mánudagur, maí 22, 2006

Maísnjór

Varúð. Hér á eftir má finna LANGT blogg, svo að þeir sem eru latir haldi sig frá því.

Já það má segja að maísólin hafi horfið og í staðinn hafi komið maísnjór. Ég vaknaði morgun ready í vinnuna og kíkti útum gluggann, ekki glöð að sjá að það var allt hvítt/grátt! Og varð ennþá pirraðri útí veðrið þegar ég mætti út og þurfti að skafa af bílnum í maí! Þó lítið væri... En ég var löngu tilbúin fyrir sumarið svo að það má bara drattast til að koma hingað, því veturinn er búinn að hafa langt fram yfir sinn tíma núna. Get þó huggað mig við það að ég er að fara til Spánar eftir 10 daga!! :D Ahh sól og sumarylur. Kaldar laugar og svalandi sjór. Mmmmm...

Nóg um það. Á meðan ég er á kalda Íslandi er víst að nota tækifærið og blogga. Af því að eina ferðina enn tókst netinu að komast í hakk hérna á heimilinu og rugla öllu systeminu í lappanum mínum þá verð ég að vera í tölvunni hans pabba eins og er að blogga. Og af því ég hef frekar mikið að segja þá verður þetta punkta blogg hér eftir. Svo það sé nú auðveldara fyrir Söndru að lesa.

Byrjaði í áfyllingu hjá kók síðasta þriðjudag og finnst mér það bara ágætt. Er komin með góðan hraða á þetta (samt misjafnt eftir hvað vantar mikið) og er oft búin um 11-leytið en fæ borgað til 12.

Fór á sjúkrahúsið útaf ökklanum um daginn sem hafði versnað um helming skyndilega vegna fótboltaæfinga. Þar komst ég að því að ég þarf helst að fara í svona styrkingarprógram fyrir ökklann því hann er það slæmur. Átti aðeins að reyna að hlífa ökklanum á æfingum.... Hvernig í andskotanum geri ég það?

Vil benda á að myndir frá lokaballi og grillpartýinu fyrir það eru komnar inn á 123.is/kiddow88 síðuna. Linkur kominn hérna hægra megin. Á enn eftir að borga svæðið svo ég veit ekkert hvenær restin kemur.

Eurovision afmælispartý hjá Örnu og Geira síðasta laugardag sem var bara stuð :) Arna átti afmæli sama dag, aftur, til hamingju með það Arna mín! :* Og aftur takk fyrir mig. ;)

FINNAR UNNU EUROVISION!! Hah! Ég hélt með þeim alveg frá því ég heyrði lagið fyrst og þeir gjörsamlega rústuðu þessu! Hard Rock Hallelujah indeed. Og gott að Sylvía komst ekki áfram. Ég=fegin.

Spilaði á síðustu tónleikunum mínum þetta skólaár síðasta föstudag. Það gekk bara ágætlega. Komið næstum heilt ár síðan þetta var: Þegar bretarnir komu!

Var að vinna í gær þar sem komu bretar að spurja mig til vegar á kassann hjá mér. Þau hrósuðu mér í bak og fyrir fyrir enskuna mína og héldu að ég hefði verið úti að læra. Svo sagði kallinn(þetta voru hjón): "You HAVE to come to England sometime!" Ég svaraði um hæl. "Well I am going in August." Varð rauð eins og tómatur í framan við hrósin frá þeim og mér leið eins og fábjána þarna. Ég hata hvað ég roðna óstjórnlega! Urr.

Er að velta fyrir mér hvort ég eigi ekki bara að skella mér suður í sumar að horfa á Motörhead og The Darkness! Meina 5000 kall og hvort gigg, sem gerir 10 þús sem er næstum sama og Maiden! (sem var reyndar þess virði! tíhí) Úff mig langar svo að fara! Á ég að fara eða ekki? Ég meina, Lemmy Kilmister og Justin Hawkins?! Can it get any better?

Helvítis enskuslettur. Get ekki losað mig við þær.

En þá held ég að ég segi þetta nóg í bili. Ætla að fara að æfa mig aðeins á bassann fyrir vorprófið sem ég er að fara í á eftir! Hahaha vorpróf á bassa... Enda þetta á quote-i sem ég sá í maili í Bónus í gær um hið nýja árstíðalausa Ísland.

Vona bara að það verði snjólétt sumar í ár.


Anna María

Engin ummæli: