Ég tók eftir svolitlu bara núna rétt áðan sem ég varð að segja hér. Það vantar hvorteðer blogg svo... En allavega. Það hefur alltaf verið fáránlegur kækur hjá mér að herma eftir svipum og gerðum fólks í bíómyndum. Eins og til dæmis ef ég sé fólk gera svipi sem mér finnst fyndnir eða asnalegir þá hermi ég eftir þeim aftur og aftur og aftur í smástund. Eða ef fólk segir e-ð í bíómyndum eða þáttum á skemmtilegan hátt þá á ég til að segja sömu setningu eða orð aftur og aftur bara til að reyna að ná því. Fáránlegur kækur sem ég reyni að halda aftur að ef ég er að horfa á sjónvarpið með mörgum. En geri þetta margoft ef ég er ein. Eiginlega alltaf.
En það sem var svona skondið er að ég tók eftir því áðan að yngsta systir mín gerir þetta líka! Hún sat hérna inni hjá mér og við vorum að horfa á Family Guy. Þá kom apinn í skápnum hans Chris og benti svona á Chris í þættinum. Þá á nákvæmlega sama tíma bentum við systurnar í átt að sjónvarpinu eins og apinn! Sami kækur haha Mér finnst það snilld. En eruð þið með þennan kæk líka?
Nenni ekki að blogga meira því það er ekkert annað merkilegt að segja.
Anna María
fimmtudagur, apríl 27, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
ég hef þann kæk að svara öllum í sjónvarpinu, helst á því tungumáli sem er í gangi, svara þá helst leiðinlegum og heimskulegum auglýsingum fullum hálsi :)
Nei, ég er reyndar ekki með þennan kæk en litla systir mín er illa haldin af honum... þegar ég horfi á sjónvarpið með henni er nánasr eins og að vera með þetta allt á rípít, þ.e.a.s. einu sinni á skjánum og svo aftur svona "life" híhí, mjög skondið að fyldjas með henni:)
Hehehe þannig er pretty much að horfa á sjónvarpið með mér :D Allt á repeat! ;) Eða flest hehe
Skrifa ummæli