Jæja þá er ég komin heim frá Spáni. Reyndar kom ég heima síðasta þriðjudag en hef barasta ekki nennt að blogga neitt. En það var geðveikt úti á Spáni! Fór meðal annars til Barcelona þar sem ég skoðaði fótboltavöllinn hjá liðinu þar sem Eiður Smári verður í vetur, ég fór í dýragarð, vatnsrennigarð, sædýrasafn og ekta theme park! Þar fór ég í crazy rússíbana sem var endalausir hlykkir og hringir og maður var helminginn af leiðinni á hvolfi. :D Það var snilld!
Strandbærinn sem ég var í var fínn og stutt í ströndina. Ég fékk mér svo tvö henna tattú daginn áður en ég fór heim, bara að gá hvernig þetta yrði :) Sérstaklega sporðdrekinn á öxlinni sem ég ætla að fá mér í haust sem alvöru tattú þá. Þegar mín verður 18 og mamma og pabbi geta ekki neitt sagt. Annars keypti ég mér voða lítið og er hálf stolt af mér bara. Ætla samt pottþétt að eyða meira í London sem er btw eftir tvo mánuði! :D Nýkomin frá Spáni og strax farin að hlakka til að fara aftur til Englands :p
En í millitíðinni eru bara vinna og fótb. æfingar. Svo nokkrar ferðir suður líka að spila, þó ég verði kannski ekki mikið inná. En ég fer næst suður í júlí og ætla þá að reyna að hitta Sigurbjörgu og Immu og nú skal það sko takast ;) Svo á Sandra afmæli á næstu helgi og þá varður sko partý :D Og hún og Kristjana ætla að taka mig í "Extreme Makover" haha Það verður gaman að sjá.
En já ég nenni varla að blogga meira. Ég þarf líka að fara að taka til því herbergið mitt er í RÚST! Það er naumlega hægt að labba á gólfinu þar sem það er alveg þakið óhreinum fötum og plássið á skrifborðinu er takmarkað og passar tölvan rétt í einn auðan ferhyrning þarna. Sem mamma var akkurat núna að skella Harry Potter bókinni minni í sem var frammi. Úff. Já ég þarf sko að taka til. Er ekki einu sinni klædd! Enn í náttfötum. Ætla skella geisladisk í spilarann eða bara spila tónlist í tölvunni og fara að taka til.
Myndasíðunni minni hefur verið læst því prufuaðgangurinn rann út rétt eftir að ég kom heim en ég ætla að reyna að borga þetta í dag og henda inn öllum þessum myndum sem ég hef lofað.
Anna María
laugardagur, júní 17, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli