fimmtudagur, ágúst 17, 2006

pakka pakka

Sit að horfa á Rock Star akkurat núna og er að reyna að klára að pakka. Rúmur sólarhringur í London! Er búin að fylgjast stíft með veðrinu þar á bæ á heimasíðu BBC. Eins og er, er spáð rigningarskúrum á föstudaginn, en jæja vonum að það rætist ekkert :D Sem minnir mig á að fara að finna regnhlífina mína! Þegar þetta er skrifað, þá er heiðskírt þarna úti og 17 stiga hiti. Er ekki alveg viss með tímann, held að London sé einum tíma á undan.

Tíminn þýtur hjá og hann er búinn að líða svo hratt að ég veit varla hvaða dagar eru lengur. Orðin kolrugluð. Skólinn að byrja í næstu viku og þegar ég kem heim; BUSUN! Ahhh get ekki beðið haha :D Gott að hafa alltaf e-ð til að hlakka til!

Stelpurnar að spila á sunnudaginn, allir að fara að horfa á þær og hvetja þær. Þær ætla sko að vinna þennan leik og ég hvet þær að utan! Áfram stelpur!

Veit ekki hvað meira ég á að segja? Enginn kommentar samt eru þokkalegar heimsóknir á síðuna. Jæja. Ætla að klára að pakka, blogga aftur á morgun áður en ég fer!

JAAAAAAÁÁÁ!!! Zayra var að detta út!!! :D:D Oh Happy Day! Finally!

Anna María

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jamm við ætlum sko að taka þetta !:D SKemmtu þér í London baby!
-ingibjörgelín