mánudagur, ágúst 07, 2006

Kveðjustundir

Já það er meira en nóg af kveðjustundum núna! Í gærkvöldi var ég að kveðja hana Guðbjörgu mína sem er lögð í hið langa ferðalag til USA. Hún keyrði af stað 6 í morgun og fer út núna á fimmtudaginn. Það var ótrúlega skrítið að kveðja hana og að hún verði í burtu í 11 mánuði! Þetta verður vonandi fljótt að líða. :) Því ég sakna hennar nú þegar!

Ekki nóg með það þá er hún Dagný að fara að flytja ud til kongens Danmark! Stúlkan fer suður á miðvikudaginn með sömu vél og ég svo að kveðjustundin verður líklega á flugvellinum í Rvk. og ætlum við stöllur að reyna að sitja saman í vélinni á leiðinni suður. (Er að fara að spila fyrir sunnan á miðvikud.) Taka gott spjall svona rétt áður en hún fer! :) Á eftir að sakna Dagnýjar alveg ótrúlega mikið líka! Sakna líka Helgu sem að eins og er er hinum megin á hnettinum! Allir að yfirgefa mann hérna á klakanum.

Var sniðugt að vera á rúntinum í nótt með Guðbjörgu og Birnu þegar rafmagnið fór og bærinn leit út eins og ekta bandarískur draugabær! Vá hvað þetta var creepy og mikil snilld! Maður sá bara bílljós hér og þar og flestir með háu ljósin á hehe

Annars ekkert annað að frétta. Vinna alla helgina, partý hjá Söndru á laugardagskvöld og rúnturinn í gær. Frí í dag og ég nýtti daginn uppí rúmi að safna kröftum fyrir komandi daga, en ég er að vinna alla þessa viku og alveg fram að brottför til London! En ég er að fara föstudaginn í næstu viku! Djöfull líður tíminn.

Er hætt í kók djobbinu! YES! Fékk mér köku í tilefni þess um daginn.

Anna María

P.S. Sandra var sú eina sem kommentaði á bloggið hér á undan. Piff... Ekki nógu góð frammistaða.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

komment! mig langar í köku!

Nafnlaus sagði...

hvenar á að taka mann á rúntinn:)?
Kolbrún

Nafnlaus sagði...

hvenar á að taka mann á rúntinn:)?
Kolbrún

Anna María sagði...

þegar ég kem heim frá London ;)