sunnudagur, ágúst 13, 2006

Sleðahundur

Ég hef alltaf sagt það að ég sé alls ekki mikil dýramanneskja og að ég þoli enga hunda, ketti, páfagauka né nagdýr. Samt er ein hundategund sem ég væri alveg til í að fá mér. Muna allir eftir myndinni Snow Dogs? Sleðahundar! Eftir að ég sá þessa mynd varð ég bara dolfallin því þeir eru svo fallegir og með flott blá augu! :D Ég sagði: Ef ég fæ mér eitthvern tímann gæludýr, þá verður það sleðahundur! Eða síberískur sleðahundur eins og ég komst seinna að með hjálp Google. En fyrir þá sem ekki vita þá líta þeir hundar svona út:



Ég gæti hugsað mér að fá einn svona, annað dýr fyrir utan skridýr kæmi ekki til greina! Því flest önnur gæludýr fara í taugarnar á mér.

En jæja. Loksins blogg, lítið kommentað enda komin vika síðan síðast. Búin bara að vinna og fór suður að spila. 10 mín í nýrri stöðu. Hélt að Tommi væri e-ð að rugla þegar hann sagði að ég ætti að spila vinstri kant. Ég reyndi allavega mitt besta, hvernig sem það tókst.

Er að vinna núna næstu þrjá daga, suður á fimmtudaginn og út til borgar tetíma, tveggja hæða strætóa og rauðra símklefa, London! Við Elisabeth leggjum í hann um 8-leytið á föstudagsmorgni og erum lentar um hádegisbilið úti :D Það verður farið beint í Hyde Park eftir að búið er að koma sér fyrir á hotelinu. Hver veit nema að ég hendi inn einu stykki bloggi þarna úti þar sem að ég veit að það eru tölvur á hostelinu.

Er komin með langan lista yfir það sem ég kaupi fyrir mig og aðra þarna úti!

Viltu e-ð frá London? Settu í komment ;)

Anna María

Engin ummæli: