damn hehe En ég fæ þó 3 tíma eyðu á fimmtudögum. :) Fyrsti bassatíminn á eftir, eftir jólafrí. Jibbí! Var að hugsa í gær þegar ég var að æfa mig að ég er ekkert svo hæg eftir allt saman því ég gat spilað æfingu eftir hraðasta taktinum á taktmælinum mínum og ég gat farið hraðar en það! En það er hinsvegar annað mál þegar ég fer að spila t.d. Iron Maiden eða Queen hehe ;) Ég á svolítið langt í velgengni Steve Harris og John Deacon.

Anna María

Engin ummæli: