Já ég veit það vantar danskt ö, ég kann ekki að gera það.
Jæja, er loksins að batna af þessari blessuðu ælupest eins og Ásthildur benti á. :) Er samt frekar lystarlaus ennþá og þar af leiðandi orkulaus og þreytt, en þetta er allt að koma. Mamma sagði að það væri alveg vika sem að þetta tæki að jafna sig. Úff.
fór með Höllu útí Súðavík í gær að selja penna og lyklakippur til styrktar Krabbameinsfélagsins. Ég verð að segja, að af ÖLLUM svona söluferðum sem ég hef farið, og þær eru sko margar eftir að hafa æft sund í hátt 8 ár, þá var þetta sú LANGuppákomumesta og sú sem var hlegið mest í.
Ég held að við stöllur höfum verið í krampa mest allan tímann. Það byrjar á að Halla mismælir sig og segir "Gott kvöld, við erum að selja krabba..." Og við springum úr hlátri. Margt svona einfalt og ljóskulegt kom upp, nenni ekki að telja allt, eins og eitt hlið sem við komumst virkilega ekki í gegnum og karlinn kom út og spurði hvort okkur vantaði e-ð! haha
Svo það langfyndnasta var að við vorum búin að vera að labba í tvíbýli að selja, öll húsin eins. Ég ætla bara inn á stigaganginn í einu húsinu eins og öllum hinum og það er opið inn í íbúðina. Sá ekkert athugavert við það, fyrr en nokkrum sekúndum seinna þegar Halla spurði hvort að konan ætti allt húsið og hún sagði já! Ég hafði bara labbað beint inn í húsið hjá greyið konunni að selja henni penna og lyklakippur hahaha Shit, hvað þetta var vandræðanlegt haha! En konan hló bara sem betur fer. Ég er hálfviti!
Æji þetta kom ekki eins vel út og ég ætlaði mér. Hefði bara orðið svo langt hefði ég lýst þessu betur. :)
Annars hlutapróf og skilaverkefni alveg á hverju strái og ég finn mér samt tíma til að lesa, horfa á TVið og hanga í tölvunni! Ég er alveg hreint ótrúlega LÖT!
Anna María
miðvikudagur, september 27, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Þetta var alveg voooðalega skemmtileg ferð!.. við verðum góðar saman að selja og allskonar í þessaðri blessaðri fjáröflun!:).. hehe.. kv. Halla Bj.
Skrifa ummæli