fimmtudagur, maí 11, 2006

SUMARFRÍ!

YEESSS! Ég er komin í sumarfrí :D Var að taka síðasta prófið í dag sem var efnafræði og var það svona... Þokkalegt bara :) En nú er ekkert að læra í 3 og hálfan mánuð og mér finnst það alveg dúndur! haha Svo er líka Spánn eftir 3 vikur! Og ég enn eins og ég er god damn it, en jæja. Laugin er það og ég elska laugina... :D Tjah eða sjóinn.

Annars er langt síðan ég bloggaði síðast. Nenni eiginlega aldrei að blogga. Nú þegar ég er loksins búin með prófin þá vonast ég eftir meiri vinnu en ætla ekkert að vera neitt voða bjartsýn. Verð bara að vera fátæk í júní líkt og síðustu fjóra mánuði eða svo.

Svo eru það náttúrulega fótboltaæfingar! Það verður fótb. maraþon sem byrjar 3 á morgun og endar 3 á laugardaginn. Gist í vallarhúsinu og svona. Það minnir mig bara á sundmaraþonin hérna áður fyrr. Ahh það eru góðar minningar! :D Sofa á trampólíni, éta nammi, hoppa á trampólíni, éta nammi, hoppa meira á trampólíni, éta meira nammi. Góðir tímar, góðir tímar. :D Nei í alvöru það var snilld á sundmaraþonum og ég hefði ekkert á móti því að endurupplifa þetta... En. Þetta lifir bara í minnningunni. Gah, ég sakna þess svo að æfa sund stundum. :( Plús það að ég hefði aldrei átt að hætta því þá hefði ég ekki endað eins og ég er... Oka nóg um það.

Ég týndist allavega á fótboltaæfingu í gær haha. Vorum í útihlaupi í Bolungarvík, og eins "mikill hlaupagarpur" og ég er þá dróst ég auðvitað aftur úr. Ég bara reyndi svona að giska hvert þau fóru og yfirleitt sá ég svona glitta í þau á undan hér og þar. En svo í einni götunni hurfu þau alveg svo ég slumpaði bara, þau hafa örugglega farið hingað. Og ég beygði þá götu og þar voru þau... Stopp. Huh, stoppum við hér? Ég sé að Karitas var að benda e-ð og þau virtust vera að pæla voða mikið þannig. Ég bara held mínu hæga tempói og skokka að þeim (ennþá svolítið langt í burtu) þangað til þau koma auga á mig og byrja að skokka í áttina að mér. Ég skildi ekkert hvað var í gangi. Þá sagði Karitas að þau héldu að ég hefði týnst og skildu ekkert hvar ég væri haha. Héldu að ég hafi bara farið hoppa á trampólíni með e-m krökkum þarna! :D Og þar hafiði það, ég týndist í útihlaupi á æfingu í Bolungarvík! Skondið eða hvað? Tjah mér finnst það allavega.

Svona smá Potter fréttir fyrir Birnu. ;) Ég er búin með fyrstu bókina og bara var að uppgötva hana alveg upp á nýtt! Talandi um hversu mikið ég hefði gleymt! Sheesh. Og ég er byrjuð á nr. 2 þannig að ég býst við að ég klári hana áður en ég fer út og verði byrjuð á 3 svo ég tek 3 og 4 út. :) Ætti að vera búin með 5 og 6 áður en ég færi til Englands jafnvel! Þrátt fyrir lengdina og það að þær eru á ensku.

Og eitt enn, ég er einn af stoltum meðlimum Snúsnúfélagsins Þeytings sem var stofnað á föstudagskvöldi fyrir viku síðan! :D Við hittumst nokkrar stelpur og fórum í snúsnú og ákváðum að stefna á það í sumar að hittast cirka tvisvar í viku í sumar og fara í snúsnú. Gamall og góður leikur :D Hvort það takist það er svo annað mál ;)

Segi þetta nóg. Ég blogga allta svo óeðlilega langt að það er ekki fyndið. Eða Sandra segir það. :)

Anna María - Rikk 11

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

OOO... mig langar að vera með í Snúsnúfélaginu Þeyti.. :'( Get það víst ekki þar sem að ég ætla að vera hér fyrir sunnan í Sumar..!:( Þið verðið bara að koma til mín í sumar og hafa snúsnú mót eða e-ð! Þetta er svooo gaman..! ;) hehe..

Nafnlaus sagði...

haha snúsnú :) Við vinkonurnar urðum fyrir mikilli stríðni þegar við tókum upp á því í 10. bekk að fara í snúsnú í hverjum frímínútum :) Ógeðslega gaman :)

Anna María sagði...

Þetta er sko bara snilld! :D Stuð. Nýtt blogg kemur seinna í kvöld þar sem ég tala aðeins meira um Þeyting.