fimmtudagur, júní 22, 2006

Vinna

Lífið virðist bara snúast um vinnu hjá manni nú tildags. Já og fótboltaæfingar. Eins mikið og ég reyni að gera þetta allt þá er það ekkert alltaf að takast. Ég vinn hjá Vífilfell á morgnana og svo oftast beint í Bónus að vinna restina af deginum eða fram að æfingu. Eins og t.d. á morgun þá fer ég í vinnuna 8 hjá Kók, mæti í Bónus strax eftir það og á að vera til 8 en ætla að reyna að fá að fara hálf 8 svo ég komist á æfingu (það sem maður gerir fyrir boltann!) og verð ég komin aftur heim um 9 um kvöldið.

Ég er eiginlega ekkert heima lengur! Enda sagði mamma við mig um daginn að það þyrfti að skrifa mér bréf ef hún ætlaði að hafa samskipti við mig. Því nánast einu skiptin sem ég er heima er á kvöldin og þá ligg ég alveg dauð uppí rúmi. En ég fæ einstaka frídaga og þá líka sef ég eiginlega allan daginn til að ná upp orkunni. Eins og í dag var ég snögg að vinna og svaf í nokkurn tíma áður en ég fór á æfingu. Enda var ég nokkuð hress á æfingunni og kom sjálfri mér á óvart!

Nóg um það. Ég er búin að borga fyrir 123.is svæðið svo að allar myndir ættu núna bara að koma beint inn um leið og atburðurinn er búinn. :) Ef þið viljið sjá myndir frá e-u sérstöku, kommentið þá bara. Og endilega kommenta meira! Sheesh, ekki sniðugt.

En góðar fréttir fyrir mig! Ein af 3 uppáhaldshljómsveitunum mínum að fara að gefa út nýja plötu í September! Mun það vera Iron Maiden sem gefur hana út og heitir hún A Matter of Life and Death og eru 10 lög á plötunni. Ég hlakka ekkert smá til og á sko kaupi hana um leið og ég get! Ef ég verð ekki bláfátæk eftir Lundúnaferðina mína hehe

Ég er sko byrjuð að telja niður í London! Eða nánast. Innan við tveir mánuðir núna og ég get ekki beeeeeðið! Það verður kannski e-ð farið á djammið þarna úti og svo er það Queen söngleikurinn, Arsenal leikurinn, Madame Tussaud og ég gæti talið upp endalaust það sem mig hlakkar til að gera! :P Þetta verður svooooo geðveikt! Ah! Verst bara að brúnkan mín verður farin nema að ég skelli mér í ljós og ég vona að ég verði búin að grennast e-ð fyrir þessa ferð.

Jæja svo ég reyni að hafa þetta stutt þá bara eitt enn. Ökklinn er þvílíkt að plaga mig núna og var ég að drepast í byrjun æfingarinnar í dag. Það fór svo eftir smá en samt drulluvont. Er m.a.s. illt núna. Verð bara að gera þessar æfingar.

Anna María

Engin ummæli: