sunnudagur, júní 25, 2006

Afmæli

Ætlaði bara að skjóta smá bloggi í tilefni þess að hún Sandra mín á afmæli í dag og er hún 18 ára stúlkan! ;) Var í afmæli hjá henni í gær þar sem ég var meðal annars tekin í "extreme makeover" og máluð í fyrsta skipti!

Tjah ekki það að ég hef aldrei málað mig áður, þá hef ég aldrei verið svona mikið máluð! Og þetta var nú ekki svo mikið hehe Samt vældi ég eins og lítill krakki hjá tannlækni og ég hélt að Kristjana myndi slá mig utanundir þá og þegar af pirringi haha :D Mig klæjaði allstaðar í andlitinu og langaði að nudda og klóra en gat það ekki. Myndirnar koma inn seinna og þið fáið að sjá breytinguna.

En takk fyrir mig Sandra mín og til hamingju með daginn enn og aftur! ;):*

Anna María frænka hehe

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

já, málingin fór þér einstaklega vel anna mín:)! en já myndir myndir.. ég vil endilega sjá myndirnar sem fyrst;)

Nafnlaus sagði...

það var pain að mála þig....;) samt gaman ;)

Anna María sagði...

Heheheh því get ég vel trúað! ;) En myndirnar eru annars komnar inn :)