Ég gæti hugsað mér að fá einn svona, annað dýr fyrir utan skridýr kæmi ekki til greina! Því flest önnur gæludýr fara í taugarnar á mér.
En jæja. Loksins blogg, lítið kommentað enda komin vika síðan síðast. Búin bara að vinna og fór suður að spila. 10 mín í nýrri stöðu. Hélt að Tommi væri e-ð að rugla þegar hann sagði að ég ætti að spila vinstri kant. Ég reyndi allavega mitt besta, hvernig sem það tókst.
Er að vinna núna næstu þrjá daga, suður á fimmtudaginn og út til borgar tetíma, tveggja hæða strætóa og rauðra símklefa, London! Við Elisabeth leggjum í hann um 8-leytið á föstudagsmorgni og erum lentar um hádegisbilið úti :D Það verður farið beint í Hyde Park eftir að búið er að koma sér fyrir á hotelinu. Hver veit nema að ég hendi inn einu stykki bloggi þarna úti þar sem að ég veit að það eru tölvur á hostelinu.
Er komin með langan lista yfir það sem ég kaupi fyrir mig og aðra þarna úti!
Viltu e-ð frá London? Settu í komment ;)
Anna María
Engin ummæli:
Skrifa ummæli