þriðjudagur, maí 30, 2006

Pirringur!

Oj, ég er orðin svo þreytt að ég er orðin pirruð. Var alveg í fínu skapi í morgun í áfyllingardjobbinu og mjög góðu skapi með Söndru í Bónus strax eftir áfyllinguna. En þegar ég kom á æfingu... Alltíeinu varð ég drullupirruð því að ökklinn var að plaga mig og svo þegar seinna leið á æfinguna þá byrjaði mjóbakið og ég gat varla hlaupið. Enda þegar við spiluðum í endann þá hreyfði ég mig ósköp lítið.

Annars eru 2 dagar í Spán! Ég er sko tilbúin, búin að láta flétta hárið og alles. Ég er líka tilbúin fyrir frí! Ég er svo uppgefin á bæði líkama og sál að það er ekki fyndið. Það tekur á að vinna svona í þrem vinnum. Samt aðalvinnurnar tvær taka þó meira á og sérstaklega á dögum eins og í dag og á morgun þar sem ég fer beint úr áfyllingu í Bónus og svo beint þaðan á æfingu.

Ég get ekki beðið eftir að slaka á!!

Annars er þessi síða jafndauð og alltaf og ég er svo viðbjóðslega þreytt og pirruð akkurat núna að ég ætla að hafa þetta stutt núna (MET! Annað stutta bloggið í röð!) og fara og leggjast í heitt og gott bað og svo beint í háttinn með Önnu Maríu Guðmundsdóttur! Hún þarf hvíld.

Anna María

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hugsar um mig þegar þú verslar úti;)

Anna María sagði...

Takk fyrir það skvís ;)

Og já Kristjana mín ég mun hugsa um ykkur Höllu í öllum verslanaleiðöngrunum :D