mánudagur, maí 15, 2006

Fótbolta maraþon

Jöbb, nú er maraþoninu lokið og tók ég nú alveg slatta af myndum. Þetta var nú bara skemmtilegra en ég bjóst við og þreytan svo augljós á mannskapnum svona milli 6-10 sem helst. Allavega á mínum hóp. En við stóðumst þetta og boltinn rúllaði á gervigrasinu í heilan sólarhring! :D Langskemmtilegast var samt í lokin því þá tóku allir þátt í að klára dæmið.

En ég svaf nú bara í cirka hálftíma þennan sólarhring þótt að ég hafi legið og hvílt mig með augun lokuð svona tveim tímum lengur. Ég lifði á Magic þarna enda með sex í farteskinu. Svo var mikið spjallað og hlegið þess á milli sem að það var spilað. Kjafturinn á sumum var nú samt virkari en á öðrum.

Ég gaf mér það bessaleyfi að hlaupa seint um kvöldið í snúsnú með Þeytingi og þar voru teknar nokkrar skemmtilegar myndir. Ég var á takkaskónum að hoppa, í íþróttafötum sem gera mig ekki beint þvengmjóa, ekki að ég sé það, og var bara mjög sportleg. Enda nýbúin að spila og var að fara að spila aftur bráðlega. Gaf mér samt tíma fyrir Þeyting af sjálfsögðu ;)

En ég var mjög eftir mig eftir þetta maraþon því þegar ég kom heim lagði ég mig í svona 1 til 1 og hálfan tíma og svo lá leiðin til Dagnýjar í afmæli! Takk fyrir mig Dagný mín! :* Þar var æðisleg kjötsúpa og kaka í eftirrétt. Mmmm. Fyrsti almennilegi maturinn minn þann daginn enda ekkert annað en snakk og nammi étið á maraþoninu. En ég var með Orku í afmælinu því ég var svo þreytt. Var samt með myndavélina á lofti að venju. En um leið og ég kom heim um 12 leytið steinrotaðist ég til 10 þegar ég átti að drulla mér í vinnuna.

Þar mættum ég og Valdís galvaskar að venju, not, og unnum okkar verk. Ég var svo þreytt að ég þurfti að lifa þennan dag á Magic líka. En í kaffipásuinn var svo grillað, ég, Valdís, G. Hulda og G. Fanney skelltum kjöti á grillið og átum. Gugga að fara norður yfir sumarið. :( Eftir vinnu var ég hálfpartinn komin með svefngalsa, skúraði og kíkti aðeins í tölvuna og fór í heimsókn til Þóreyjar þar sem stoppaði ekki á mér kjafturinn í hálftíma. Held ég hafi talað allt vit og öll leyndarmál frá mér, en ég veit hún geymir það á góðum stað. :)

Svo fór ég að sofa klukkan 11 í gær og ég vaknaði 11 í morgun! Loksins búin að jafna þetta út og núna líður mér bara vel. Er samt löt en þarf að fara að drulla mér í að taka til fjandinn hafi það. En eitt kvörtunarefni fyrst svo ég hafi þetta blogg aðeins lengra. Greyið Sandra.

Ég skráði mig á 123.is fyrir prufublogg því ég var að hugsa um að hafa þetta bara sem myndasíðu því það var svo þægilegt forri fyrir þetta. En fjandinn hafi það ég get ekki sett fucking myndirnar inn! Ég var að verða brjáluð á þessu í gærkvöldi. Helvítis tölvurusl. Andskotans vesen. Ég reyndi að installa forritinu upp á nýtt hvað eftir annað en það koma alltaf niður á það sama. Svo reyndi ég að gera það handvirkt og þá virkaði það ekki heldur! Það gerði útslagið og ég blótaði þessari fjandans síðu í öskuna. Segir maður það? Allavega, ég varð helvíti pirruð og ég ætla EKKI að borga fyrir þetta rusl ef þetta gerist bara. Ætla að senda þeim mail og spurja útí þetta því annars missa þeir eitt stykki viðskiptavin sko. Annars hrósa ég þeim fyrir hugmyndina.

Og aðeins lengra, Sandra þú verður bara því miður að hætta að lesa bloggið mitt. En ég er komin með þriðja sumardjobbið. Verð í áfyllingum fyrir Vífilfell á hverjum virkum degi í sumar frá 8-12 og svo í Bónus eftir hádegi og á helgum og svo líka að skúra. Plús fótboltaæfingarnar svo það verður nóg að gera hjá mér. :D Og Spánn eftir minna en 3 vikur! AHHHHH! Farin að hlakka til. Ah shit! Var að muna að ég þarf að senda mail á Arsenal-klúbbinn! Heyrðu ég er farin að gera það áður en ég tek til.

Endilega tékkið á Þeytings síðunni og síðan ætla ég að reyna að koma þessu 123 kerfi í gang og setja inn allar myndir síðan frá áramótunum. Og hér læt ég fylgja með tvær myndir úr síðasta spretti maraþonsins. Eða önnur er liðsmynd eftir maraþonið. (Takið eftir stærðarmuninum á mér, Karitas, Tomma og Guðrúnu þarna lengst til hægri! :D)





Anna María - Rikk 12

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Your website has a useful information for beginners like me.
»