Jöbb ég er orðin verulega löt í að blogga. Bíð þangað til að það er kommentað og svo aðeins meira því enginn les hvort eðer. En jæja mér fannst nú kominn tími til að blogga. Ætla að hafa þetta stutt því ég er að leka niður af þreytu.
Byrjaði í fótboltanum á mánudaginn sem er SNILLD! Mér hefur ekki liðið svona vel lengi, og þó ég sé í hörmulegu formi, þá kemur þetta vonandi allt saman á endanum. Maraþon í næstu viku og svo byrja leikirnir ekki löngu eftir það. Gott mál, gott mál.
Stærðfræði prófið búið og Efn og íslenska í næstu viku. Munaði svooooo litlu að ég hefði sloppið andskotinn hafi það!
Akkurat 4 vikur í að ég fari út! Aahhhh allt of stutt maður! Jæja ég verð bara meira ofan í lauginni þá.
Kom með e-ð sniðugt að blogga um daginn, nennti svo ekki að blogga,þannig að því miður. Ekkert skemmtilegt blogg handa ykkur.
Komst að því um daginn að einn af uppáhaldsleikurunum mínum hefur verið í uppáhaldi í 5 ár! Ég skal sko segja ykkur það! 5 ár! Enginn hefur enst svona lengi hjá mér. Enda Tom Felton snillingur.
Harðsperrurnar að drepa mig í vinnunni í gær svo ég vann eins og skjaldbaka.
Byrjuð á fyrstu Potter bókinni og er búin að komast meira að því að ég man ekki shit!
Var að pæla að hætta bara með bloggið því það væri bara svo miklu einfaldara. Eða taka upp hinar síðuna sem ég var búin að gera....
Okay ég er farin að dotta ofan á lyklaborðið og klukkan rétt 11. Ætla að fara að þrífa á mér andlitið, leggjast upp í rúm og lesa.
Takk fyrir bless.
fimmtudagur, maí 04, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Hæhæ.. :) Ætla bara að segja að ég les bloggið þitt.. ;) Hlakka ekkert smá til fyrir þína hönd eftir 4 vikur.. ;) Hehe..
En gangi þér vel í prófunum..! Ekkert smá leiðinlegt að þurfa að vera inni að læra þegar svona gott veður er..! Það er BARA búið að vera gott veður síðan ég byrjaði í prófum.. :( ekkert smá leiðinlegt..!
En allavega.. hehe.. heyrumst..! bæjó
hey ég les !! en ég er að fara að byrja að leita af bókunum mínum, fann bók nr. 5 á ensku áðan .. allavega byrjun ;) sjáumst !
Nice idea with this site its better than most of the rubbish I come across.
»
Nice idea with this site its better than most of the rubbish I come across.
»
Skrifa ummæli