Ég er ekki enn byrjuð að skrifa um Englandsferðina, ég er búin að djamma hverja einustu helgi frá því ég kom frá Englandi, vinna hvern einasta sunnudag líka, skólinn og bassatímar hafa tekið sinn tíma.
Ég vildi bara uppfæra síðuna svo fólk fengi að sjá e-ð annað en WTC.
Ég er ekki heldur búin að setja inn myndirnar frá lokahófi mfl. kvk. Bí/Bol. sem var mjög skemmtilegt.
Hvað get ég sagt? Ég er LÖT! Er líka búin að vera að spá, hvað nennir fólk að vera að lesa um svona useless daga eins og virku dagan manns? Vill það ekki frekar heyra e-ð djúsí frá helginni? Þó að ég geti varla sagt að sögurnar mínar séu skrautlegar þar sem ég er ávallt edrú..... en ekki allir hinir! *muhahaha*
Á ég að blogga um það sem ég ætla að kaupa á ebay og hvað það var ótrúlega gaman í vinnunni í dag? Og hvaða verkefni ég á eftir að gera í kvöld og alla vikuna?
Nennir fólk að lesa það? Jah, nú veit ég ekki. Verð allavega að segja að ef þetta er bara ekki eitt það furðulegasta blogg sem ég hef skrifað þá bara veit ég ekki hvað.
Held ég fari bara og fái mér kríu.
Anna María
sunnudagur, september 17, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Myndir frá lokahófi Mfl. kvk komnar inn :)
ÉG LES!!!
Ég les lika!:)
Kv. þín Halla
Skrifa ummæli