Jöbb ég ætla að reyna að hafa þetta stutt svona einu sinni.
Er að fara suður bara núna rétt á eftir þar sem við Mfl. kv. BÍ/Bolungarvík erum að fara að spila við Hauka klukkan 2. Ég er bara að bíða eftir að klukkan verði hálf 11 og þá á ég að mæta útá völl. Er orðin nett stressuð þótt ég sé örugglega ekkert að fara að spila það mikið, en þetta er samt fyrsti leikurinn minn sem er ekki æfingaleikur. Kem svo aftur með seinni vél í dag og fer í bíó í kvöld á The Da Vinci Code! :D
Annars er það bara vinna og æfingar. Á föstudaginn hittumst við stelpurnar í sumarbústaðinum hennar Ásthildar og höfðum það voða nice. Pöntuð pizza og étið nammi fram eftir kvöldi. Og ég tók nokkrar myndir líka. :)
Svo eru bara 4 dagar í Spán! 4 DAGAR! Shit hvað þetta líður hratt maður.
En jæja þarf að fara að hlaupa út á völl bráðum. Eða keyra. Wish me luck!
Anna María
sunnudagur, maí 28, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli